Morgunblaðið - 02.07.2022, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2022
✝
Vagna Sólveig
Vagnsdóttir
fæddist á Ósi í Arn-
arfirði 22. sept-
ember 1935. Hún
lést á Heilbrigð-
isstofnun Vest-
fjarða Ísafirði 20.
júní 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Vagn Þor-
leifsson, f. 23.
ágúst 1898, d. 21.
september 1979, og Bjarney
Sólveig Guðbjartsdóttir, f. 22.
september 1904, d. 27 janúar
1969.
1968, maður hennar er Jónas B.
Magnússon, börn þeirra Ólöf
Guðbjörg, Jónas Kristinn og
Magnús Freyr. 2) Bjarney Sól-
veig, f. 4. apríl 1971, maður
hennar er Birgir Th. Karlsson,
börn þeirra Snorri Karl, Klara
Alexandra, Birgir Knútur og
Bríet Vagna. 3) Snorri Guð-
bergur, f. 20. nóvember 1972,
kona hans er Marta Ewa Glowc-
zynska, börn þeirra þeirra Nat-
alía Bronislawa, Alexander
Erik og Aníta Teresa. 4) Knútur
Kristinn, f. 7. mars 1975, d. 24.
júní 1976. Fyrir átti Vagna Jó-
hannes Frank Jóhannesson, f.
12.nóvember 1963, kona hans
er Mayya Pigida, börn Jóhann-
esar eru Eva Dögg og Þorleif-
ur.
Útför Vögnu fer fram frá
Þingeyrarkirkju í dag, 2. júlí
2022, kl. 13.
Systkini Vögnu:
Gunnar látinn, Val-
gerður látin, Þor-
leifur látinn, Hall-
dóra látin, Margeir
látinn, Kristjana,
Guðlaug látin, El-
ínborg látin, Að-
alheiður, Snævar,
Ómar, drengur lát-
inn og Málfríður.
Vagna giftist 26.
desember 1975
Snorra Guðbergi Bergssyni, f.
21. febrúar 1925, d. 11. febrúar
1988. Börn þeirra eru: 1) Guð-
björg Þóra, f. 1. september
Elsku mamma, ósköp er nú
sárt að sitja hér og skrifa þessi
orð, sá dagur er kominn sem ég
hef kviðið hvað mest fyrir en
eins og þú myndir segja þá er
þetta gangur lífsins, þú sért
ekkert farin, bara flutt. Ég
gæti skrifað endalaust falleg
orð um þig, þú varst einfald-
lega best og heppin var ég í
mömmulottóinu að fá þig sem
mína mömmu. Þú varst svo
stolt af öllum börnunum,
barnabörnunum og barna-
barnabörnunum þínum og við
öll heppin að eiga allar þessar
góðu og frábæru minningar um
þig.
Ástríki
Svo ástrík var hún mamma mín
og merk er hennar saga
því yndi kærleiks ennþá skín
á alla mína daga.
Hlý og blíð hún hjá mér stóð,
minn helsti leiðarvísir
af mildi sinni gaf hún glóð
sem gæfuspor mín lýsir.
Er æskuslóð um gróna grund
gekk ég fyrir skömmu
þá sá ég loga ljúfa stund
ljósið hennar mömmu.
(Kristján Hreinsson)
Elsku mamma, takk fyrir
allt, ég á eftir að sakna þín.
Guð geymi þig, góða nótt.
Þín dóttir,
Sólveig.
Elsku fallega amma mín. Við
gengum í gegnum margt saman
og við höfum alltaf verið svo
nánar vinkonur. Það eru ekki
allir eins heppnir og ég að hafa
átt svona fallegt og náið sam-
band við ömmu sína. Þú varst
alveg einstök, svo frábær,
hjartahlý og góð. Þú varst svo
sterk, ákveðin, dugleg og fynd-
in. Þú gast gert allt og þú varst
mér mikil fyrirmynd. Þú
kenndir mér að standa með
sjálfri mér og láta engan draga
mig niður. Þú kenndir mér líka
að það er allt í lagi að vera ekki
sammála skoðunum annarra og
að vera samkvæm sjálfri sér.
Þú vildir allt fyrir mann gera
og þá meina ég allt. Það var
fátt betra en að koma í kaffi til
þín og spjalla klukkustundun-
um saman um allt og ekkert,
hlusta á tónlist og stússa í tölv-
unni. Ég mun aldrei gleyma því
þegar ég kom alltaf til þín í há-
degismat þegar ég var í grunn-
skóla og fékk hjá þér bestu
samlokur í heiminum sem gerð-
ar voru í vöfflujárninu þínu og
fékk að sjálfsögðu Mix til þess
að drekka með. Þau voru ófá
hlátursköstin okkar og mikið
gátum við fíflast og skemmt
okkur saman.
Ég er svo þakklát fyrir að
hafa náð til þín í tæka tíð og
fyrir að hafa náð að segja þér
allt sem ég vildi segja við þig
áður en þú fórst. Ég er svo
þakklát fyrir að hafa verið með
þér og haldið í höndina þína
fram til síðasta andardráttar.
Eftir sit ég tóm, dofin og sorg-
mædd en á sama tíma svo
þakklát fyrir allar okkar stund-
ir og þann tíma sem ég fékk
með þér. Ég er svo þakklát fyr-
ir að Elmar hafi náð að kynnast
þér og ég kem til með að segja
honum og mínum börnum allar
sögurnar af þér.
Það sem ég gæfi fyrir að fá
eitt knús í viðbót frá þér þar
sem þú myndir leggja kinnina
þína þétt upp við mína. Þessi
knús voru alltaf best en það var
alltaf jafn erfitt þegar þú leist
svo á mig og sagðir mér hversu
leiðinlegt það væri þegar við
þyrftum að kveðjast.
Elsku amma mín, ég mun
klára verkefnið sem við byrj-
uðum saman á og þú munt
verða svo stolt þegar ég klára
það. Hvíl í friði elsku amma
mín, ég elska þig endalaust og
guð geymi þig.
Klara Alexandra
Birgisdóttir.
Um miðja 18. öld bjuggu
hjónin Sigurður Ásmundsson
og Guðrún Ívarsdóttir í Ás-
garði í Grímsnesi. Við þau er
kennd Ásgarðsætt. Sonur
þeirra var síra Jón Sigurðsson
prestur á Stað á Snæfjalla-
strönd og síðar á Hrafnseyri
við Arnarfjörð. Eiginkona hans
var Ingibjörg Ólafsdóttir lög-
sagnara á Eyri í Seyðisfirði
Jónssonar og Guðrúnar Árna-
dóttur prests í Hvítadal í
Saurbæ. Börn þeirra voru Ein-
ar borgari, stúdent og versl-
unarstjóri í Reykjavík, síra Sig-
urður Jónsson á Hrafnseyri og
Helga, giftist Benedikt Gabríel
Jónssyni, síðast á Kirkjubóli í
Skutulsfirði. Einar borgari átti
Ingveldi Jafetsdóttur, gull-
smiðs í Reykjavík, Illugasonar.
Síra Sigurður kvæntist Þór-
dísi, dóttur Jóns prests Ás-
geirssonar á Mýrum í Dýra-
fjarðarþingum, Söndum í
Dýrafirði og í Holti í Önund-
arfirði. Eiginkona síra Jóns og
móðir Þórdísar var Þorkatla
Magnúsdóttir prests á Söndum,
Mála-Snæbjarnarsonar á Sæ-
bóli á Ingjaldssandi Pálssonar.
Móðir síra Magnúsar var fyrri
kona Snæbjarnar, Kristín
Magnúsdóttir digra í Vigur
Jónssonar. Þá var og sonur
Mála-Snæbjarnar og frú Krist-
ínar síra Hákon á Álftamýri á
norðurströnd Arnarfjarðar.
Hann var móðurafi síra Egg-
erts á Ballará á Skarðsströnd,
föður síra Friðriks, höfundar
hins mikla ævisagnarits, er út
kom undir heitinu „Úr fylgsn-
um fyrri aldar“ árið 1950. Við
seinni konu sinni, Ástríði Sig-
urðardóttur frá Ingjaldssandi,
eignaðist Snæbjörn soninn
Torfa, bónda á Brekku og
Kirkjubóli í Dýrafirði.
Þeim síra Sigurði á Hrafns-
eyri og frú Þórdísi varð þriggja
barna auðið. Voru þau Jón
skjalavörður í Kaupmannahöfn
og alþingismaður, átti Ingi-
björgu Einarsdóttur borgara
Jónssonar og voru þau hjón
bræðrabörn; Jens rektor
Lærða skólans í Reykjavík, átti
Ólöfu Björnsdóttur yfirkennara
Gunnlaugssonar, en meðal
barna þeirra var síra Sigurður
prófastur í Flatey, átti Guð-
rúnu Sigurðardóttur kaup-
manns í Flatey Johnsen; og
Margrét í Steinanesi í Arnar-
firði síðar í Hokinsdal, átti Jón
skipherra Jónsson frá Suður-
eyri við Súgandafjörð. Einn
sonur Margrétar, Sigurður, fór
í fóstur til móðurbróður síns,
Jóns í Kaupmannahöfn, og varð
sýslumaður í Snæfellsness- og
Hnappadalssýslu. Annar sonur
Margrétar var Þorleifur bóndi í
Steinanesi og seinna í Hokins-
dal, átti Kristínu Egilsdóttur
frá Trostansfirði. Sonur þeirra
var Vagn Þorleifsson, átti
Bjarneyju Sólveigu Guðbjarts-
dóttur frá Bíldudal.
Hjónin Vagn og Sólveig voru
foreldrar Vögnu og systkina
hennar. Þau bjuggu fyrst á Ósi
í Arnarfirði, en seinna á Álfta-
mýri og síðast á Þingeyri. Öll
voru börn þeirra dugnaðarfólk
og vel af Guði gerð. Vagna
starfaði lengst af við fiskverk-
un, en í tómstundum skar hún
úr rekaviði listilegar stand-
myndir og hélt á þeim sýn-
ingar, auk þess sem hún mótaði
í leir og saumaði út. Hún var
prýðisvel greind eins og hún
átti kyn til, fylgdist til hinstu
stundar grannt með á vettvangi
dagsins og var alls óbangin að
láta í ljós skoðanir sínar;
löngum óblind á hið broslega í
hverjum hlut.
Það er mikill sjónarsviptir að
Vögnu Sólveigu og hennar
verður saknað. Guð blessi
minningu hennar og verndi og
huggi ástvini hennar alla.
Gunnar Björnsson,
pastor emeritus.
Vagna Sólveig
Vagnsdóttir
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna
Útfararþjónusta í yfir 70 ár
Við tökum vel á móti ástvinum
í hlýlegu og fallegu umhverfi
Sálm. 86.11
biblian.is
Vísa mér veg þinn,
Drottinn, að ég
gangi í sannleika
þínum, gef mér
heilt hjarta, að ég
tigni nafn þitt.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTÍN FRIÐBJARNARDÓTTIR,
Vestursíðu 9, Akureyri,
lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð
miðvikudaginn 29. júní.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn
8. júlí klukkan 13.
Ólafur Hermannsson Bjarnheiður Ragnarsdóttir
Elva Hermannsdóttir Einar Jóhannsson
Atli Hermannsson Ingibjörg Róbertsdóttir
ömmu- og langömmubörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN J. RAGNARSSON
skipstjóri,
Suðurhópi 1, Grindavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð
þriðjudaginn 28. júní. Útförin fer fram frá
Grindavíkurkirkju fimmtudaginn 7. júlí klukkan 14.
Kristín Thorstensen
Magnús Jónsson Laufey Einarsdóttir
Ólína Jónsdóttir Ásmundur Guðmundsson
Steinunn Jónsdóttir Anton Pétursson
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku sambýliskona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og systir,
KAREN GARÐARSDÓTTIR,
Svíþjóð,
lést 2. febrúar síðastliðinn í Svíþjóð.
Útförin fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn
6. júlí kl. 11.00.
Enar Johansson
Unnur Karen Guðmundsd. Elías Raben Gunnólfsson
Helga María Guðmundsd. Pontus Sundén
Andri Hrafn, Aron Freyr, Alexia Líf og Frosti Þór
Sigríður Garðarsdóttir Gerleman
Ingvar Garðarsson
Ingibjörg Elísabet Garðarsdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
HREFNA AXELSDÓTTIR,
Austurvegi 5,
Grindavík,
lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu
laugardaginn 25. júní. Útförin verður frá
Grindavíkurkirkju þriðjudaginn 19. júlí klukkan 13.
Sérstakar þakkir til starfsmanna í Víðihlíð.
Birgir Gunnarsson
Laufey S. Birgisdóttir Elías M. Rögnvaldsson
Guðrún D. Birgisdóttir Jón B. Reynisson
ömmubörn og langömmubörn
Okkar yndislega móðir, tengdamamma,
amma og langamma,
GUÐNÝ HULDA ÍSLEIFSDÓTTIR
WAAGE,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands,
Akranesi, 28. júní.
Að ósk hennar mun útförin fara fram í kyrrþey. Þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Lungnasamtökin – Lungu.is.
Sigurður Waage Ingibjörg Bergrós Jóhannesd.
Ísleifur Waage Jórunn Birgisdóttir
Guðrún Hulda Waage Haukur Þórðarson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir mín, systir, frænka
og vinkona,
HRAFNHILDUR STEFÁNSDÓTTIR,
Haddý,
lést á heimili sínu 25. júní.
Útför hennar fer fram í Bústaðakirkju
fimmtudaginn 7. júlí klukkan 15.
Fyrir hönd aðstandenda,
Karen Birta Kjartansdóttir
Bróðir minn,
BALDVIN LEIFSSON,
vélstjóri og rennismiður,
lést 20. maí. Jarðarförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
Ásmundur Leifsson
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÓSKAR VALDEMARSSON,
Boðaþingi 5,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 30. júní.
Útför verður auglýst síðar.
Anna McCall Steve McCall
Steinunn Helga Óskarsdóttir Arnfreyr Kristinsson
Kristmann Óskarsson Karitas Sæmundsdóttir
Matthías Óskarsson
barnabörn og barnabarnabörn