Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 18.07.2022, Síða 13

Morgunblaðið - 18.07.2022, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2022 Öll áhöfn fraktflutningavélarinnar sem brotlenti nálægt grísku borginni Kavala á laugardag lét lífið, en átta manns voru um borð. Flugvélin var úkraínsk af gerðinni Antonov 12 og var að flytja um ellefu tonn af her- gögnum, þar á meðal jarðsprengjur, til Bangladess. Sjónarvottar deildu á samfélagsmiðlum myndskeiðum sem sýndu flugvélina logandi þar sem hún flaug yfir og sögðust sömuleiðis hafa heyrt sprengingar koma frá vélinni. Flugvélin hafði farið í loftið frá Nis- flugvellinum í Serbíu um klukkan tuttugu mínútur í níu að kvöldi með vopn í eigu serbneska einkafyrirtæk- isins Valir. Serbneski varnarmálaráð- herrann sagði að vopnasendingin hefði verið samþykkt af varnarmála- ráðuneyti Bangladess í samræmi við alþjóðalög. Grískir fjölmiðlar fullyrða að flug- stjórinn hafi óskað eftir heimild til að nauðlenda á Kavala-flugvellinum, en ekki tekist að ná á völlinn. Herinn, sprengjusveitin og starfs- menn grísku kjarnorkunefndarinnar segjast ekki ætla að gera tilraun til að nálgast svæðið fyrr en hægt sé að álykta að það sé tiltölulega öruggt. Eiturgufur á svæðinu Fólk sem býr innan tveggja kíló- metra frá slysstað var beðið um að halda sig inni á heimilum sínum og bera andlitsgrímur á laugardags- kvöld til þess að tryggja öryggi sitt gegn eiturgufum. Tveir slökkviliðs- menn voru lagðir inn á spítala vegna öndunarerfiðleika eftir að hafa andað að sér eiturgufu á svæðinu. Öll áhöfnin lét lífið - Var að flytja um ellefu tonn af hergögnum til Bangladess - Íbúar í grennd við brakið beðnir um að bera grímur AFP Brak Vélin náði ekki að nauðlenda á flugvellinum við bæinn Kavala. Evrópusambandið mun ræða hertar refsiað- gerðir gegn Rússum í dag, en þeir hafa verið sakaðir um að nota stærsta kjarnorkuver álf- unnar til að geyma vopn og skjóta eldflaugum á nálæg héruð í suðurhluta Úkraínu. Petró Kót- ín, yfirmaður kjarnorkumálastofnunar Úkra- ínu, sagði að Rússar hefðu komið fyrir eld- flaugaskotum og notað aðstöðuna til sprengjuárása í kringum borgina Dnípró. Viðræður í dag en ákvörðun ekki tekin Þar sem átökin halda áfram og valda í vax- andi mæli alþjóðlegum orku- og matvæla- kreppum íhuga utanríkisráðherrar ESB að banna gullkaup frá Rússlandi, sem myndi sam- rýmast þeim refsiaðgerðum sem G7-ríkin hafa þegar beitt. Fleiri rússneskir aðilar gætu einn- ig verið settir á svartan lista ESB. „Moskva verður að halda áfram að greiða hátt verð fyrir yfirgang sinn,“ sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, eftir að hafa greint frá fyrirhuguðum ráðstöfunum. Gert er ráð fyrir að stjórnvöld í Brussel muni hefja viðræður um refsiaðgerðir í dag, en ekki taka ákvörðun samdægurs, að sögn háttsetts embættismanns ESB. Forseti Úkraínu, Volodimír Selenskí, rak í gær yfir- saksóknara sinn og yfirmann öryggisstofnunar landsins úr starfi vegna gruns um landráð úkraínskra lögreglumanna. Yfir 650 mál vegna gruns um landráð og aðstoð við Rússland af hálfu úkraínskra öryggisfulltrúa sæta nú rann- sókn. Brennuvargur á fundi slökkviliðsmanna Á tveggja daga fundi fjármálaráðherra G20- ríkjanna, sem stóð yfir í tvo daga á indónesísku eyjunni Balí og lauk á laugardag, reyndu ráð- herrarnir að leita lausna við aðsteðjandi fæðu- og orkukreppu á sama tíma og þeir sökuðu Rússa um að gera vandann einungis verri. Ráðherrunum mistókst að komast að niður- stöðu og gefa frá sér ályktun í lok fundarins. Chrystia Freeland, sem tók þátt fyrir hönd Kanada, segir ríkisstjórn sína hafa komið því til skila á fundinum að hún vildi ekki að Rússar yrðu viðstaddir hann. „Viðvera Rússlands á þessum fundi var eins og að bjóða brennuvargi á fund slökkviliðsmanna,“ sagði Freeland við blaðamenn þar sem hún svaraði spurningum þeirra yfir netið frá Balí um helgina. „Það er vegna þess að Rússland ber eitt og sér beina ábyrgð á ólöglegri innrás í Úkraínu, og efnahagslegum afleiðingum hennar, sem við finnum öll fyrir,“ bætti Freeland við, sem einn- ig er varaforsætisráðherra og af úkraínsku bergi brotin. „Við vorum skýr og eindregin um það að þátttaka Rússlands væri óviðeigandi og hreinlega bara absúrd.“ Eldflaugaárásir á óbreytta borgara Á Donbas-svæðinu hafa skotgrafabardagar og stórskotaliðseinvígi breyst í venjubundið stríð. Aðskilnaðarsinnar sem studdir eru af Kreml sögðust á föstudag vera að nálgast næsta skotmark sitt, Síversk, eftir að hafa náð yfirráðum yfir systurborgunum Lísítsjansk og Severódónetsk um 30 kílómetra fyrir austan. Hundruð kílómetra frá framlínunni ollu eld- flaugaárásir miklu mannfalli óbreyttra borg- ara í miðborg Vinnitsía, en tala látinna hækk- aði í 24 á laugardag. ESB ræðir hertar aðgerðir - Rússar sakaðir um að geyma vopn í kjarnorkuveri - ESB íhugar að banna gullkaup frá Rússlandi - Selenskí rekur yfirsaksóknara sinn vegna gruns um landráð - Aðskilnaðarsinnar nálgast Síversk AFP Forseti framkvæmdastjórnar Ursula von der Leyen vill herða aðgerðir gegn Rússum. Mótmælahreyfingin á Srí Lanka náði hundraðasta degi sínum í gær, en mótmælendur hafa á þeim tíma rekið forsetann frá embætti og beina sjónum sínum að arftaka hans nú þegar efnahagskreppan heldur áfram í landinu. Gotabaya Rajapaksa flúði höll sína skömmu áður en mótmælendur réðust inn í hana um síðustu helgi og á fimmtu- dag sagði hann af sér forsetaemb- ættinu. Íbúar landsins segja að fjármála- óreiðu Srí Lanka megi rekja til óstjórnar fráfarandi forsetans og saka hann um að hafa neytt 22 milljónir íbúa landsins til að þola skort á matvælum, eldsneyti og lyfjum, sem hófst seint á síðasta ári. Fækkað hefur í hópi mótmælenda eftir brottför Rajapaksa og hafa þeir yfirgefið þrjár helstu ríkis- byggingarnar sem þeir hertóku; forsetahöllina, bústað forsætisráð- herrans og skrifstofu hans. Ranil Wickremesinghe tók við keflinu sem forseti, en hann hefur skipað hernum og lögreglunni að gera allt sem þarf til að tryggja röð og reglu. Embættismenn varnar- málaráðuneytisins hafa sagt að fleiri hermenn og lögregla verði flutt inn í höfuðborgina í dag til að efla öryggi í kringum þingið. Hundrað dagar af mótmælum AFP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.