Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.2022, Page 16

Læknablaðið - 01.03.2022, Page 16
128 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N marktækur munur á meðaltali tímalengdar fyrir hópana (p=0,25) vekja þessar niðurstöður þá spurningu hvort tímalengd ATD­með­ ferðar sé veigamikill þáttur þegar kemur að því hvort sjúkdómshlé náist og hvort meðferðartímalengd sem tíðkast hefur sé að jafnaði ekki nógu löng. Þessum hugmyndum svipar til hugmynda sem Léger og félagar hafa áður sett fram varðandi tímalengd ATD­ ­meðferðar.18 Þessa hugmynd væri vert að kanna nánar. Einnig veltu þau fyrir sér hvort hægt væri að bæla skjaldkirtil og gefa ungum börnum lága ATD­skammta til lengri tíma.18 Varanlegum inngripum í ungum börnum fylgir ávallt ákveðin áhætta, en með þessari aðferð er hægt að bíða með inngripin þar til að börnin hafa vaxið úr grasi og minnka þannig áhættu, þolist lyfjameðferð vel. Líkurnar á því að barn nái viðvarandi sjúkdómshléi eru minni en hjá fullorðnum. Tíðni barna sem ná sjúkdómshléi eftir að hafa lokið lyfjameðferð með ATD hefur verið lýst í kringum 25­30%.1,13,19 Þessum tölum svipar til okkar rannsóknar, þar var hlutfallið 23,6%. Vert er að nefna að ekki er útilokað að einhver þeirra sem fengu sjúkdómshlé fái sjúkdómsendurkomu í framtíðinni. Hlut­ fall stráka var hærra í hópi sjúkdómsendurkomu samanborið við heildarhóp Graves­sjúklinga. Kynjahlutfall stráka á móti stelpum fyrir sjúkdómsendurkomu var 1:1,3. Niðurstöðurnar vekja því þá spurningu hvort kyn skipti máli hvað varðar sjúkdómsend­ urkomu eftir lyfjameðferð. Klínískar rannsóknir frá Bretlandi og Ítalíu sýndu að karlar fengu síður sjúkdómshlé20,21 og grísk rann­ sókn benti til þess að konur fengju sjúkdómshlé í lengri tíma.22 Á hinn bóginn sýndi klínísk rannsókn frá Ítalíu23 og rannsóknir frá Svíþjóð, Litháen og Taívan að kyn var ekki áhrifaþáttur hvað varð­ ar sjúkdómshlé einstaklinga í rannsóknarþýði.24­26 Út frá þessum rannsóknum má sjá að margt er enn óljóst um áhrif kyns á virkni ATD­meðferðar og á það hvort sjúkdómshlé næst. Alls voru 5 einstaklingar meðhöndlaðir með PTU en lyfin voru aðeins notuð við sérstök tilfelli, vegna aukaverkana MMI eða ef skortur var á MMI á Íslandi. Auk þess var PTU notað í stuttan tíma, oftast vegna aukaverkana. Notkun PTU átti sér nánast alfarið stað á fyrri áratug rannsóknartímabilsins en PTU var síðast notað í lyfja meðferð hjá barni árið 2012. Þegar litið er á kannanir innkirtla­ lækna frá árunum 199027 annars vegar og 201117 hins vegar má sjá að val á milli MMI og PTU hefur breyst. Í dag verður MMI frekar fyrir valinu vegna tíðari tilkynninga um alvarlegar aukaverkanir við meðferð með PTU.17,28 Lifrarskaði er þekkt aukaverkun í báðum flokkum ATD en hún er frekar tengd við PTU. Undanfarna áratugi hefur vitund aukist til muna um þessa svæsnu aukaverkun og þá sérstaklega í börnum.12,29 Árið 2010 ákvað bandaríska lyfjaeftirlitið að koma svokölluðum svörtum kassa (black-box warning) á PTU varðandi notkun hjá börnum.30 Mælt er gegn notkun PTU í börn­ um nema nauðsyn krefji, í aðstæðum eins og við MMI­ofnæmi. Í rannsóknarþýðinu fengu 27 einstaklingar β-blokkera við grein­ ingu, eða tæplega helmingur. Það voru þó mun færri (20) skráðir með hraðslátt við greiningu. Það telst ólíklegt að β-blokkerar hafi verið gefnir börnum án hraðsláttar og teljum við því líklegt að eitthvað vanti upp á skráningu β-adrenergra-einkenna við grein­ ingu. Notkun β-blokkera við einkennastillingu einstaklinga með skjaldvakaofseytingu er staðalmeðferð við hraðslætti og miklum skjálfta.17 Slembuð klínísk tilraun frá árinu 2012 sýndi að samsett meðferð MMI og β-blokkera var frekar tengd við reglulegan hjart­ slátt og almennt betri líðan, borið saman við staklyfjameðferð með MMI í einstaklingum með skjaldvakaofseytingu vegna Graves­ sjúkdóms.31 Algengasta varanlega inngripið á tímabilinu var geislavirkt joð en 25 einstaklingar undirgengust meðferð með því. Notkun á geislajoði er algeng í Norður­Ameríku og þá sérstaklega í Banda­ ríkjunum. Samanburður á milli áranna 1991 og 2011 sýnir þó að notkun þess hefur minnkað.17,32 Notkun geislajoðs er heldur minni í Evrópu, Asíu og Eyjaálfu. Samanburður sýnir að notkun þess í Evrópu hefur minnkað á árunum milli 1991 og 2011 en aftur á móti aukist í Asíu og Eyjaálfu.17,32 Svo virðist sem áherslur í með­ ferð við skjaldvakaofseytingu í börnum í Evrópulöndum séu fyrst og fremst á lyfjameðferð og skurðaðgerð ef þarf, umfram geisla­ virkt joð3,5,33 en í Norður­Ameríku er áherslan frekar á geislavirkt joð.17,33 Miðað við þessar upplýsingar má ætla að notkun á geisla­ joði á Íslandi í börnum svipi frekar til Norður­Ameríku en annarra Evrópulanda. Samkvæmt ráðleggingum samtaka bandarískra lækna um skjaldkirtilslækningar frá 2016 er mælt með því að kirtillinn sé fjarlægður í heild sinni, þurfi að grípa til skurðaðgerðar sem var­ anlegs inngrips11 því aðgerðir þar sem kirtillinn er tekinn að hluta til eru frekar tengdar við sjúkdómsendurkomu.34,35 Þá er einnig bent á að aukin reynsla skurðlækna í aðgerðum á skjaldkirtli minnki líkur á fylgikvillum.11 Í þessari rannsókn voru einungis framkvæmdar aðgerðir á seinni áratug rannsóknartímabilsins. Samantekt og möguleg framtíð Efni þessarar rannsóknar hefur ekki verið kannað hérlendis áður. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa góða mynd af nýgengi Graves­ sjúkdóms í börnum og unglingum og breytingum á því síðastliðin 20 ár. Einnig gera þær grein fyrir þeim meðferðarúrræðum sem hafa verið við lýði á Íslandi og sjúkdómsendurkomum í rann­ sóknarþýði að meðferð lokinni. Þó nýgengi rannsóknar endur­ spegli ekki þá aukningu sem hefur sést í öðrum löndum3­6 er gott að hafa vakandi auga með þessum hópi í framtíðinni og hugsan­ legum breytingum á nýgengi, og þá sérstaklega hjá yngri börn­ um. Áhugavert væri í framhaldi rannsóknarinnar að kanna betur hátt hlutfall drengja sem sást í rannsóknarþýði og bera saman við aðra sjálfsónæmissjúkdóma í börnum á Íslandi. Einnig væri vert að kanna mögulegt samband tímalengdar lyfjameðferðar við sjúk­ dómshlé, eins og aðrir hafa stungið upp á18 og hvort skurðaðgerðir verði oftar fyrir valinu sem varanlegt meðferðarúrræði á komandi árum á Íslandi. Að lokum mætti kanna nýgengi Graves í fullorðn­ um á Íslandi. Þakkir Við viljum þakka þeim Árna V. Þórssyni og Kolbeini Guðmunds­ syni fyrir aðgang að gögnum og upplýsingum fyrir rannsóknina. Greinin barst til blaðsins 22. ágúst 2021, samþykkt til birtingar 5. janúar 2022.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.