Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.03.2022, Qupperneq 12

Læknablaðið - 01.03.2022, Qupperneq 12
124 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N thyroid peroxidasa (TPO) og þar með myndun hormóna í skjald­ kirtli. Ýmsar aukaverkanir eru þekktar við notkun þessara lyfja11 en MMI verður frekar fyrir valinu vegna hárrar tíðni alvarlegra aukaverkana við notkun PTU, þá sérlega bráðrar lifrarbilunar.12 Sjúkdómsendurkoma er algeng eftir lyfjameðferð1,13 og þarf því oft að grípa til varanlegs inngrips, meðferðar með geislavirku joði eða skurðaðgerðar. Markmið rannsóknarinnar var að meta nýgengi Graves í börn­ um og unglingum á Íslandi síðastliðin 20 ár og rannsaka hvort ný­ gengi hafi aukist á tímabilinu, en einnig að gera grein fyrir helstu meðferðarúrræðum og tíðni endurkomu sjúkdómsins. Efniviður og aðferðir Upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám einstaklinga á Land ­ spítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) og Domus Medica. Upp­ lýsingar um kennitölur voru fengnar úr lyfjagagnagrunni Em­ bættis landlæknis um ávísun lyfja undir ACT­kóðanum H03B hjá einstaklingum yngri en 18 ára. Einnig voru upplýsingar fengn­ ar um þá sem höfðu fengið ICD­10 greiningarnar E05.0 ­ E05.9, yngri en 18 ára að aldri, á Landspítala. Út frá þessum gögnum fékkst heildarþýði rann sóknarinnar sem innihélt 83 einstaklinga. Sex voru útilokaðir sökum rangrar ICD­10 greiningar. Öðrum fjórum einstaklingum var ekki fylgt eftir af barnalæknum, Gra­ ves var útilokað en ekki var hægt að staðfesta orsök skjaldvaka­ ofseytingar. Eftir stóðu 73 einstaklingar í rannsóknarþýði. Af þeim voru 13 greind með skjaldvakaofseytingu af völdum Hashimoto­ skjaldkirtils bólgu, tveir með nýbura­skjaldvakaofseytingu (neona- tal thyrotoxicosis) og einn einstaklingur sem þróaði sjúkdóminn eftir skurðaðgerð á kirtilæxli í heiladingli. Það voru því 57 einstak­ lingar greindir með Graves­sjúkdóm á rannsóknartímabilinu, tveimur þeirra var ekki fylgt eftir af barnalækni og höfðum við því ekki frekari klínískar upplýsingar um þá. Því voru 55 einstak­ lingar í rannsóknarþýði Graves-sjúkdóms. Sjúkdómsgreiningu Graves þurfti að staðfesta með mælingum á sjálfsmótefnum gegn TSH­viðtaka (TRAb) þar sem sjúkdómsmynd er jafnan óhefðbund­ in samanborið við fullorðna og því erfitt að styðjast eingöngu við klíníska greiningu. Dreifing einstaklinga innan heildarþýðis má sjá á mynd 1. Einstaklingum var úthlutað rannsóknarnúmeri og gátu ein­ göngu rannsakendur tengt númer við einstaklinga. Öll úrvinnsla gagna fór fram undir rannsóknarnúmeri. Notuð voru forritin Microsoft Excel 2018 (Microsoft Corporation, Redmond, WA) og R studio, útgáfu 4.0.3 fyrir Windows til tölfræðiúrvinnslu. Rann­ sóknartímabili var skipt í tvö 10 ára tímabil og samanburður á milli þeirra notaður til að meta breytingar á nýgengi. Nýgengi miðað við 100.000 manns yngri en 18 ára var reiknað fyrir hvert ár, niðurstöður lagðar saman og meðaltal tekið til að finna ný­ gengitíðni áratuganna. Notað var t­tölfræðipróf til að meta hvort marktækur munur væri á nýgengi á tímabilunum tveimur. Miðað var við að niðurstöður væru marktækar ef p­gildi væri lægra en 0,05. Upplýsingar um fjölda barna á Íslandi á rannsóknartímabil­ inu voru sóttar á vef Hagstofu Íslands. Tilskilin leyfi voru fengin frá vísindarannsóknarnefnd heil brigðis­ rannsókna (VRN) á Landspítala (201119), vísindasiðanefnd (VSN­20­ 201) og lyfjagagnagrunni Embættis landlæknis (2011274/5.6.1/gkg). Mynd 1. Dreifing einstaklinga innan heildarþýðis út frá útilokunum og sjúkdómsgreiningu. Heildarþýði N=83 Útilokun Röng greining n=6 Nýgengi skjaldvakaofseytingar n=77 Útilokun Ekki hægt að staðfesta greiningu n=4 Rannsóknarþýði skjaldvakaofseytingar n=73 Hashitoxicosis n=13 Annað n=3 Nýgengi Graves-sjúkdóms n=57 Einstaklingi ekki fylgt eftir af barnalækni n=2 Rannsóknarþýði Graves-sjúkdóms n=55

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.