Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.03.2022, Qupperneq 21

Læknablaðið - 01.03.2022, Qupperneq 21
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 133 festa sýkingu, mögulega sýkingu eða mengun (p=0,257). Alls voru 23 börn í hópnum, þar af voru þrjú talin með mögulega sýkingu en eitt barn talið með staðfesta sýkingu. Nánari upplýsingar um hópana þrjá má má sjá í töflu III. Hjá sex sjúklingum þar sem bakterían var talin sýkingarvaldur vaknaði grunur um hjartaþelsbólgu í legu, miðað við skráningar og rannsóknir sem voru pantaðar, en allir höfðu þeir sögu um virka neyslu vímuefna í æð. Helstu inngrip í aðdraganda sýkingar voru skurðaðgerðir með íhlutum og liðástungur. Einn sjúklingur lést í þeirri legu sem bakterían ræktaðist og var talin orsakavaldur. Sá var talinn með staðfesta sýkingu en bakterían ræktaðist stuttu fyrir andlát og aftur við krufningu. Algengast var að sýni sem leiddi til greiningar væri tekið á bráðamóttöku, 18/36, eða helm­ ingur allra tilfella mögulegra (10) og staðfestra (26) sýkinga. Ræktunarniðurstöður Í þeim tilvikum þar sem talið var um staðfesta sýkingu að ræða ræktaðist bakterían í tveimur eða fleiri blóðræktunarsettum í 11 tilfellum en tvö eða fleiri sett voru tekin í 16/26. Þess utan, það er þegar bakterían ræktaðist í 1/2 blóðræktunarsettum, voru rækt­ anir frá öðrum líkamsvökvum jákvæðar, til dæmis í liðvökva, berkjuskoli eða hráka. Í einu tilfelli ræktaðist bakterían ítrekað frá liðvökva yfir 19 mánaða tímabil. Hjá 4/26 þeirra sem voru taldir með staðfesta sýkingu ræktað­ ist önnur örvera úr blóði eða liðvökva sem var ekki metin sem aðalsýkingarvaldur. Einn þeirra var sjúklingur með endurtekn­ ar liðvökvaræktanir en þar ræktaðist önnur baktería í 9/13 lið­ vökvaræktunum, þar á meðal kóagúlasaneikvæðir stafýlókokkar, Citrobacter braakii, Enterobacter cloacae, Stenotropomonas maltophilia og Escherichia hermannii. Hjá hinum þremur ræktuðust í hverju til­ felli fyrir sig Enterococcus faecium, Stenotrophomonas maltophilia og Candida dubliniensis. Í þeim tilvikum þar sem talið var um mögu­ lega sýkingu að ræða voru tvö eða fleiri blóðræktunarsett aðeins tekin í 3/10 tilfellum. Til eru 38 frystir stofnar frá tímabilinu og voru þeir skoðaðir sérstaklega á blóðagar, MYP­agar og BCS­agar. Allir 38 stofnarnir voru skoðaðir með massagreini (MaldiTof), en aðeins 7 þeirra voru frá sjúklingum með staðfesta eða mögulega sýkingu. Af þeim R A N N S Ó K N Tafla II. Fjöldi jákvæðra ræktana með Bacillus á sýklafræðideild Landspítala 2006-2018, sundurliðaður eftir því hvort um staðfesta sýkingu, mögulega sýkingu eða mengun var að ræða. Alls (126) Staðfest sýking (n=26) Möguleg sýking (n=10) Mengun (n=90) Blóð 116 22 9 85 Liðvökvi 7 1 1 5 Blóð og liðvökvi 1 1 0 0 Mænuvökvi 2 2 0 0 Tafla III. Fjöldi og meðalaldur tilfella þar sem talið var að Bacillus hafi orsakað staðfesta sýkingu, mögulega sýkingu eða verið mengunarvaldur. Einnig má sjá frekari skiptingu í flokkana vímuefnanotkun í æð, illkynja sjúkdóma og aðra auk frekari útskýringa á birtingarmyndum sýkingarinnar. Dæmi um undirliggjandi sjúkdóma í hópnum ,,aðrir” var langvinn lungnateppa, hjarta-og æðasjúkdómur, alkóhólismi, lyfjafíkn og geðsjúkdómar en auk þess voru þar einstak- lingar sem þurftu að gangast undir inngrip eða voru með áverka. *Ekki mælt hjá tveimur. Alls (126) Staðfest sýking (26) Möguleg sýking (10) Mengun (90) Kyn KK 84 19 7 58 KVK 42 7 3 32 Aldur Meðalaldur (staðalfrávik) 46,4 (25,7) 46,9 (18,9) 31,9 (19,1) 47,8 (27,6) Hópar Vímuefnanotkun í æð 22/126 11/26 3/10 8/90 Illkynja sjúkdómar 30/126 6/26 4/10 20/90 Aðrir 74/126 9/26 3/10 62/90 Annað Algengasta birtingarmynd Blóðsýking/Sýklasótt (14/26) Blóðsýking/Sýklasótt (7/10) Hiti >38°C 24/26 10/10 CRP >50 mg/L 22/24* 8/10 Grunur um hjartaþelsbólgu 6/26 0/10 Spítalasýkingar 7/26 1/10 Inngrip í aðdraganda sýkingar 10/26 4/10

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.