Morgunblaðið - 02.07.2022, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.07.2022, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2022 Helgi Bjarnason Helgi Snær Sigurðsson „Þetta er mjög mikilvægt, að úkra- ínskt tónlistarfólk leiki í Hörpu,“ segir Selvadore Rähni, skipuleggj- andi styrktartónleika úraínsku kammersveitarinnar Kyiv Soloists í Hörpu, og vísar með því til ástands- ins í Úkraínu. Hljómsveitin var á tónleikaferðalagi á Ítalíu þegar Rússar réðust inn í Úkraínu og hef- ur hún ekki snúið heima en haft nóg að gera við að leika á styrktartón- leikum í Evrópu. „Við spilum fyrir friði í Úkraníu,“ segir tónlistarfólkið í tilkynningu. Selvadore er klarinettuleikari, skólastjóri Tónlistarskóla Bolung- arvíkur og listrænn stjórnandi og framkvæmdastjóri tónlistarhátíð- arinnar Miðnætursól sem árlega er haldin í Bolungarvík. Selvadore bauð úkraínskri hljómsveit á hátíð- ina 2019 og var ánægja með framlag hennar, að sögn Tuuli Rähni, tón- listarkennara og organista við Ísa- fjarðarkirkju, eiginkonu Selvadore. Áformað var að bjóða Kyiv Soloists á tónlistarhátíðina 2020 en fella þurfti niður hátíðina í tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. Þegar svo kom að því að halda Miðnætursól í ár var stríð brostið á í Úkraínu. Fengur að hljómsveitinni Kyiv Soloists er ein fremsta kammersveit Úkraínu og hefur far- ið með sigur af hólmi í úkraínskum og alþjóðlegum tónlistarkeppnum. Segir Selvadore að fengur sé að því að fá hana til tónleikahalds hér á landi. Hljómsveitin fór í tónleika- ferðalag til Ítalíu 23. febrúar. Þegar tónlistarfólkið vaknaði á Ítalíu morguninn eftir höfðu Rússar ráðist inn í Úkraínu. Það hefur ekki snúið heim aftur enda boðist að koma víða fram í Evrópu til stuðnings Úkra- ínu. Kyiv Soloists halda tvenna tón- leika ásamt gestaleikurum frá Ís- landi í ferðinni hingað. Fyrri tón- leikarnir voru í íþróttahúsinu í Bolungarvík síðastliðið fimmtudags- kvöld. Tókust tónleikarnir vel og voru vel sóttir, að sögn gests. Síðari tónleikarnir verða í Eld- borgarsal Hörpu næstkomandi þriðjudag, klukkan 19.30. Tvískiptir tónleikar Tónleikarnir verða tvískiptir, að sögn Selvadore. Fyrir hlé verður dagskrá sem undirbúin hafði verið fyrir tveimur árum. Hljómsveitin flytur Klarinettukonsert nr. 1 eftir C. M. von Weber og er Selvadore Rähni einleikari. Þá verður fluttur Píanókonsert nr. 1 eftir Weber og er Oliver Rähni, efnilegur 18 ára pí- anóleikari, sonur Selovadore og Tuuli, einleikari í því verki. Eftir hlé leikur Kyiv Soloists útkraínska tónlist, með vísan til ástandsins í heimalandinu, undir stjórn Erki Pehk sem er frá Eist- landi eins og Rähni-fjölskyldan. Blásturshljóðfæraleikarar úr Sin- fóníuhljómsveit Íslands munu leika með sveitinni. Miðasala á tónleikana fer fram á harpa.is. Tónleikarnir eru styrkt- artónleikar fyrir Úkraínu, eins og fyrr segir, og má greiða frjáls fram- lög inn á reikning 0174-05-401129, kennitala 650269-2339. „Við spilum fyrir friði í Úkraínu“ - Úkraínsk kammerhljómsveit sem vaknaði upp við það á tónleikaferð á Ítalíu að Rússar höfðu ráðist inn í landið hefur ekki getað snúið heim - Heldur styrktartónleika í Hörpu nk. þriðjudag Kyiv Soloists Kammersveitin hefur leikið víða um Evrópu frá því Rússar réðust inn í Úkraínu, í þágu friðar. Skipuleggjandi tónleikanna, Selvadore Rähni, er fremsti klarínettuleikari Eistlands. Hann hefur leikið víða um heim og búið meðal annars í Þýska- landi og Japan þar sem hann lék sem fyrsti klarínettuleikari með sinfóníuhljómsveitinni í Kyoto. Hann og kona hans, Tuuli, hafa búið hér á landi frá árinu 2005 en þá réð hann sig sem skóla- stjóra tónlistarskólans á Laug- um í Reykjadal. Þau búa nú í Bolungarvík þar sem hann er skólastjóri tónlist- arskólans og stjórnandi tónlist- arhátíðarinnar Miðnætursólar og Tuuli er píanóleikar og söng- kennari og organisti við Ísa- fjarðarkirkju. Hefur búið hér í 17 ár TÓNLISTARKENNARAR Klarínettuleikari Selvadore Rähni. ELDRI BORGARAR: Aðventurferðir til Kaupmannahafnar 2022 1. ferð: 20.-23. nóvember 2. ferð: 27.-30. nóvember 3. ferð: 4.-7. desember Verð: 179.000 kr. á mann í tvíbýli. Aukagjald v/gistingar í einbýli er 34.900 kr. Innifalið eru flug með Icelandair, skattar, gisting, m/morgunverði á Hotel Skt. Petri 5*, rútuferðir, kvöldverðir og annað samkvæmt dagskrá. Fagþegar fá vildarpunkta fyrir ferðina, einnig er hægt að greiða hluta ferðar með punktum ! ! ! ! ! Niko ehf | Austurvegi 6 | 800 Selfoss | kt. 590110-1750 Nánari upplýsingar eru veittar hjá Ferðaskrifstofu eldri borgara í símum 783-9300 og 783-9301, einnig með tölvupósti í gegnum netfangið hotel@hotelbokanir.is og á www.ferdaskrifstofaeldriborgara.is Gist er á hinu glæsilega Hotel Skt. Petri 5* sem er staðsett í miðborg Kaupmannahafnar. Skemmtileg og fjölbreytt dagskrá Sunnudagur: Flogið með Icelandair snemma morguns og lent í Kaupmannahöfn á hádegi. Gisting á hinu glæsilega Hotel Skt. Petri í miðborg Kaupmannahafnar. Um kvöldið er snæddur ekta danskur matur á veitingastaðnum Karla sem er í göngufæri frá hótelinu. Mánudagur: Skoðunarferð um gamla bæinn með Ástu Stefánsdóttur leiðsögumanni sem gengur um slóðir Fjölnismanna og fræðir farþega um sögu Kaupmannahafnar. Þriðjudagur: Heimsókn í Jónshús, þar sem staðarhaldarinn Halla Benediktsdóttir tekur á móti hópnum og fræðir um sögu hússins. Um kvöldið er snæddur „Julefrokost“ í Tivoli á veitingastaðnum Grøften. Eftir kvöldverðinn er hægt að skoða sig um í Tivoli sem hefur verið breytt í „Juleland“ á Aðventunni. Miðvikudagur: Sigling um síkin og Christianshavn meðan hljóm sveit Michael Bøving og félaga leikur jazztónlist og vanalega ríkir mikil stemning í þessum ferðum. Brottför frá hóteli á Kastrup flugvöll síðdegis og flug til Íslands um kvöldið. Fararstjóri: Sigurður K. Kolbeinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.