Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.03.2022, Qupperneq 14

Læknablaðið - 01.03.2022, Qupperneq 14
R A N N S Ó K N 126 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 Enginn greindist með skjaldkirtilsfár (Thyroid storm) á tímabilinu. Einkenni meðal barna yngri en 10 ára voru heldur óljósari saman­ borið við þau sem sáust í börnum í eða eftir kynþroska. Algengasta einkenni sem sást í þeim hópi var þyngdartap, en það sást í 57,1% tilfella, en þar á eftir sáust vöðvaknippiskipringur ( fasciculation) í tungu og skapsveiflur (42,8%). Er þetta frábrugðið þeim einkenn­ um sem eru algengust í heildarþýði. Meðferð Allir greindir með Graves hófu meðferð með skjaldkirtilsbælandi lyfjum, annaðhvort Methimazole/Thiamazole (MMI) eða Propyl­ thiouracil (PTU). Upplýsingar um meðferðarúrræði ein stakl inga í rannsóknarþýði Graves sjúkdóms má sjá á mynd 3. β-blokkerar voru gefnir við sjúkdómsgreiningu hjá 27 ein- staklingum en það eru 49% rannsóknarþýðis. Tveir fengu joð­ dropa stuttu fyrir varanlegt inngrip, annar þeirra undirgekkst skurð aðgerð en hinn fékk meðferð með geislajoði. Sjúkdómsendurkoma að lokinni lyfjameðferð átti sér stað hjá 14 einstaklingum í rannsóknarþýði, það samsvarar 25,5%. Á Ís­ landi er miðað við að lyfjameðferð vari í tvö ár og var því ákveðið að taka út einstaklinga sem greindust og hófu lyfjameðferð á ár­ unum 2019­2021 þar sem þeir höfðu ekki lokið upphaflegri lyfja­ meðferð. Hlutfall þeirra sem fengu sjúkdómsendurkomu var því 31,8%. Tímalengd frá því sjúkdómshlé náðist með lyfjameðferð þar til sjúkdómsendurkoma átti sér stað var skráð hjá 13 af einstak­ lingunum. Eftir 12 mánuði höfðu 6 manns fengið sjúkdómsend­ urkomu og eftir 24 mánuði höfðu 11 fengið endurkomu. Einn fékk endurkomu eftir 36 mánuði og sá síðasti eftir 60 mánuði. Sjúkdómshlé náðist hjá 13 einstaklingum í rannsóknarþýði eftir lyfjameðferð, það samsvarar 23,6%. Tíminn sem einstaklingar hafa verið í sjúkdómshléi er allt frá nokkrum mánuðum upp í 14 ár, miðgildi tímalengdar fyrir hópinn eru 72 mánuðir. Þegar tímalengd lyfjameðferðar var borin saman milli þeirra sem fengu sjúkdómsendurkomu að lokinni lyfjameðferð og þeirra sem fengu sjúkdómshlé sást að tímalengdin var að meðaltali lengri hjá þeim sem fengu sjúkdómshlé (32,4 mánuðir miðað við 25,2 mánuði). Mikill breytileiki var á meðferðartímalengd í báðum hópum, þó að munur hafi verið á meðaltali var hann ekki mark­ tækur (p=0,250). Aukaverkanir voru tilkynntar hjá 8 manns vegna skjald­ kirtilslyfja á tímabilinu, eða 14,5% rannsóknarþýðis. Í öllum til­ fellum voru sjúklingar teknir af lyfjunum, annaðhvort tímabundið eða varanlega, og þá var skipt yfir í annan lyfjaflokk eða varan­ legu inngripi beitt. Fjórar gerðir aukaverkana voru tilkynntar á tímabilinu vegna MMI­meðferðar. Tveir sjúklingar fengu liðverki, tveir útbrot, einn meltingarónot og í einu tilfelli bráða brisbólgu. Tvær gerðir aukaverkana sáust eða voru tilkynntar á tímabilinu vegna PTU­meðferðar. Í einu tilfelli hækkuðu lifrarensím og tveir upplifðu liðverki, annar þeirra hafði áður upplifað liðverki á MMI­meðferð og hafði skipt yfir á PTU. Alls voru 5 manns meðhöndlaðir á tímabilinu með PTU í stað MMI. Þrír voru meðhöndlaðir með PTU vegna aukaverkana MMI­ meðferðar og einn vegna skorts á MMI í landinu. Ekki fannst ástæða fyrir PTU­meðferð hjá einum einstaklingi en hann skipti síðar yfir í MMI­meðferð vegna aukaverkana PTU. Fjórir þeirra voru meðhöndlaðir með PTU á fyrri áratug, árin 2004, 2005, 2006 og 2008. Aðeins einn var meðhöndlaður á seinni áratug, árið 2012. Meðferð með geislavirku joði var algengasta varanlega með­ ferðar úrræðið, eða 25 einstaklingar (45,5%). Meðalaldur við með­ ferð með geislajoði var 17,8 ár (staðalfrávik 2,8 ár; miðgildi 17,6 ár og spönn 14­25 ár). Fimm (9,1%) undirgengust skurðaðgerð. Þrír af þessum 5 höfðu stóran kirtil og því var meðferð með geislajoði ekki talin fýsileg. Einn þróaði bráða aukaverkun vegna lyfjameð­ ferðar og var talinn of ungur fyrir geislajoð. Sá síðasti ákvað sjálf­ ur frekar skurðaðgerð en geislajoð. Í fjórum var kirtillinn fjarlægð­ ur allur en í einum var hann fjarlægður að hluta til vegna áhættu á taugaskaða á afturhverfri barkakýlistaug (recurrent laryngeal ner- ve). Meðalaldur þeirra sem undirgengust skurðaðgerð var 16,8 ár, (staðalfrávik 2,4 ár, miðgildi 17 ár og spönn 13,2­19,7 ár). Ekki var marktækur munur á meðalaldri á milli inngripa (p=0,439). Umræður Nýgengi og kyn Nýgengi var 3,5 á hverja 100.000 yngri en 18 ára. Er það almennt nokkuð hærri tala en sást í sambærilegum rannsóknum frá öðrum löndum, þar sem nýgengi var á bilinu 0,9­2,4.3­5 Aðeins ein rann­ sókn í Hong Kong hafði hærri nýgengitíðni en hér á landi, eða 4,9 á hverja 100.000 á 8 ára tímabil.6 Ekki eru skýrar ástæður fyrir háu nýgengi Graves meðal barna á Íslandi. Upplýsingar um heila þjóð gefur mögulega betri heildarmynd af nýgengi en erlendar rann­ Tafla III. Einkenni og teikn við sjúkdómsgreiningu. Einkenni eða teikn Fjöldi (n=55) % Skjálfti 31 56,4 Þyngdartap 27 49,1 Hitakóf 22 40,0 Þrekleysi 21 38,2 Skapsveiflur 20 36,4 Hraðsláttur (tachycardia) 20 36,4 Námserfiðleikar 14 25,5 Skjaldkirtilsaugnkvilli 13 23,6 Andþyngsli/Fyrirferð í hálsi 13 23,6 Svefnerfiðleikar 10 18,2 Niðurgangur 8 14,5 Vöðvaknippiskipringur (fasciculation) í tungu 6 10,9 Svimi 4 7,3 Óreglulegar blæðingar 4 7,3 Háþrýstingur 3 5,5 Ógleði 3 5,5 Hækkun á lifrarensímum (ASAT og ALAT) 2 3,6 Raddbreyting 1 1,8 Yfirlið 1 1,8 Aukið táraflæði 1 1,8 Hárlos 1 1,8 Nötur (thrills) yfir skjaldkirtli 1 1,8

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.