Morgunblaðið - 02.07.2022, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.07.2022, Blaðsíða 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2022 Sýning á verkum Luciu Arbery Simek verður opnuð kl. 16 í dag, laugardag, í galleríinu Úthverfu á Ísafirði. Ber hún titilinn Ambergris Corral og á henni heldur Simek áfram vangaveltum sínum um leið- angursvinnu, þ.e. hvalaleiðangra, kúarekstur og könnunarleiðangra um norðurslóðir, í röð skúlptúra sem líkjast verkfærum og tólum sem tilheyra þessum ólíku greinum, eins og segir í tilkynningu. „Hlutirnir eru búnir til úr hinu og þessu sem finna má bæði á heim- ili og verkstæði. Ýmist tilviljunar- kendir og brothættir eða nostur- samlega unnir gefa þeir til kynna einhvers konar trúarlegan tilgang fyrir ónefndan ævintýramann,“ segir í henni. Simek stundar mynd- list og ritlist og hefur auk þess starfað sem sýningarstjóri. Hefur hún sýnt víða, m.a. í Dallas Museum of Art og Skaftfelli á Seyðisfirði. Sjálfa Lucia Arbery Simek tekur sjálfu. Vangaveltur um leiðangursvinnu Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sópr- an, Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleik- ari og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari munu kl. 16 á morgun, sunnudag, flytja íslensk sönglög og lög eftir Edvard Grieg og Franz Schubert í Hallgrímskirkju í Saurbæ í Hvalfirði. Þetta er fjórða tónleikaárið í Hallgrímskirkju í Saurbæ í Hvalfirði og er hug- myndin með tónleikahaldinu að við- halda staðnum sem menningarstað og eru tónleikarnir til styrktar kirkjunni. Er vonast til þess að með tímanum verði hann aðdráttarafl bæði fyrir landsmenn og erlenda ferðamenn. Hallgrímskirkja í Saurbæ er sögulega og menningarlega mik- ilvægur staður fyrir Íslendinga en þarna bjó Hallgrímur Pétursson og samdi Passíusálmana, segir í til- kynningu. Flytjendur Tónlistarkonurnar þrjár sem koma fram í kirkjunni á morgun. Grieg, Schubert og íslensk sönglög Söng- og leikkonan Katrín Hall- dóra Sigurðardóttir og píanóleik- arinn Hjörtur Ingvi Jóhannsson koma fram á stofutónleikum Gljúfrasteins á morgun, sunnudag, kl. 16 og munu koma víða við, flytja íslensk og erlend lög sem eru í sér- stöku uppáhaldi hjá báðum. Katrín Halldóra er hvað þekktust fyrir túlkun sína á söngkonunni Elly Vilhjálms í sýningu sem sýnd var í Borgarleikhúsinu og hlaut mikið lof. Katrín Halldóra starfar sem söngkona samhliða leiklistinni og gaf út sína fyrstu sólóplötu á síð- asta ári með lögum eftir Jón Múla og Jónas Árnasyni í nýjum útsetn- ingum eftir Hauk Gröndal. Hjörtur Ingvi er líklega best þekktur sem hljómborðsleikari og lagahöfundur í hljómsveitinni Hjaltalín. Hann lærði djasspíanóleik í Konservator- íinu í Amsterdam og vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu. Samstarf Katrín og Hjörtur. Katrín og Hjörtur á Gljúfrasteini Sumartónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar hefja nú göngu sína á ný eftir tveggja ára hlé en slíkir tónleikar hafa verið haldnir allt frá árinu 1989. Að vanda verður röðin fjölbreytt hvað varð- ar tónlist og flytjendur. Á morgun, sunnudag, munu Hlíf Sigurjóns- dóttir fiðluleikari og Eva Þyri Hilmarsdóttir pí- anóleikari flytja Vorsónötu Beethovens, Sónatínu ópus 100 eftir Dvorák og Systur í Garðshorni eft- ir Jón Nordal í safninu kl. 17. „Verkin unnu þær stöllur með hléum á meðan þjóðfélagið einkennd- ist af covid-lokunum og menningarsneyð,“ segir í tilkynningu og að verkefnavalið sé því engin til- viljun, heldur vítamín á „vondum tímum“. Á þriðjudagskvöld, 5. júlí, kl. 20.30 verða haldnir tónleikar með yfirskriftinni Var þetta draumur? en á þeim koma fram sópransöngkon- urnar Jóna G. Kolbrúnardóttir og María Sól Ing- ólfsdóttir, Eggert Reginn Kjartansson tenór og Þóra Kristín Gunnarsdóttir píanóleikari. „Með ljóðaflokkum eftir Dvorák, Sibelius og Beethoven er áheyrendum boðið að sökkva sér í marg- slungnar tilfinningar ástarinnar í meðförum þriggja meistaratónskálda frá ólíkum menning- arheimum,“ segir um þá tónleika á vef safnsins, lso.is, þar sem verður hægt að kynna sér tón- leikaröðina í sumar. Fereyki Jóna, María Sól, Þóra og Eggert koma fram á þriðjudag. Sumartónleikar á ný - Fagrir tónar hljóma aftur í safni Sigurjóns Ólafssonar Næstsíðustu tón- leikar Sönghátíð- ar í Hafnarborg bera yfirskrift- ina Leiðarljós – íslensk einsöngs- lög og fara fram í dag, 2. júlí, kl. 17. Á þeim flytja Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran, Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Kolbeinn Jón Ketilsson tenór, Francisco Javier Jáuregui gítar- leikari og Sigurður Helgi Oddsson píanóleikari ástsæl íslensk sönglög eftir fjórtán tónskáld. Þeirra á meðal eru Atli Heimir Sveinsson, Árni Thorsteinsson, Sigvaldi Kaldalóns, Gunnar Reynir Sveins- son, Sigfús Einarsson, Jón Ásgeirs- son, Jórunn Viðar, Páll Ísólfsson og Jóhann G. Jóhannsson. Leiðarljós á Söng- hátíð í Hafnarborg Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir Orgelsumar í Hallgrímskirkju hefst á morgun, 3. júlí, og lýkur 21. ágúst. Fjórtán íslenskir og erlendir organistar munu leika á Klais-orgel Hall- grímskirkju á laugardögum og sunnudögum í júlí og ágúst. Á Menningar- nótt verður orgelmaraþon þar sem margir nemendur Björns Steinars Sól- bergssonar, organista kirkjunnar, munu leika og sumrinu lýkur með lokatónleikum 21. ágúst. Á upphafstónleikum Orgelsumars, á morgun kl. 17, munu Matthías Harðarson orgelleikari og Charlotta Guðný Harðar- dóttir píanóleikari flytja verk fyrir orgel og píanó eftir Widor, Franck, Dupré, Sigurð Sævarsson og Alain. Miðasala við innganginn og á tix.is. Á Orgelsumri Matthías Harðarson og Charlotta Guðný Harðardóttir. Orgelsumar hefst í Hallgrímskirkju Rusl Fest er vikulöng lista- og hönnunarhátíð sem lýkur núna um helgina, skv. fréttatilkynningu. Hátíðin samanstendur af fimm mismunandi vinnustofum: Á morg- un koma krónur undan snjónum (arkitektavinnustofa), Tilrauna- eldhúsið, Trash Sound, Skran Fest og Vegglistavinnustofan. Að auki var boðið upp á fyrirlestra og við- burði hvert kvöld vikunnar. Hátíðin er haldin í nýju skap- andi hverfi Reykjavíkurborgar, Gufunesi, og leggur áherslu á svo- kallaða hringrásarhugsun í sam- hengi menningu, list og hönnun með sérstaka áherslu á byggingariðnaðinn. Hægt er að nálgast dagskrána og frekari upp- lýsingar á heimasíðu Rusl Fest, ruslfest.is. Hátíðin hófst mánudaginn 27. júní og lýkur á morgun með teit- inni Buxur. Buxur er fyrsta vöru- húsapartíið á Ís- landi á vegum íslensku myndlistar- mannanna Bjarka og Loka. Hugmyndin er að bjóða upp á hágæða tónlist, list og myndefni til að örva öll skilningarvit. Þeir listamenn sem sýna verk sín á morgun eru Ýmir Grönvold, Atli Bollason, Edda Karólína, Qwick, Brák Jónsdóttir, Krot & Krass, Kristín Mothens og Natka. Á Bux- um koma fram tónlistarmennirnir Steffi, Bjarki b2b Arni, Ása Kolla, Volruptus LIVE, DJ Sley & Jamesendir, russian.girls, Charlee Green og Óli Ofur S/L. Aldurstakmark á Buxur er 21 ár. Miðsala fer fram við inngang. Rusl Fest lýkur með Buxum á morgun Brák Jónsdóttir Bandaríski tónlistarmaðurinn R Kelly hlaut í vikunni 30 ára fangelsisdóm samkvæmt úrskurði alríkisdómstóls. Kelly hlýddi þögull á fórnarlömb sín, ungar konur, fyrir rétti þar sem þær lýstu því hvernig hann hefði brotið á þeim. Saksóknarar fóru fram á 25 ára dóm yfir honum að lágmarki og báru við að hætta stafaði af honum. Í september í fyrra var Kelly fundinn sekur um að hafa í áratugi beitt ungar þeldökkar konur og börn af báðum kynjum ofbeldi, misnotað þau kynferðislega og haft milligöngu um slíka glæpi. Var hann ákærður fyrir fjölda brota og þeirra á meðal að hafa haldið ungum stúlkum sem kynlífsþrælum. R. Kelly hlaut 30 ára fangelsisdóm R. Kelly

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.