Morgunblaðið - 02.07.2022, Blaðsíða 38
38 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2022
Sölustaðir: Krónan, Fjarðarkaup, apótek og Heilsuhúsið.
Aloe Vera vörurnar
eru fullkomnar í sumar!
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Ekki afskrifa neina hugmynd nema
að vel athuguðu máli. Hugmyndir um
hvernig hægt sé að auka tekjur og hugs-
anlega skipta um starf koma fram á næstu
vikum.
20. apríl - 20. maí +
Naut Svo virðist sem þér hafi tekist að
finna það form, sem hentar þér best í leik
og starfi. Samræður þínar við yfirmenn
þína og aðra yfirboðara geta komið
skemmtilega á óvart.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þér finnst athygli annarra beinast
að þér í of ríkum mæli. Mundu að aðgát
skal höfð í nærveru sálar.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Reyndu að temja þér ráðkænsku
og háttvísi í samtölum við maka og nána
vini í dag. Sættu þig við ástand mála og
kannski að snilldarhugmynd fæðist.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Það léttir lífið að slá á létta strengi en
mundu að öllu gamni fylgir nokkur alvara.
Fiskar og sporðdrekar sýna þér virðingu.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þú finnur til andagiftar eða lætur
freistast af ósvífinni manneskju sem verður
á vegi þínum. Þú vilt hjálpa, eða í það
minnsta halda í höndina á einhverjum.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Allt sem þú sendir frá þér í dag mun
koma aftur til þín. Láttu því ekkert koma
þér á óvart og gefðu þér tækifæri á að
njóta því þú átt það svo skilið.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Ekki hrökkva frá þótt aðrir líti
til þín um hugmyndir og framkvæmd mála.
Stundum þarf að bretta upp ermarnar.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Í stað þess að einblína á trén
sérðu loks skóginn. Ef þér finnst aðstæður
erfiðar reyndu að þrauka þar til það versta
er gengið yfir.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Hversdagslegar samræður geta
haft mikil áhrif á þig í dag. Sjáðu til þess að
þú fáir útrás fyrir sköpunargleði þína.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Hingað til hefurðu verið fljótur
að treysta nýjum vinum fyrir nákvæmum
persónuupplýsingum. Vertu varkár.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Lífið hefur mikinn tilgang núna, þar
sem viss manneskja spilar stóra rullu. Hon-
um mun þykja mikið til athugasemda þinna
koma enda seturðu mál þitt fram á skýran
og hlutlausan hátt.
Kannski á ég eftir að klára kennslu-
réttindin og get þá hoppað inn í
kennarastarfið ef ég fæ ekki fleiri
störf í fjölmiðlum. Mamma var kenn-
ari og það er svolítið í blóðinu en ég
bauð upp á þá þjónustu að taka við-
töl við fólk til að eiga eða gefa. „Ég
komst seint að því hvað ég vildi
verða þegar ég yrði stór. Maður veit
ekki hvernig markaðurinn verður.
O
lga Björt Þórðardóttir
og tvíburabróðir henn-
ar fæddust á fæðing-
ardeild Landspítalans
þann 2. júlí 1972. Þau
bjuggu fyrst um sinn í Breiðholti og
stöldruðu við í Kópavogi áður en fjöl-
skyldan fluttist til Ytri-Njarðvíkur
árið 1975. „Foreldrar mínir voru
mjög iðnir við að ferðast innanlands
um allt land og ættrækin mjög. Við
fórum aðeins einu sinni í útlandaferð
öll saman, til Hollands árið 1987, og
er hún því afar eftirminnileg.“
Olga gekk í Grunnskóla Njarðvík-
ur og þaðan lá leiðin í Mennta-
skólann í Reykjavík, en hún pakkaði
saman föggum sínum og hætti þar
eftir tveggja ára nám. „Ég var kom-
inn með einhvern námsleiða og var
dálítið áttavillt manneskja. Ég vildi
afla mér reynslu á vinnumarkaðnum
og var ekki alveg viss um hvað ég
vildi verða þegar ég væri orðin stór.“
Störf Olgu voru margvísleg en hún
vann lengst af sem tollmiðlari og inn-
heimtustjóri hjá fyrirtækinu Jónum
Transport hf og þar áður í Spari-
sjóðnum í Njarðvík, hjá Gjaldheimtu
Suðurnesja og Gjaldheimtunni í
Reykjavík. Hún lauk svo stúdents-
prófi hátt í 34 ára gömul, þá frá Fjöl-
brautaskólanum í Breiðholti. Þar
fékk hún viðurkenningar fyrir góðan
námsárangur í fjölmiðlafræði. Olga
kláraði BA-gráðu í íslensku með fjöl-
miðlafræði sem aukagrein 2011 og
MA í blaða- og fréttamennsku árið
2013. Síðan þá hefur hún verið
fréttakona á RÚV, blaðamaður á
Víkurfréttum, ritstjóri og útgefandi
Fjarðarpóstsins í Hafnarfirði sem
síðar varð bæjarmiðillinn Hafnfirð-
ingur.
Olga er í dag ritstjóri vefsíðunnar
sumarhusid.is (fer í loftið í næstu
viku), stundakennari í Öldutúnsskóla
í Hafnarfirði og tekur að sér auka-
verkefni sem ritstjóri, blaðamaður
og áhugaljósmyndari. Þegar hún var
atvinnulaus í þrjá mánuði stofnaði
hún Minningasmiðjuna, þar sem hún
ætla að halda áfram sem ritstjóri
sumarhússins og sjá hvert það leiðir
mig.“ Olga hefur líka verið blaða-
maður á Læknablaðinu í hlutastarfi
og áhugaljósmyndari.
Olga er að eigin sögn stoltur fem-
ínisti og ljúfur aktívisi í baráttu gegn
ofbeldismenningu. „Ég var femínisti
áður en ég vissi að orðið væri til.
Þetta er svolítið í móðurættinni.
Mamma var mikill jafnréttissinni og
amma var í stjórn verkakvenna-
félagsins Framsóknar. Langamma
mín skrifaði grein undir nafni karl-
manns. Mamma hvatti mig alltaf
áfram og pabbi líka. Hann hefur
aldrei verið neitt annað en jafnrétt-
issinni. Ég varð þó í rauninni ekki
aktívisti fyrr en í metoo-bylgjunni.“
Olga er í hópnum aktívismi gegn
nauðgunarmenningu. „Ég er sjálf
þolandi og hef stigið út úr ýmiss
konar óheilbrigðum aðstæðum og
tengslum og byggt upp líf mitt á ný
með mikilli áfallavinnu og góðri
hjálp fagfólks. Ég hef gríðarlegan
áhuga á fólki, grunni þessi, velferð,
Olga Björt Þórðadóttir – 50 ára
Njarðvíkingar Foreldrar Olgu fluttu með fjölskylduna til Ytri-Njarðvíkur
þegar Olga og tvíburabróðir hennar, Kristján, voru þriggja ára gömul. Olga
settist að í Hafnarfirði og lítur á hann sem heimabæ sinn.
Femínisti áður en hún
vissi að orðið væri til
Ritstjóri Olga var í MR en hætti eftir tveggja ára nám.
Hún vann ýmis störf áður en hún hélt út í fjölmiðla-
mennsku og gerðist ritstjóri og útgefandi.
Dæturnar Olga er tveggja barna móðir. Jafnréttishug-
sjónin sver sig í móðurættina en mamma Olgu var mik-
ill jafnréttissinni og amma hennar einnig.
Ísabella Líf Baldvinsdóttir
og Kormákur Brímir Snæ-
björnsson héldu tombólu
við Nettó á Akureyri til
styrktar Úkraínu og af-
hentu Rauða krossinum
við Eyjafjörð afraksturinn,
7.762 krónur. Rauði kross-
inn þakkar þeim kærlega
fyrir framlag þeirra í þágu
mannúðar. Kormákur
komst ekki í myndatökuna.
Hlutavelta
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjumborgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is