Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.2022, Side 11

Læknablaðið - 01.03.2022, Side 11
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 123 R A N N S Ó K N Inngangur Graves­sjúkdómur (skjaldkeppseitrun) er sjálfsónæmissjúkdóm­ ur þar sem sjálfsmótefni gegn viðtaka stýrihormóns skjaldkirtils (Thyroid-stimulating hormone, TSH) valda of mikilli myndun skjaldkirtilshormóna, og kallast það ástand skjaldvakaofseyting (thyrotoxicosis). Graves er algengasta orsök skjaldvakaofseytingar.1,2 Sjúkdómurinn er algengari meðal kvenna og er heldur sjaldgæfari í börnum en fullorðnum.1,2 Rannsóknir erlendis hafa þó bent til þess að nýgengi sé að aukast í börnum og unglingum.3­6 Graves­sjúkdómur hefur sterk tengsl við erfðir, til að mynda er talið að tæplega helmingur allra sjúklinga með Graves eigi ættingja með sjálfsónæmis skjaldkirtilssjúkdóm.7 Auk þess hafa umhverfisþættir eins og joðinntaka og reykingar verið tengdir við aukna hættu á Graves.7,8 Sjúkdómsbyrði getur verið mikil fyrir börn enda hafa skjald­ kirtilshormón fjölþætt áhrif á líkamann. Getur sjúk dómurinn sett svip á mikilvæga þætti í lífi barna, eins og andlega líðan, námsgetu og svefn svo eitthvað sé nefnt.1,2 Einkenni sem börn og þá sérstaklega ókynþroska börn upplifa eru fjölbreytt og jafnan óljósari þeim er sjást í fullorðnum.9 Getur það leitt til þess að sjúk­ dómsgreining næst seinna hjá börnum fyrir kynþroska.9,10 Upphafsmeðferð við Graves er alla jafna skjaldkirtilsbælandi lyf (ATD) og reynt er að koma á eðlilegri starfsemi í skjaldkirtlin­ um (euthyroid). Lyf í þessum lyfjaflokki eru Methimazole/Thiam­ azole (MMI) og Propylthiouracil (PTU). Hindra lyfin ensímið Þórbergur Atli Þórsson1 læknanemi Ragnar Bjarnason1,2 læknir Soffía Guðrún Jónasdóttir3 læknir Berglind Jónsdóttir2 læknir 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítala Hringsins, Landspítala, 3Domus Medica. Fyrirspurnum svarar Berglind Jónsdóttir, bergljon@landspitali.is Á G R I P INNGANGUR Graves-sjúkdómur er sjálfsónæmissjúkdómur þar sem sjálfsmótefni gegn viðtaka stýrihormóns skjaldkirtils (Thyroid-stimulating hormone, TSH) valda ofseytingu skjaldkirtilshormóna, og er hann algengasta orsök skjaldvakaofseytingar (Thyrotoxicosis) í börnum. Einkenni barna eru fjölbreytt og óljósari en hjá fullorðnum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna nýgengi Graves í börnum og unglingum á Íslandi síðastliðin 20 ár og gera grein fyrir meðferðarúrræðum og tíðni endurkomu sjúkdómsins. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Framkvæmd var afturskyggn lýsandi rannsókn. Rannsóknin náði til allra barna og unglinga sem greindust með Graves á árunum 2001-2021. Upplýsingar fengust úr lyfjagagnagrunni Embættis landlæknis og lista ICD- 10 greininga á Landspítala. NIÐURSTÖÐUR 57 börn og ungmenni greindust með Graves, 3,5 á hverja 100,000 íbúa yngri en 18 ára. Nýgengi jókst ekki á tímabilinu. Kynjahlutfall var 1:2,6 (strákar:stelpur) og meðalaldur við greiningu var 13,6 ár hjá strákum en 13,9 hjá stelpum. Lyfjameðferð er í gangi hjá 8 einstaklingum (14,5%), hjá 13 náðist að koma á eðlilegri starfsemi með lyfjum (23,7%), fjórir fengu sjúkdómsendurkomu og eru á lyfjameðferð (7,3%), 25 fengu meðferð með geislavirku joði (45,5%) og 5 skurðaðgerð (9,1%). Strákar fengu frekar sjúkdómsendurkomu en stúlkur, heildar sjúkdómsendurkoma á tímabilinu var 31,8%. UMRÆÐA Sjúkdómurinn var algengari í stelpum en þó var kynjahlutfall lægra en búist var við. Skjaldkirtilsbælandi lyf var fyrsta val í meðferð. Sjúkdómsendurkoma var algeng og meðferð með geislavirku joði var algengasta varanlega meðferðarúrræðið. Í framhaldi rannsóknarinnar mætti kanna mögulegt samband tímalengdar lyfjameðferðar og sjúkdómsendurkomu hjá bæði börnum og fullorðnum. Graves­sjúkdómur í börnum og unglingum á Íslandi á árunum 2001­2021 1. Samantekt á eiginleikum lyfs - Eliquis. Ábendingar: Forvörn gegn bláæðasegareki (VTE) hjá fullorðnum sjúklingum sem hafa gengist undir valfrjáls mjaðmarliðskipti eða hnéliðskipti (eingöngu ELIQUIS (APIXABAN) 2,5 mg). Forvörn gegn heilablóðfalli og segareki í slagæð hjá fullorðnum sjúklingum með gáttatif sem ekki tengist hjartalokusjúkdómum (non-valvular atrial fibrillation, NVAF) ásamt einum eða fleiri áhættuþáttum, svo sem sögu um heilablóðfall eða tímabundna blóðþurrð í heila (transient ischaemic attack, TIA), aldur ≥ 75 ára, háþrýstingi, sykursýki eða hjartabilun með einkennum (NYHA flokkur ≥ II). Meðferð við segamyndun í djúplægum bláæðum (DVT) og lungnasegareki (PE), og forvörn gegn endurtekinni segamyndun í djúplægum bláæðum og lungnasegareki hjá fullorðnum (báðir styrkleikar). *Eliquis dregur marktækt úr hættu á heilaslagi/segareki í slagæð ásamt því að fækka meiriháttar blæðingum í samanburði við warfarín2 VIÐHELDUR JAFNVÆGI* VIÐ NOTKUN ELIQUIS1 SKÖMMTUN TVISVAR Á DAG 432DK1900464-01, PP-ELI-DNK-0247, PFI-21-02-05, febrúar 2021

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.