Morgunblaðið - 18.07.2022, Side 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2022
ánægður með starfið og lít mjög
björtum augum á framtíð fiskeldis í
Önundarfirði.“
Gísli Jón er mjög áhugasamur
um handbolta. Hann spilaði sjálfur
með Ksf. Herði fyrir mörgum árum
og bíður spenntur eftir næstkom-
andi tímabili þegar Hörður, yngsti
sonur hans, mun í fyrsta sinn leika
í úrvalsdeild karla í handbolta. Gísli
Jón verður heima á afmælisdaginn
og ætlar sér að hafa heitt á könn-
unni.
Fjölskylda
Gísli er giftur Friðgerði Guðnýju
Ómarsdóttur, f. 1.2. 1967, fjármála-
stjóra og framhaldsskólakennara
við Menntaskólann á Ísafirði. Þau
hafa búið að Fagraholti á Ísafirði
undanfarin 25 ár og eiga þrjú börn:
1) Ásgeir Hinrik Gíslason, f. 7.4.
1994, vélstjóri á Steinunni SF 10.
Maki: Alexandra Ríkharðsdóttir, f.
7.5. 1996. Sonur þeirra er Arnar
Máni Ásgeirsson, f. 27.3. 2022. Þau
eru búsett í Kópavogi. 2) Gísli
Jörgen Gíslason, f. 6.1. 1998, húsa-
smiður og starfar hjá eigin fyrir-
tæki, AG hús ehf. Maki: Dagný
Björg Jónsdóttir, f. 12.4. 1997.
Dóttir þeirra er Aldís Björg Gísla-
dóttir, f. 7.12. 2021. 3) Jón Ómar
Gíslason, f. 10.5. 2000, vélstjóri á
Öldunni ÍS 47, starfsmaður í fisk-
eldi hjá ÍS 47 ehf. og hand-
boltamaður með Herði í úrvalsdeild
karla, búsettur á Ísafirði. Systkini
Gísla eru: Hannes Kristjánsson, f.
14.10. 1948, bílstjóri í Reykjavík,
Arnar Ármúla Kristjánsson, f. 1.3.
1950, útgerðarmaður á Ísafirði, og
Guðrún Oddný Kristjánsdóttir, f.
3.5. 1954, húsmóðir á Ísafirði.
Foreldrar Gísla voru hjónin Guð-
björg Guðlaug Jónsdóttir, f. 15.9.
1924, d. 14.3. 1989, og Kristján
Jörgen Hannesson, f. 21.1. 1916, d.
13.5. 1985. Guðbjörg ólst upp í Arn-
ardal en Kristján á Ármúla í Ísa-
fjarðardjúpi. Þau bjuggu á Ármúla
frá því þau hófu búskap í kringum
1947 og þar til þau hættu sökum
aldurs og fluttu á Ísafjörð 1978.
Þau voru bændur nær allan sinn
starfsaldur.
Gísli Jón
Kristjánsson
Gísli Sveinn Gíslason
bóndi í Ármúla, Nauteyrarhr., og í Reykjarfirði
Salóme Kristjánsdóttir
húsfreyja í Reykjarfirði
Gunnar Hannes Gíslason
bóndi í Ármúla, Nauteyrarsókn, N-Ís.
Guðrún Sigurðardóttir
húsfreyja í Ármúla, Nauteyrarsókn
Kristján Jörgen
Hannesson
bóndi í Ármúla í
Nauteyrarhreppi
Sigurður Jónsson
bóndi
Hólmfríður Guðmundsdóttir
húsfreyja
Katarínus Jónsson
bóndi í Fremrihúsum í Arnardal
Sólveig Hjaltlína Einarsdóttir
húsfreyja í Fremrihúsum í Arnardal
Jón Jóhann Katarínusson
útvegsbóndi á Garðshorni,
Ísafjarðarsókn, N-Ís.
Guðjóna Jóhannesdóttir
húsfreyja
Jóhannes Guðmundsson
bóndi í Skálmardal, Múlahr., A.-Barð.
Síðar sjómaður í Hnífsdal
Oddný Guðmundsdóttir
yfirsetukona, saumakona og húsmóðir
Ætt Gísla Jóns Kristjánssonar
Guðbjörg Guðlaug
Jónsdóttir
húsfreyja
„EF ÞETTA HJÓNABAND Á AÐ EIGA
EINHVERN SÉNS ÞARFTU AÐ LÆRA AÐ
HAFA HEMIL Á SKAPI ÞÍNU.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... það sem heldur þér
ungri.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
GRETTIR, FANNSTU
JÓLASKRAUTIÐ?
NEI ENODDI
FANN ÞAÐ
EKKI MIÐAÐ VIÐ
ORÐSPOR ÞITT!
HRÓLFUR HERJAR Á KASTALA
FÖÐUR MÍNS! SKYLDI HANN
KOMA HINGAÐ NÆST?
NEI! SEM ARFLAUS
SONUR FÖÐUR ÞÍNS!
MEINARÐU SEM HARÐSVÍRAÐUR
VERNDARI HEIMILISINS?
ATVINNU-
FÉHIRÐIR
GET TEKIÐ
AÐ MÉR
MEIRA
Gamall vinur minn og góður Páll
Lýðsson skrifaði Sandvíkur-
Skruddu, gamansögur úr Árnes-
þingi. Þar segir: Eitt sinn átti prest-
ur að jarðsyngja gamla konu. Ein-
hverjir töldu sig eiga ýmislegt
missagt við prestinn og tóku konu-
líkið úr kistunni og settu löngu í
staðinn fyrir konuna. Þegar komið
var með kistuna til kirkju kastaði
presturinn á hana augum og kvað:
Hér er komið kistuhró
klambrað saman af ergi.
Líkaminn er úr söltum sjó
en sálina finn ég hvergi.
Jóhann V. Daníelsson kaup-
maður á Eyrarbakka var umdeild-
ur og fyrirferðarmikill. Um útlit
hans var þetta ort:
Hausinn situr herðum á
hrekkja viti ropar:
Þrælnum smita utan á
annarra svitadropar.
Stella dóttir mín sendi mér gott
bréf, en Sigrún Aðalbjarnardóttir
leiðbeinandi hennar í doktorsverk-
efni hafði sent henni eftirfarandi
vísur eftir mig og föður hennar, en
við höfðum hist á Kjarvalsstöðum.
Svo skýrir Sigrún tilefnið:
„Ég mundi þó, en því miður ekki
fyrr en eftir á, að pabbi þinn sem
landbúnaðarráðherra kom í dalinn
okkar þegar laxastigi var vígður í
Austurá sem rennur í Miðfjarðará.
Þetta var mikill dagur fyrir pabba
sem hafði lengi barist fyrir laxa-
stiganum í Kambsfossi til að laxinn
færi lengra upp ána, fram hjá
þremur bæjum (þar á meðal Aðal-
bóli ættarjörðinni) upp að heið-
argirðingu. Á vígsluhátíðinni vildi
svo til að feður okkar höfðu báðir
vísur með í farteskinu og fóru með
við athöfnina.“
Kambsfoss – laxastiginn vígður.
Halldór Blöndal:
Megi áin mala gull,
margra bæta haginn,
ævinlega af fiski full
fyrir morgundaginn.
Aðalbjörn Benediktsson:
Stiginn er framtíð falinn,
fallega gerður talinn,
en Halldór er mættur,
sem hollur vættur
að leiða laxinn fram dalinn.
Þorgeir Magnússon yrkir og kall-
ar Síðsumar:
Hlíðarendabóndann ber
við bleikan akurteiginn,
sérhver flöt í Fljótshlíð er
fagurlega slegin.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Úr Sandvíkur-Skruddu og
laxastigi vígður E60
Íslensk hönnun og framleiðsla frá 1960
Mikið úrval lita bæði á
áklæði og grind.
Sérsmíðum allt eftir
pöntunum.
Stóll E60 orginal kr. 44.100
Retro borð 90 cm kr. 156.200
(eins og á mynd)
Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is