Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.2022, Side 25

Læknablaðið - 01.03.2022, Side 25
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 137 R A N N S Ó K N Inngangur Oft skiptir miklu máli að koma mikið veikum og slösuðum sjúklingum sem fyrst á viðeigandi sjúkrahús. Þetta á til dæmis við þegar um er að ræða slag vegna blóðtappa1,2 eða alvarlega áverka.3,4 Í þróuðum löndum eru farartæki til sjúkraflutninga því staðsett vítt og breitt og gjarnan notaðar þyrlur eða flugvélar þar sem flutningstími er langur eða vegalengdir miklar. Í Noregi eru sjúkraþyrlur og flugvélar hafðar á mörgum stöðum með það í huga að auka jöfnuð í heilbrigðisþjónustu, en markmið stjórn­ valda er að sjúkrabíll eða loftfar með lækni um borð geti náð til 90% íbúa landsins innan 45 mínútna.5 Sjúkraflug er einnig notað til að auka jöfnuð í heilbrigðisþjónustu hér á Íslandi og var stórt framfaraskref stigið þegar miðstöð sjúkraflugs með flugvélum var stofnsett á Akureyri í mars 2002. Langflestum sjúkraflugum er sinnt þaðan og frá árinu 2010 hef­ ur þjónustusvæðið verið Vestfirðir, Norðurland, Austurland allt til Hornafjarðar og einnig Vestmannaeyjar. Flugrekandinn skal alltaf hafa til taks eina flugvél sem er sérstaklega útbúin til sjúkraflugs og aðra sem getur verið tiltæk innan 105 mínútna. Vélarnar eru búnar jafnþrýstibúnaði og í áhöfn eru alltaf flugstjóri, flugmaður og sjúkraflutningamaður. Læknir er í áhöfn ef þörf er talin á og einstaka sinnum hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir eða lögregla ef eðli útkallsins krefst þess. Sjúkraflutningamennirnir hafa að lágmarki aukin réttindi (advanced EMT) og nokkrir eru bráðatæknar (paramedic) sem fara gjarnan þegar um alvarleg veikindi er að ræða. Yfirvöld hafa ekki gert sérstakar kröfur til færni lækna í sjúkraflugi og á fyrstu starfsárunum var algengt að læknakandídatar færu í sjúkraflug. Björn Gunnarsson1,2 læknir Kristrún María Björnsdóttir3 meistaranemi í lýðheilsuvísindum Sveinbjörn Dúason bráðatæknir 1Heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri, 2svæfinga- og gjörgæsludeild Sjúkrahúsins á Akureyri, 3heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Fyrirspurnum svarar Björn Gunnarsson, bjorngun@unak.is Á G R I P INNGANGUR Markmið rannsóknarinnar er að gera grein fyrir sjúkraflugi með sjúkraflugvélum frá Akureyri árin 2012 til 2020. EFNIVIÐUR Í hvert sinn sem farið er í sjúkraflug er fyllt út sérstök flugskýrsla og upplýsingar úr henni svo færðar inn í rafrænan gagnagrunn sem var notaður í þessari rannsókn. AÐFERÐIR Rannsakaður var fjöldi sjúkrafluga eftir árum, útkallsflokki, ástæðu flutnings, aldri og kyni sjúklings og brottfarar- og lendingarstað. Viðbragðs- og heildarflutningstími í bráðaflutningum var borinn saman á milli ára og staða. Poisson-aðhvarfsgreining var notuð til að bera saman fjölda sjúkrafluga eftir árum. Einhliða fervikagreining var notuð við samanburð á meðaltölum bæði útkallstíma og heildarflutningstíma eftir árum og stöðum. NIÐURSTÖÐUR Alls voru 6011 sjúklingar fluttir með sjúkraflugvél innanlands á rannsóknartímabilinu. Karlar voru í meirihluta (54,3%). Miðgildi aldurs fyrir allt þýðið var 64 ár (spönn 0-99 ár). Mikill meirihluti sjúklinga var fluttur vegna lyflæknisvandamála. Áverkar voru ástæða flutnings í 15,8% tilfella. Hjá konum á aldursbilinu 20-44 ára var meðganga eða fæðing ástæða flutnings í 30,5% tilfella. Tveir þriðju sjúklinga voru fluttir til Reykjavíkur (n=3937) og fimmtungur til Akureyrar (n=1139). Miðgildi viðbragðstíma í bráðaflutningum á öllu tímabilinu var 84 mínútur og spönn núll til 2870 mínútur. Miðgildi heildarflutningstíma í bráðaflutningum var 150 mínútur og spönn 50 til 2930 mínútur. Við samanburð á heildarflutningstíma milli brottfararstaða kom í ljós munur (F=32,19; DF 9, 2678; p<0,001) og skáru Egilsstaðir, Norðfjörður, Höfn og að nokkru leyti Ísafjörður sig úr með lengstan heildarflutningstíma. ÁLYKTUN Heildarflutningstími í sjúkraflugi á Íslandi er oft langur og líklegt að það hafi áhrif á horfur sjúklinga með tímanæman heilsuvanda. Aðgengi að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu er misskipt eftir búsetu og mikilvægt að leita leiða til að jafna þann mun eins og hægt er. Sjúkraflug á Íslandi 2012 til 2020

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.