Morgunblaðið - 02.07.2022, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.07.2022, Blaðsíða 41
ÍÞRÓTTIR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2022 Góður heimavöllur er gulls ígildi í íþróttum og á meðan beð- ið hefur verið eftir alvöru þjóð- arhöll hér á landi, og Laugardals- höllin er enn í lamasessi, hefur körfuboltalandslið karla eignast sína „gryfju“ til bráðabirgða fyrir sína heimaleiki. Íslenska liðið lék í gærkvöld í annað sinn í Ólafssal á Ásvöll- um í Hafnarfirði en þar vann liðið ævintýralegan sigur á sterku liði Ítala í febrúar. Sú gryfja er þó að- eins bráðabirgðaredding fyrir Laugardalshöllina, sem er á und- anþágu fyrir svona leiki eins og alþjóð veit. Stemningin sem myndast í þessum litla sal þar sem hægt er að koma fyrir um 800 áhorf- endum er mjög flott. Áhorfendur eru nálægt vellinum á báðar hlið- ar og þeir geta svo sannarlega hjálpað til. Það gerðu þeir aftur í gærkvöld í mögnuðum sigri. En þeir eru hinsvegar bara 800. Þar með verður körfubolta- sambandið af umtalsverðum tekjum því ætla má að í það minnsta helmingi, ef ekki þrefalt fleiri hefðu mætt á þennan leik ef það hefði verið í boði. Eins og fram kom á mbl.is í gær tapar sambandið hátt í tíu milljónum á hverjum heimaleik á meðan ástandið er svona. Eins langt og Ólafssalur nær þá er hann fyrst og fremst flott- ur heimavöllur fyrir sitt félag, Haukana. Bara það að komast aftur í Laugardalshöllina myndi þýða umtalsvert skárri afkomu fyrir sambandið. Ísland á eftir að spila þrjá heimaleiki í þessari undan- keppni, gegn Spáni, Úkraínu og Georgíu, og vonir standa til að sá fyrsti, í ágúst, fari fram í Höllinni. Það væri allavega framför. Þótt Ólafssalur sé frábær gryfja. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Serbneski körfuknattleiksmað- urinn Nikola Jokic mun skrifa und- ir stærsta samning í sögu NBA- deildarinnar hjá félagi sínu Denver Nuggets. Samningurinn, sem er til fimm ára, er að andvirði 264 millj- ónum dollara og verður í gildi frá 2023 til 2028. Að lokinni deildakeppni NBA í ár var Jokic, gjarnan kallaður Jóker- inn, valinn leikmaður ársins, annað árið í röð. Á nýafstöðnu tímabili skoraði hann 27,1 stig, tók 13,8 frá- köst og var með 7.9 stoðsendingar að meðaltali í leik. Jokic verður launað ríkulega AFP/Ezra Shaw Jókerinn Nikola Jokic hefur leikið stórkostlega með Denver Nuggets. Enska knattspyrnufélagið Totten- ham Hotspur staðfesti í gær að liðið væri búið að festa kaup á brasilíska landsliðsmanninum Richarlison. Kemur hann frá Everton og greiðir Tottenham 60 milljónir punda fyrir sóknarmanninn, sem skrifaði undir fimm ára samning. Richarlison hefur skorað 48 mörk í 173 leikjum í ensku úrvals- deildinni fyrir Everton og Watford. Hann er fjórði leikmaðurinn sem Tottenham fær til sín í sumar. Ivan Perisic, Fraser Forster og Yves Bis- souma voru áður komnir til liðsins. Tottenham keypti Brassann AFP/Anthony Wallace Tottenham Richarlison (t.v.) í leik með brasilíska landsliðinu. Á ÁSVÖLLUM Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þeir eru ótrúlegir, íslensku lands- liðsmennirnir í körfubolta. Hvernig þeim tókst að herja út sigur á Hol- lendingum á Ásvöllum í gærkvöld, 67:66, eftir að hafa verið undir meirihluta leiksins er nánast óskilj- anlegt. Eiginlega ólýsanlegt. Sigur sem er svo gríðarlega dýr- mætur fyrir framhaldið. Sigur sem getur fleytt liðinu svo langt. Sigur sem kemur liðinu í kjörstöðu og það verður tilhlökkunarefni að sjá það glíma við Spán, Úkraínu og Georgíu í hörðum slag um sæti í lokakeppni HM. Sem eftir þennan magnaða sig- ur er orðið meira en bara langsóttur draumur. Strákarnir eru komnir í frábæra stöðu og fram undan eru spennandi mánuðir fyrir íslenskan körfubolta. HM 2023 í austurhluta Asíu, þangað gæti Ísland komist. Þrátt fyrir að þurfa að hefja leik á fyrsta stigi forkeppninnar. Og án annars af tveimur fremstu körfu- boltamönnum landsins, Martins Hermannssonar. Fimm stig í öðrum leikhluta Annar leikhlutinn virtist ætla að verða banabiti íslenska liðsins. Leik- mönnum var gjörsamlega fyrir- munað að hitta í körfuna og Ísland skoraði fimm, segi og skrifa fimm stig í leikhlutanum. Eftir fyrri hálf- leikinn var þriggja stiga nýting ís- lenska liðsins 6,3 prósent, eitt skot af sextán rataði rétta leið! En liðið lék góðan varnarleik, Hollendingar skoruðu þó ekki nema fimmtán stig og alls 35 í hálfleiknum. Það dugði þeim samt til að vera með afgerandi forystu í hálfleik, 35:21. En körfuboltinn getur verið ótrú- leg íþrótt. Það tók íslenska liðið 90 sekúndur að skora fyrstu níu stig síðari hálfleiks og komast aftur inn í leikinn. Í tvígang munaði aðeins tveimur stigum og eftir þriðja hlut- ann stóð 51:47, Hollendingum í hag. Allt galopið fyrir lokasprettinn. Fimm mínútum fyrir leikslok komst Ísland yfir í fyrsta sinn frá því í fyrsta leikhluta, 55:54. Og þá upp- hófst darraðardansinn sem lauk með mögnuðum sigri. Tryggvi þurfti hjálp Tryggvi Snær Hlinason bar ís- lenska liðið á herðum sér rétt eina ferðina, í sókn og vörn. Það sést best á þeim örfáu mínútum sem hann er hvíldur í hverjum leik hversu erfitt liðið á uppdráttar án hans inni á vellinum. En Tryggvi þarf hjálp. Hann vinnur ekki landsleiki einn og sér. Fleiri þurfa að stíga fram og þegar mest á reyndi kom hver á fætur öðr- um. Elvar Már Friðriksson hrökk í gang í fjórða leikhluta og sýndi stór- kostlega takta. Ægir Þór Stein- arsson náði ótrúlegustu boltum þeg- ar mest á reið, Jón Axel Guðmundsson átti lykilatriði loka- mínútunnar þegar hann krækti í ruðning á Hollending í dauðafæri og kom í veg fyrir að þeir kæmust yfir og svo hirti Haukur Helgi Pálsson lokafrákastið á lokasekúndunni og innsiglaði sigurinn. Tilfinningin var sú að ef íslenska liðið kæmist yfir á annað borð myndi það einhvern veg- inn herja út sigur. Það gekk eftir! Ísland komið í efsta sæti Eftir leiki gærdagsins liggur síð- asti undanriðill Íslands endanlega fyrir en Úkraína tryggði sér þá þriðja sætið í G-riðli og fer áfram ásamt Spáni og Georgíu. Ísland mætir því þessum þremur þjóðum heima og að heiman í ágúst, nóv- ember og febrúar og þar ræðst hvaða þrjár þjóðir af þessum sex komast á heimsmeistaramótið á næsta ári. Staðan er núna þannig að Ísland er komið með sex stig í seinni und- ankeppninni og er með forystuna þar sem stendur. Spánn og Ítalía eru með fjögur stig, Georgía og Úkraína tvö stig og Hollendingar sitja eftir án stiga. Þeirra möguleiki fólst í því að vinna þennan leik á Ás- völlum. Í næstu viku eru svo þrír síðustu leikirnir í fyrri riðlunum þar sem Holland tekur á móti Ítalíu og Spán- verjar leika útileiki sína við Georgíu og Úkraínu. Stigin úr öllum þessum leikjum fara með yfir í seinni undan- keppnina þannig að óhætt er að segja að hún sé þegar hafin. HM er ekki lengur bara fjarlægur draumur - Ísland er í efsta sæti í undankeppni tvö eftir ótrúlegan sigur á Hollendingum Morgunblaðið/Óttar Geirsson Taktar Elvar Már Friðriksson brýst í átt að körfu Hollendinga en hann átti frábæran fjórða leikhluta þar sem hann skoraði m.a. tvær síðustu körfur Íslands sem komu liðinu í 65:62 og aftur í 67:64. Undankeppni HM karla, Ásvöllum, 1. júlí 2022. Gangur leiksins: 5:2, 10:8, 14.13, 16:20, 16:29, 19:31, 21:35, 30:35, 38:40, 38:46, 47:51, 47:54, 55:54, 57:59, 63:59, 65:62, 65:64, 67:64, 67:66. Ísland: Tryggvi Snær Hlinason 20/11 fráköst, Elvar Már Friðriksson 20/4 fráköst, Haukur Helgi Pálsson 9/4 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 7/4 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 5/6 fráköst/5 stoðsendingar, Hörður Ax- el Vilhjálmsson 3, Kári Jónsson 2, Sigtryggur Arnar Björnsson 1, ÍSLAND – HOLLAND 67:66 Styrmir Snær Þrastarson, Ólafur Ólafsson, Þórir Þorbjarnarson, Ragn- ar Nathanaelsson. Holland: Worthy De Jong 15, Yannick Franke 14, Keye van der Vuurst de Vries 6, Jesse Edwards 6, Jito Kok 6, Leon Williams 5, Roeland Schaftena- ar 5, Olaf Schaftenaar 3, Marijn Ver- vers 2, Mohamed Kherrazi 2, Thom- as van der Mars 2. Dómarar: Yener Yilmaz, Tyrklandi, Geert Jacobs, Belgíu, Goran Sljivic, Austurríki. Áhorfendur: 800, uppselt. KNATTSPYRNA Besta deild karla: Hásteinsvöllur: ÍBV – Breiðablik ......... L16 Keflavík: Keflavík – Fram................. S19.15 2. deild karla: Ólafsvík: Víkingur Ó. – KFA ................. L13 Egilsstaðir: Höttur/Hug. – Njarðvík.... L14 Grenivík: Magni – Haukar..................... L16 Sandgerði: Reynir S. – KF .................... L16 Þróttarvöllur: Þróttur R. – Völsungur.. S16 3. deild karla: Miðgarður: KFG – Kormákur/Hvöt ..... L14 Hliðarendi: KH – Sindri......................... L14 Árbær: Elliði – Dalvík/Reynir............... L16 1.deild kvenna, Lengjudeildin: Reyðarfjörður: FHL – HK.................... L14 2. deild kvenna. Akranes: ÍA – Sindri .............................. L13 Húsavík: Völsungur – Álftanes ............. L14 Úlfarsárdalur: Fram – Einherji............ L14 FIMLEIKAR Norðurlandamótið í áhaldafimleikum fer fram í Versölum í Kópavogi í dag og á morgun. Keppt er í flokkum karla, kvenna, drengja og stúlkna. Fjölþraut ungmenna hefst kl. 9.30 í dag en fjölþraut fullorðinna klukkan 15. Úrslit á einstökum áhöldum eru á morgun og hefjast kl. 11 en lýkur kl. 16. UM HELGINA! Undankeppni HM karla Norður- og Mið-Ameríka, úrslit: Bandaríkin – Grænland ....................... 33:26 _ Bandaríkin leika á HM 2023. HM U20 kvenna Undanúrslit: Holland – Noregur ............................... 23:32 Svíþjóð – Ungverjaland ....................... 25:33 Nations Cup U18 karla Leikið í Þýskalandi: Holland – Ísland ................................... 28:39 E(;R&:=/D

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.