Morgunblaðið - 02.07.2022, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2022
B E R N H A R Ð
L A X D A L
Skipholti 29b • S: 551 4422
LAXDAL er í leiðinni
Skoðið
netverslun
laxdal.is
STÓR
ÚTSALA
30-60%
AFSLÁTTUR
Óskar Þór
Hilmarsson
Framkvæmdastjóri/
Löggiltur fasteignasali
Sími 822 8750
oskar@fjarfesting.is
Nánari upplýsingar hjá Óskari í síma
822-8750 eða oskar@fjarfesting.is
• Einbýlishús.
• 200 Kópavogur.
• Mikið endurnýjað á
glæsilegan hátt.
HULDUBRAUT 46
- Sjávarlóð
• Stærð 330,4 fm.
• Aukaíbúð.
• Sannkölluð
útsýnisperla.
• Stórglæsilegt.
Gunnhildur Sif Oddsdóttir
gunnhildursif@mbl.is
Fjársýsla ríkisins mun leiðrétta of-
greidd laun 260 opinberra starfs-
manna eftir að í ljós kom að laun
þeirra voru miðuð við launavísitölu
ríkisstarfsmanna en ekki viðmið
samkvæmt lögum. Laun hafi því
hækkað meira en þau áttu að gera.
Nemur heildarupphæðin um 105
milljónum króna.
Fram kemur á vef fjársýslunnar
að algengt sé að endurgreiðslu-
fjárhæðin svari til um þriðjungs
einna mánaðarlauna hjá þeim sem
þáðu laun yfir allt tímabilið en end-
urgreiðslan mun fara fram í áföng-
um á tólf mánaða tímabili eða þá að
hún verður dregin af launum.
Einstaklingarnir 260 hafa fengið
bréf um bæði hvaða upphæðir um
er að ræða í hverju tilviki og út-
færslu á innheimtu.
Notuðust við rangt viðmið
Þá segir að í lögum nr. 79/2019 sé
kveðið á um að laun þjóðkjörinna
manna, ráðherra og tiltekinna emb-
ættismanna ríkisins, skuli taka
breytingum 1. júlí ár hvert sam-
kvæmt hlutfallslegri breytingu á
meðaltali reglulegra launa starfs-
manna ríkisins fyrir næstliðið
almanaksár sem Hagstofa Íslands
reiknar og birtir fyrir 1. júlí ár
hvert.
„Í ljós hefur komið að allt frá
gildistöku laganna hefur viðmið við
framkvæmdina verið launavísitala
ríkisstarfsmanna, en ekki það við-
mið sem tilgreint er í lögunum, þ.e.
meðaltalsbreyting reglulegra launa
ríkisstarfsmanna milli ára.“
Brugðist við um leið
Þetta mun hafa komið í ljós við
undirbúning launabreytinga fyrir
árið 2022. Um leið og þetta varð
ljóst mun hafa verið brugðist við
með nýjum verkferlum og greiningu
á leiðréttingu ofgreiddra launa.
Hópurinn sem fellur undir áður-
nefnd lög nr. 79/2019 eru þjóð-
kjörnir fulltrúar, forseti og alþing-
ismenn, hæstaréttar-, landsréttar-,
og héraðsdómarar, saksóknarar,
lögreglustjórar; ráðuneytisstjórar,
seðlabankastjóri og aðstoðarseðla-
bankastjóri og ríkissáttasemjari.
Óþolandi en bregðast þurfi við
Kjartan Björgvinsson, formaður
Dómarafélags Íslands, sagði í
færslu á Facebook í gær að laun
dómara hefðu verið „lækkuð fyr-
irvaralaust“.
Bjarni Benediktsson fjármála-
ráðherra svaraði í annarri færslu og
sagði það ekki rétt að laun dómara
og annarra æðstu embættismanna
myndu lækka, þau yrðu leiðrétt
núna um mánaðamótin og hækkuðu
svo frá 1. júlí um 6,9% frá þeirri
leiðréttingu.
„Frá þeim tíma verða launin ná-
kvæmlega þau sem þau eiga að vera
lögum samkvæmt,“ skrifar hann.
Þá segir Bjarni málið ósköp ein-
falt. „Það snýst um að útgreidd laun
voru hærri en þau laun sem greiða
átti lögum samkvæmt. Það er óþol-
andi að þetta hafi gerst en við því
verður að bregðast.“
Þá bætir hann við að fráleitt sé að
ræða um geðþóttaákvörðun fjár-
málaráðherra í þessu samhengi
enda sé fjárhæðin lögákveðin.
„Málstaður þeirra sem mótmæla
því að nú eigi að leiðrétta ofgreidd
laun er býsna aumur. Ég vænti þess
að þeir vilji bera fyrir sig að hafa
tekið við of háum launum undan-
farin ár í góðri trú. Fyrir mér eru
önnur rök yfirsterkari. Og munar
miklu.“
Laun opinberra starfs-
manna hækkuðu of mikið
- Þurfa að endurgreiða um þriðjung einna mánaðarlauna
Morgunblaðið/Ófeigur
Endurgreiðsla Þingmenn eru með-
al þeirra sem fengu of há laun.