Morgunblaðið - 02.07.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2022
Góð heyrn glæðir samskipti
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Pantaðu tíma í
HEYRNAR
GREININGU
Nánari upplýsingar í síma 534 9600 eða á heyrn.is
Allar helstu rekstrarvörur og
aukahlutir fyrir heyrnartæki
fást í vefverslun heyrn.is
Bjarni Jónsson
rafmagnsverk-
fræðingur, sem
starfaði lengi við að
breyta raforku í út-
flutningsvöru, eins
og hann orðar það
á blog.is, fjallar í
nýjasta pistli sínum
um „fjarstæðukenndan afturhalds-
áróður“ þeirra sem hamast gegn
virkjunum í landinu.
- - -
Bjarni horfir áratugi aftur í tím-
ann og skrifar: „Í landinu hef-
ur alltaf verið andstaða við orku-
nýtingu til atvinnusköpunar og
gjaldeyrisöflunar, eins og sagan
greinir frá allt til Títanfélags Ein-
ars Benediktssonar, skálds. Átökin
um fyrstu stórvirkjun landsins við
Búrfell (Sámstaðamúla) í Þjórs-
árdal á árunum 1963-1969 eru höf-
undi þessa vefpistils enn í minni,
en þá börðust andstæðingar Við-
reisnarstjórnarinnar, Alþýðu-
bandalagið og Framsókn-
arflokkur, hart gegn
Búrfellsvirkjun og stofnun álverk-
smiðjunnar í Straumsvík við Hafn-
arfjörð, sem fá átti raforku frá
Búrfellsvirkjun.
- - -
Virkjuninni var talið margt til
foráttu, einkum að rennsl-
istruflanir í jökulvatninu yrðu svo
miklar, að stöðva yrði starfsemi
virkjunarinnar. ISAL-verksmiðjan
var uppnefnd „hausaskeljastaður“
og sagt, að fjöldi verkamanna
mundi týna þar lífinu strax á bygg-
ingarskeiðinu. Fullyrðingaflaumur
beturvitanna lætur aldrei að sér
hæða.“
- - -
Flestir hafa síðan áttað sig á að
virkjun vatnsafls og jarð-
varma á Íslandi er drjúgur þáttur í
að tryggja og bæta lífskjör í land-
inu. Og með því er ekki verið að
fórna náttúrunni ef staðið er skyn-
samlega að verki, eins og gert hef-
ur verið. Það er aðeins verið að
nýta hana og njóta hennar.
Bjarni
Jónsson
Að nýta og njóta
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Löggæsla verður styrkt á umdæmamörkum Suð-
ur- og Austurlands samkvæmt samningi sem
fulltrúar lögreglu á þessu svæði undirrituðu nú í
vikunni. Varðsvæði Suðurlandslögreglunnar nær í
Hvalsnesskriður þar sem mörk Sveitarfélagsins
Hornafjarðar eru í norðri. Þar tekur Múlaþing við
og því sinnir lögreglan á Austurlandi. Í krafti fyrr-
nefnds samnings verður nú horft fram hjá þessum
landamærum og samstarf eflt „sérstaklega milli
Hafnar og Djúpavogs og auka öryggi lögreglu-
manna“, eins og segir í samningnum. Efni hans er
annars um alhliða verkefni lögreglu, en þungi
áhersla er þó á umferðarmálin.
Samninginn góða undirrituðu þau Margrét
María Sigurðardóttir lögreglustjóri og Kristján
Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn fyrir embætt-
ið á Austurlandi, og fyrir hönd Sunnlendinga þeir
Oddur Árnason yfirlögregluþjónn og Kjartan Þor-
kelsson lögreglustjóri. Sá síðastnefndi er nú raun-
ar kominn í sex mánaða leyfi frá störfum, það er til
næstu áramóta. Á meðan fyllir Grímur Hergeirs-
son, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, í skarðið á
Suðurlandi. sbs@mbl.is
Lögreglan semur um samstarf
- Áhersla á umferðina
- Suður- og Austurland
Samningur Frá vinstri talið: Kristján Ólafur
Guðnason og Margrét María Sigurðardóttir frá
lögreglunni á Austurlandi og Kjartan Þorkelsson
og Oddur Árnason af Suðurlandi.
Goslokahátíðin í Vestmannaeyjum,
sem nú stendur yfir, hófst á því að
Ólafur Hjálmarsson hagstofustjóri
afhenti Írisi Róbertsdóttur bæj-
arstjóra fágætt safn landakorta
Vestmannaeyjarbæ að gjöf. Með
gjöf þessari eignast söfnin í Eyjum
eitt stærsta kortasafn sem til er á
Íslands og það má virða á milljónir
króna. Fjöldi manns mætti í Einars-
stofu í Safnahúsi Vestmannaeyja og
hlýddi á frásögn Ólafs af söfnun á
kortunum sem hefur stundað síð-
astliðin 10-15 árin.
„Kort þessi eru einhvers staðar
nærri 70 talsins og eru af Íslandi,
eða þá af Norðurlöndunum eða
norðurslóðum þar sem Íslands sést
stað. Ég hafði ekki rými fyrir þessi
kort heima hjá mér og kaus því að
gefa þau frá mér. Fannst þá sjálf-
sagt að þau færu til Eyja,“ segir
Ólafur sem er Vestmannaeyingur
og átti heima við Grænuhlíð fram
að eldgosinu árið 1973. Var þó
áfram og eftir það viðloða í Eyjum
og taugin þangað er sterk, eins og
kortagjöfin staðfestir. sbs@mbl.is
Gaf veglegt kortasafn
sitt til Vestmannaeyja
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Eyjar Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri og Ólafur Hjálmarsson hagstofustjóri
við afhendingu gjafarinnar góðu við upphaf goslokahátíðar í fyrradag.