Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.2022, Side 23

Læknablaðið - 01.03.2022, Side 23
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 135 R A N N S Ó K N Greinin barst til blaðsins 3. júní 2021, samþykkt til birtingar 17. janúar 2022. mun líklegri til að vera ónæmir fyrir penisillíni en þeir stofnar bakteríunnar sem voru taldir mengunarvaldar. Niðurstöður sýna mikilvægi næmisprófa því myndun beta­laktamasa hjá tegund­ inni B. cereus getur haft mikla þýðingu fyrir val meðferðar. Rétt er að leggja áherslu á að B. cereus er auk þess ónæmur fyrir kefaló­ spórínum, þar á meðal þriðju kynslóðar. Einnig ber að hafa í huga að ómögulegt er að greina á milli Bacillus- og Clostridia-tegunda með smásjárskoðun og gramslitun. Hlutfall mengraðra sýna milli ára gæti verið vanmetið. Þannig var hlutfall jákvæðra blóðræktana af völdum Bacillus sem orsak­ ast af mengun 69% árið 2010, sem er mun hærra en heildarhlutfall mengunar í blóðræktunum (37%) sama ár.19 Einnig kom fram að í 40% tilvika þegar kóagúlasa­neikvæðir stafýlókokkar ræktuðust frá blóði var talið að um mengun væri að ræða.20 Í ofangreind­ um íslenskum rannsóknum voru ekki notaðar sömu aðferðir og hér var gert. Þó Bacillus sé þekktur mengunarvaldur má vissulega velta því fyrir sér hvort einhver tilfellanna sem talin voru mengun í þessari rannsókn hafi í raun verið sýking. Einnig er áhugavert að í hópnum möguleg sýking eru 10/10 með hita >38°C og 8/10 með CRP >50 og gætu talist grunsamleg staðfest sýkingartilfelli. Ýmsar ástæður lágu að baki en það vóg þyngst að yfirleitt var eingöngu tekið eitt blóðræktunarsett. Í hópi þeirra 10 sem taldir voru með mögulega sýkingu ræktað­ ist Bacillus aldrei í tveimur eða fleiri blóðræktunarsettum en tvö eða fleiri sett voru aðeins tekin í 3/10. Því má velta fyrir sér hvort bakterían hefði ræktast í fleiri settum ef þau hefðu yfir höfuð verið tekin. Í þeim tilfellum þar sem fleiri bakteríur ræktuðust var metið sem svo að aðrar bakteríur væru ekki aðalsýkingarvaldar þar sem Bacillus ræktaðist í fleiri blóðræktunarsettum. Hjartaþelsbólgu af völdum Bacillus hefur verið lýst, ýmist í tengslum við gervilokur og aðra aðskotahluti í/við hjarta eða tengt neyslu vímuefna í æð.21,22 Því er vert að vera vakandi fyr­ ir hjartaþelsbólgu ef Bacillus ræktast í blóði hjá einstaklingi sem á við slíkan vanda að glíma og/eða er með aðskotahlut í eða við hjarta. Myndun lífhimna og mikil framleiðsla og viðloðun gróa gera Bacillus­sýkingar erfiðar í greiningu og túlkun, einkum ef aðskotahlutir eru til staðar. Tilvist slíkra hluta getur einnig aukið hættu á menguðum sýnum sem tekin eru til ræktunar. Með því að taka að minnsta kosti tvö blóðræktunarsett aukast líkurnar á að greina sýkingarvaldinn. Styrkleikar og takmarkanir Ífarandi sýkingar af völdum Bacillus hafa aldrei verið skoðað­ ar áður á Íslandi. Útbúin voru sérstök skilmerki til að formgera nálgun á niðurstöðu jákvæðrar ræktunar. Þessi skilmerki eru ekki hafin yfir gagnrýni og þarf að prófa í öðrum efniviði sjúklinga. Einnig hefur það klínískt vægi að vekja athygli á beta­laktama­ samyndun B. cereus. Ofangreindar upplýsingar gætu stuðlað að skilvirkari meðferð og bættum vinnubrögðum við töku á sýnum til ræktunar. Helstu takmarkanir rannsóknarinnar eru að metið var afturskyggnt hvort bakterían hafi valdið sýkingum samkvæmt fyrirliggjandi sjúkraskrárgögnum og aðeins var unnt að tegundar­ greina hluta stofnanna. Ályktanir Bacillus er fremur sjaldgæf orsök ífarandi sýkinga, bæði í samfé­ laginu og á sjúkrahúsum, en ónæmisbældir einstaklingar, þeir sem hafa undirgengist aðgerðir og þeir sem neyta vímuefna í æð eru í sérstakri áhættu. Í þessari rannsókn er leitast við að meta nýgengi ífarandi sýkinga með Bacillus á lýðgrundaðan hátt í fyrsta skipti svo höfundum sé kunnugt. Jafnframt eru settar fram tillögur að greiningarskilmerkjum til að greina á milli sýkingar og mengunar, sem er einnig nýjung og vert að prófa í öðru þýði. Ein takmörkun sem læknar þurfa að takast á við er ófullnægjandi fjöldi ræktun­ arsýna sem getur gert túlkun á niðurstöðum afar erfiða og mats­ kennda. Hár fjöldi mengaðra sýna er sérstakt áhyggjuefni, en 71% allra jákvæðra ræktana voru taldar endurspegla mengun. Mengun getur kallað á viðbótarrannsóknir, auk sýklalyfjagjafar sem í raun er ónauðsynleg og þarf því að kosta kapps um að lágmarka þær. Í ljósi þess að að Bacillus getur lifað í gríðarlega fjölbreyttu umhverfi, myndað lífhimnur og beta­laktamasa er mikilvægt að sofna ekki á verðinum þegar bakteríunnar verður vart og þá sér­ staklega þegar um er að ræða sjúklinga sem nota vímuefni í æð. Tafla IV. Fjöldi stofna í hverjum flokki fyrir sig sem var næmur fyrir penisillíni og er sundurliðaður eftir því hvort um staðfesta sýkingu, mögulega sýkingu eða mengun var að ræða. Heild (n=126) Staðfest sýking (n=26) Möguleg sýking (n=10) Mengun (n=90) Penisillín næmi (n=32) 2 2 28 Penisillín ónæmi (n=85) 22 7 56 Lélegt næmi (intermediate) (n=1) 0 0 1 Næmi ekki athugað (n=8) 2 1 5

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.