Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 18.07.2022, Page 21

Morgunblaðið - 18.07.2022, Page 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2022 ✝ Sigríður E. Konráðsdóttir fæddist í Reykjavík 23. mars 1932. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Drop- laugarstöðum 5. júlí sl. Foreldrar hennar voru Kon- ráð Stefán Óskar Guðmundsson, vél- stjóri og kyndari í Reykjavík, f. 9. ágúst 1906, d. 11. febrúar 1944, og kona hans Aðalheiður Nanna Einarsdóttir ráðskona, f. 29. maí 1907 á Bassastöðum í Kaldrana- neshreppi í Strandasýslu, d. 1. september 1984. Bróðir Sigríðar var Þórir H., f. 26. apríl 1929, d. 12 mars 2003. Eftirlifandi eig- inkona hans er Oddný Dóra Jónsdóttir, f. 13. október 1930. Sonur þeirra var Konráð, f. 4. október 1956, d. 11. september 2007. 15. apríl 1953 giftist Sigríður Hjalta Ragnarssyni vélfræðingi, f. 12. janúar 1925, d. 11. desem- ber 2007. Foreldrar hans voru Ragnar Benediktsson Bjarna- son, afgreiðslumaður á Ísafirði, f. á Nesi í Norðfirði 23. maí 1899, d. 18. febrúar 1941, og kona hans Guðrún Arnbjörg Hjaltadóttir, f. á Ísafirði 25. júní 1903, d. 27. janúar 1995. Sigríður og Hjalti eignuðust fjögur börn: a) Konný Rannveig, f. 26. október 1953, gift Óskari Guðjónssyni, f. 10. júní 1952. Börn Sigurður Heiðar, f. 20. júní 1976, búsettur í Danmörku ásamt unnustu og sonum, drengur, f. 15. júlí 1985, d. 4. október 1985 og Edda Ósk, f. 26. nóvember 1986, búsett í Dan- mörku ásamt eiginmanni. b) Hjalti Heiðar, f. 23. september 1957, kvæntur Margréti Jóns- dóttur, f. 6. september 1955. Börn Sara Ellen, f. 14. sept- ember 1978, búsett í Japan ásamt eiginmanni og þremur börnum, Jón Ágúst, f. 8. febrúar 1981, búsettur í Danmörku ásamt unnustu og dóttur, Einar, f. 23. júní 1984, býr í Hafn- arfirði ásamt eig- inkonu og dóttur og Jóhann Markús, f. 15. nóvember 1994. c) Sigurður Ingvar, f. 19. ágúst 1962, kvæntur Magneu Helgu Magnúsdóttur, f. 31. mars 1964. Börn Andrea Rakel, f. 2. októ- ber 1992, býr í Kópavogi ásamt unnusta og tveimur börnum, Al- exander Helgi, f. 8. apríl 1996, býr í Svíþjóð og Aðalsteinn Freyr, f. 6. nóvember 2002. d) Aðalheiður Íris, f. 2. september 1965, gift Árna Árnasyni, f. 2. ágúst 1966, d. 3 desember 2019. Börn Hjalti Stefán, f. 19. júlí 1987, býr í Svíþjóð ásamt unn- ustu og Þórir Róbert, f. 26. maí 1993. Sigríður útskrifaðist sem hár- greiðslustúlka frá Iðnskólanum í Reykjavík 1950 og fór svo til Kaupmannahafnar og dvaldist þar í tvö ár til að vinna við þá iðngrein, en í desember 1953 fékk hún meistararéttindi í greininni. Hún starfaði ýmist heima með stofu eða með öðr- um, ásamt því að ala upp fjögur börn. Í nóvember 1977 kláraði hún sjúkraliðanám frá Sjúkra- liðaskóla Íslands. Sigríður vann til sjötugs, m.a. á gjörgæsludeild Landakots og á heila- og tauga- deild Borgarspítala. Sigríður vann einnig sem sjálfboðaliði við ýmis góðgerð- armál, t.d. hjá Rauða krossi Ís- lands, og var virkur félagi í kvenfélagi. Sigríður og Hjalti hófu búskap sinn á Freyjugötu en fluttu svo á Birkihvamm í Kópavogi. Útför Sigríðar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 18. júlí 2022, og hefst athöfnin klukkan 13. „Þakklát“ var fyrsta orðið sem kom upp í hugann þegar ég fékk símtalið að elsku besta amma mín væri farin yfir móðuna miklu. Svo þakklát fyrir að hafa fengið að verja miklu af minni barnæsku heima hjá henni og í sveitinni á Vatnsnesinu á sumr- in. Mikið af yndislegum minning- um hefur komið í hugann síðustu daga og kannski þær kærustu eru minningarnar um mig liggj- andi í sófanum hennar að lesa klukkustundum saman og finna svo lykt af pönnukökum koma úr eldhúsinu. Bækur og pönnukök- ur með miklum rjóma og innilegt spjall við ömmu um lífið og til- veruna... held að ekki sé hægt að upplifa betri barnæsku en það! Ég hef búið erlendis í yfir tutt- ugu ár, í Bandaríkjunum og Asíu síðustu fimm. Því miður voru komin fimm ár frá síðustu heim- sókn þegar ég kom heim í maí en ég er svo þakklát fyrir tvær vik- ur í spjalli við ömmu yfir kaffi og kökum. Svo dýrmætur tími! „Ertu komin heim?“ var alltaf hvernig hún svaraði mér í sím- ann og ég elskaði alltaf þegar ég gat svarað „já ég er komin heim“. Er völlur grær og vetur flýr og vermir sólin grund kem ég heim og hitti þig verð hjá þér alla stund. Við byggjum saman bæ í sveit sem brosir móti sól. Ljúfu lífi landið vítt mun ljá og veita skjól. Sól slær silfri á voga sjáið jökulinn loga. Allt er bjart fyrir okkur tveim því ég er kominn heim. Að ferðalokum finn ég þig sem mér fagnar höndum tveim. Ég er kominn heim já, ég er kominn heim. (Höf. Óðinn Valdimarsson) Elsku amma, þú fagnaðir mér alltaf höndum tveim og að fara heim verður aldrei eins. Takk fyrir að elska mig og börnin mín. Þín verður ávallt sárt saknað. Bestu kveðjur á alla ástvini frá okkur fjölskyldunni í Japan, Sara E. Matuszak Hjaltadóttir. Sigríður E. Konráðsdóttir ✝ Þorsteinn Páll Björnsson fæddist 4. ágúst 1948 á Sauðárkróki og lést 4. júlí 2022 á heimili sínu. Foreldrar hans voru Björn Gísla- son, f. 14. janúar 1900, d. 17. október 1988, og Hallfríður Þorsteinsdóttir, f. 27. maí 1911, d. 1. apríl 1986, frá Reykjahlíð í Varmahlíð. Systkini Þorsteins eru: Sól- borg, f. 30. september 1932, Sverrir, f. 31. desember 1935, d. 31. mars 2014, Ingibjörg, f. 4. janúar 1942, d. 10. september 1943, Mínerva Steinunn, f. 14. október 1944, Björn, f. 27. febr- úar 1951. Þorsteinn var í barnaskóla í Varmahlíð, þaðan lá leiðin í Gagn- fræðaskólann á Sauðárkróki. Það- an fór hann í Iðn- skóla Sauðárkróks þar sem hann lærði múraraiðn. Eftir að hafa lokið iðnskóla lá leið hans til Reykjavíkur þar sem hann fór á samning og klár- aði. Hann flutti síðan á Sauð- árkrók 1970 og starfaði við iðn sína upp frá því með ýmsum að- ilum meðan honum entist heilsa til. Seint á áttunda áratug síð- ustu aldar keypti Þorsteinn upp- steypt raðhús í Raftahlíð 79 á Sauðárkróki, kláraði það og bjó síðan í því til dauðadags. Elsku Steini bróðir. Jæja, þá er þessari jarðvist þinni lokið. Ekki datt mér í hug að kallið kæmi svona fljótt. Árin okkar í Reykjahlíð voru ljúf og góð utan skólans, þar sem einelti viðgekkst og fleira sem þú varðst verulega fyrir og hlaust skaða af. Þú varst svo ljúfur og góður og barðir ekki frá þér þó svo þú hefðir alveg skap. Mamma var alltaf heima og þú varst mikill mömmustrákur og gast dundað með henni þó að við Bjössi vær- um sofnuð fyrir löngu. Síðan flug- um við úr hreiðrinu og þú fórst að læra múrverk og vannst við það alla tíð. Þú varst frábær verka- maður, duglegur og vandvirkur fram úr hófi. Það mátti aldrei muna millimetra. Þú varst ein- mitt í flísalögn heima hjá þér síð- ustu daga þín þar. Einnig bera allar stytturnar sem þú málaðir góðan smekk þinn fyrir litum og fleiru sem þú varst að dunda þér við eftir að þú gast ekki stundað fasta vinnu lengur. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og mína. Spjallstundanna okkar í eldhús- inu mínu mun ég sakna og þín. Elsku Steini minn. Ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér í sumarlandinu og þér líður vel núna. Guð geymi þig. Sofðu rótt. Ég vil þakka öllum sem lögðu Steina lið í lífsbaráttunni því hún var á stundum erfið. Þín systir, Mínerva. Elsku Steini frændi, eins og þú varst kallaður í fjölskyldunni. Það er erfitt að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur í sum- arlandið svona skyndilega, 4. júlí. Mig langar að minnast Steina með nokkrum orðum. Hann var móðurbróðir Steina míns en þeir eru nokkrir Steinarnir í fjöl- skyldunni. Steini var kurteis, sér- vitur, dulur og vandaður maður sem vildi öllum vel en var ekki allra. Hann var mikill dýravinur, búinn að eiga bæði ketti og hunda. Tíkin Róma var síðasti hundurinn hans sem hjálpaði honum mikið í hans erfiðleikum. Steini fór með Rómu sína í göngu í Skógarhlíðina og nú sjáum við þau ekki oftar á ferðinni. Steini var múrari að mennt og vann við það meðan hann gat. Það kom sér vel að hann var handlaginn og nýttist honum þegar hann hætti að vinna. Hann stytti sér stundir við að mála ker- amik, hann málaði styttur, kirkjur og margt fleira. Þeir munir skreyta hús og garða fjöl- skyldumeðlima og annarra og halda minningu hans á lofti. Steini hafði gaman af því að keyra um sveitina og víðar og var Róma alltaf með í för. Hann kom við á ýmsum stöðum til að hitta fólk og spjalla. Hann kom oft við hjá okkur í Systraseli á sumrin, þá var tekið í spil og haft gaman af, sér í lagi þegar Margrét móðir mín var og gat. Elsku Steini, þú áttir vissan stað við matarborðið hjá okkur í Raftahlíðinni. Þú varst einn af fjölskyldunni okkar, hvort sem það voru jól eða önnur fjölskyldu- boð. Oft voru miklar umræður við borðstofuborðið um ýmis mál, hver hafði sína skoðun og Steini ekki síst og hafði gaman af. Þeir frændur, Steini og Steini, höfðu gaman að rifja upp gamlar og góðar minningar úr Reykjahlíð, þar áttu þeir góða tíma. Elsku Steini, við vitum að það var vel tekið á móti þér. Okkur þótti mjög vænt um þig og við þökkum fyrir allar góðu stund- irnar. Nú ertu kominn í hina ei- lífu hvíld, þar sem sálin fær frið og ró. Blessuð sé minning þín, hvíldu í friði. Hrefna, Þorsteinn og fjölskylda. Við vorum rækilega minnt á það að við eigum bara daginn í dag þegar Steini frændi varð bráðkvaddur á heimili sínu 4. júlí sl. Ég hitti hann síðast nokkrum dögum áður þegar ég var að fara í vinnuna og hann sat úti í góða veðrinu og Róma með honum eins og þau gerðu oft á góðviðr- ismorgnum. Við tókum stutt spjall eins og við vorum vanir og ég ætlaði að kíkja til hans næstu daga og skoða tölvuna eins og ég var vanur að gera öðru hverju. En því miður varð ekkert af því. Ég minnist hins vegar margra okkar stunda saman í gegnum tíðina. Strax þegar ég var lítill þá fékk ég oft að fara með Steina til ömmu og afa í Reykjahlíð á sunnudögum. Það voru skemmti- legar stundir og þar leið Steina alltaf best. Það var líka alltaf gaman að leika við kisurnar sem amma var alltaf með. Svo liðu nú árin og alltaf vorum við í góðu sambandi. Við fluttum síðan í efstu götuna í Raftahlíðinni þar sem þú varst búinn að búa í þó nokkur ár. Ég minnist ferðar okkar til Svíþjóðar á sínum tíma þegar við fórum nokkur saman úr fjölskyldunni þar sem þú naust þess vel að vera í þessum góða hópi þó tilefnið hefði vissulega mátt vera annað. Steini var alltaf boðinn og búinn að hjálpa okkur ef hann gat, hvort sem það voru múrviðgerðir á húsinu okkar, flísalagnir á baði og víða. Það var aldrei kastað til höndunum við þessa vinnu og Steini var mjög vandvirkur í allri sinni vinnu. Steini fylgdist vel með krökkun- um okkar og hvað þau voru að stússa hverju sinni og spurði mikið eftir þeim. Stoppaði oft fyr- ir framan hús til að tala við þau. Steini hafði gaman að dýrum og hann átti lengi ketti en síðustu ár var hann alltaf með hunda sem héldu honum félagsskap og hann fór í gönguferðir á hverjum degi. Róma var síðasti hundurinn hans og hún fagnaði manni alltaf inni- lega þegar komið var í heimsókn eða við hittumst annars staðar. Við viljum þakka Steina fyrir allar samverustundirnar í gegn- um tíðina, vonum að honum líði betur og við vitum að tekið hefur verið vel á móti honum. Hjörtur, Katrín, Arnar Geir, Elvar Ingi og Anna Karen. Vinur minn Þorsteinn Björns- son er fallinn frá, miklu fyrr en mig gat órað fyrir. Síðast þegar við hittumst, fyrir nokkrum dög- um, var hann glaður og reifur og við ákváðum að taka upp þráðinn í september næstkomandi, þeg- ar báðir væru búnir að njóta góðs og vonandi gjöfuls sumars. Af þeim endurfundum verður ekki. Það var líklega fyrir sjö eða átta árum sem ég var beðinn, sem heimsóknarvinur Sauðár- krókskirkju og Rauða krossins, að heimsækja Þorstein, sem ég ekki þekkti þá, en mér var sagt að hann væri fremur ómann- blendinn, færi lítið út á meðal fólks og væri auk þess bæði sér- vitur og þver, og stóðust þessar lýsingar að mestu. Er skemmst frá að segja að frá upphafi kom okkur vel sam- an, þó að hann í fyrstu tæki mér með nokkrum fyrirvara þá leið líklega á annað ár þar til við næðum þeim trúnaði að hann gæti rætt við mig flest það sem ég að minnsta kosti taldi að hon- um byggi í brjósti. Ljóst varð mér fljótt að hann tók sér mjög nærri að hafa orðið að hætta að vinna, eftir vinnuslys fyrir all- mörgum árum, sem kom í veg fyrir að þessi færi og einstaki fagmaður gæti stundað iðn sína enda útilokað með laskaða öxl að stunda múrverk. Lagðist þetta ásamt ýmsu öðru verulega þungt á hann enda þá nánast allt frá honum tekið sem ánægju veitti. Það var alltaf gefandi og ánægjulegt að heimsækja Þor- stein, við ræddum allt milli him- ins og jarðar, nema það sem ekki má ræða um í slíkum heimsókn- um, svo sem stjórnmál. Stundum urðu langar þagnir ef hann var illa upplagður og ekkert var sem kallaði á, en flesta vankanta sem við sáum á tilverunni þóttumst við þó geta sniðið burt og leyst flesta hnúta þegar orðræðan hófst að nýju. Oftast vorum við hjartanlega sammála, en værum við það ekki fékkst niðurstaða sem báðir féllust á. En hvort sem við þögðum saman eða spjölluðum saman um það sem efst var á baugi hverju sinni voru heimsóknir til Þor- steins góðar og gefandi fyrir mig og ég trúi og vona fyrir hann líka. Þorstein sé ég nú fyrir mér glaðan og hressan í gönguferð með hundana sína skoppandi í kringum sig leitandi að notalegu stroki, klappi eða hlýlegu orði og snuðrandi eftir góðgæti sem leynast mundi í vösum eigand- ans. Góða ferð vinur, og kærar þakkir fyrir ótal ánægjustundir og marga-marga kaffibolla. Að- standendum sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Björn. Þorsteinn Páll Björnsson Það er með hryggum hug að ég kveð þann sóma- dreng sem nú hefur kvatt þennan heim eftir langvarandi erfiðan sjúk- dóm. Það var í september 1979 að leiðir okkar Jóns Þórs lágu saman, er ég hóf störf hjá Verk- fræðistofunni Hnit hf. Verksvið mitt voru landmælingar og urð- um við því fljótt samstarfsfélagar þar sem Jón Þór var sérfræð- ingur á því sviði. Mér líkaði strax vel að starfa með Jóni Þór, hans létta skap og meðfædda kímni var hvetjandi og efldi starfsand- ann. Á þeim hálfa fjórða áratug sem við höfum unnið saman hafa Jón Þór Björnsson ✝ Jón Þór Björnsson fæddist 17. febrúar 1945. Hann lést 5. júlí 2022. Útförin fór fram 13. júlí 2022. verkefnin verið mis- krefjandi og breyti- leg að umfangi. Þegar ég hóf störf hjá Hnit hf. voru nýlega komnir í al- menna notkun lengdamælar sem unnu á innrauðu ljósi. Þessir mælar ollu straumhvörfum hvort heldur var í margs konar uppmælingum og jafnframt staðsetningu ýmissa mannvirkja. Við Jón áttum margar stundirnar saman þar sem ég stóð við tækið og elti hann með kíkinum hvort sem um var að ræða uppmælingu lands og/eða mannvirkja eða verið var að staðsetja ný mannvirki. Í þessum ferðum sýndi sig oft þrautseigja og úthald hjá Jóni Þór því oft urðu dagarnir langir og veður misjöfn. Að loknu verki gat andinn verið orðinn nokkuð lágstemmdur, en þá gat Jón Þór, með sinni eðlislægu hnyttni, hresst andann með nokkrum vel völdum orðum og það birti aftur til. Árið 1996 keypti Hnit hf. GPS-búnað sem samanstóð af tveimur sjálfstæðum einingum þar sem annarri var stillt upp á þekktu merki sem grunnstöð en hin var borin á bakinu sem flakk- ari en með honum var gerð sú mælingavinna sem fyrir lá. Þetta var alveg ný tækni og gátu úr- lausnirnar verið snúnar þegar tækin voru notuð við netmæling- ar. Með sinni eljusemi og þraut- seigju tókst Jóni Þór að leysa flókin og erfið úrlausnarefni. Einhverju sinni var Jón Þór að fást við úrvinnslu netmælinga sem hann gerði við annan mann á Vestfjörðum. Hann var orðinn vondaufur um að mælingarnar svöruðu þeirri nákvæmni sem krafist var. Hann var þá á leið til útlanda í frí, en tók með sér gögnin til að fara á vit manna sem hann taldi að gætu hjálpað sér. Enga fékk hann úrlausnina, en þeir ráðlögðu honum að end- urtaka mælingarnar. En það fór þannig að hann kláraði verkefnið og allt gekk upp að lokum. Þetta sýnir það mikla baráttuþrek og fagmennsku sem hann var gædd- ur. Jón Þór var bóngóður og vin- sæll jafnt utan sem innan Hnits. Til hans leituðu margir eftir fag- legum ráðleggingum því hann var virtur sem mælingaverk- fræðingur. Hann lagði sig allan fram við að skila sem bestu verki og dagarnir urðu oft langir við hvort heldur mælingar eða úr- vinnslu þeirra. Ég tel það til mikils happs að hafa fengið Jón Þór sem vinnu- félaga við störf mín hjá Hnit hf. Við áttum ágætlega skap sam- an og reyndist hann mér ætíð vel er ég leitað til hans eftir fagleg- um stuðningi. Kæru, Hanna Brynja, Júlíana, Jón Axel, Engilbert og afabörn. Við Lára vottum ykkur okkar einlægan samhug og hluttekn- ingu við fráfall Jóns Þórs. Minningin um góðan dreng lif- ir í hjörtum okkar og vekur ljúf- ar minningar. Jón Gunnar Guðlaugsson. Faðir okkar, RÚDÓLF JENS ÓLAFSSON, lést miðvikudaginn 13. júlí. Útförin fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 22. júlí klukkan 12:30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Öllu því fólki sem annaðist hann síðustu vikurnar á Akureyri sem og á Selfossi eru færðar hjartans þakkir. Fyrir hönd aðstandenda, Ólafur Þór Rúdólfsson Inga Rannveig Guðrúnardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.