Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.2022, Side 26

Læknablaðið - 01.03.2022, Side 26
138 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N Tölfræðiútreikningar Lýsandi tölfræði var notuð til að sýna fjölda (n, hundraðshlutfall), miðju (meðaltal, miðgildi), dreifð (staðalfrávik, spönn, fjórðungs­ mörk) eftir því sem við átti. Poisson­aðhvarfsgreining var not­ uð til að bera saman fjölda sjúkrafluga eftir árum. Óverulegur munur var á tímalengdum í F­1 og F­2 útköllum og flokkunum því slegið saman til einföldunar. Við samanburð á meðaltölum bæði útkallstíma og heildarflutningstíma eftir árum og stöðum var notuð einhliða fervikagreining (one-way ANOVA), sem gerir ráð fyrir normaldreifingu gagna. Dreifing beggja tímalengda var mjög skekkt til hægri, en ásættanleg dreifing náðist með því að taka lógaritma af tímalengdum. Ekki er hægt að taka lógaritma af núlli og því var einni mínútu bætt við allar tímalengdir áður en lógaritmi var tekinn og útkoman notuð í einhliða fervikagrein­ ingu. Marktæknimörk voru sett við p­gildi <0,05. Niðurstöður Fjöldi sjúklinga og forgangsflokkur Alls voru 6011 sjúklingar fluttir með sjúkraflugvél innanlands frá 1. janúar 2012 til 31. desember 2020. Þar af áttu 230 (3,8%) ekki ís­ lenska kennitölu. Sumir voru fluttir oftar en einu sinni eins og sést í töflu I. Langflestir (92,8%) voru fluttir aðeins einu sinni eða tvisvar, en mest var farið 11 ferðir með sama einstakling. Fjöldi einstaklinga var því 4293. Á mynd 1 sést að árlegur fjöldi sjúklinga óx frá 2012, þegar þeir voru 425, þar til hámarki var náð 2018 þegar 878 sjúklingar voru fluttir. Eftir það fækkaði sjúklingum nokkuð. Samanburður á fjölda eftir árum með Poisson­aðhvarfsgreiningu sýndi að fjölg­ unin var marktæk (p<0,001). Fjölgunin skýrist að miklu leyti af auknum fjölda útkalla í forgangsflokki F­4, en þau voru 112 fyrsta árið en flest 375 árið 2018 og var Reykjavík brottfararstaður í 57,3% útkalla í þessum forgangsflokki á tímabilinu. Aldur og kyn sjúklinga Mynd 2 sýnir heildarfjölda sjúklinga eftir aldri og kyni. Karlar voru 3264 (54,3%) en konur 2747 (45,7%). Dreifingin var ójöfn þar sem konur á barnseignaraldri voru mun fleiri en karlar á sama aldri og eftir fertugt voru konur í minnihluta nema í allra elsta aldurshópunum. Miðgildi aldurs fyrir allt þýðið var 64 ár og spönn 0­99 ár. Aldur og forgagnsflokkur sjúklinga Útköll voru flokkuð í fjóra flokka eins og áður segir. Á mynd 3 má sjá að í forgangsflokki F­1 (24,8%) og F­2 (22,1%) voru tiltölulega margir undir fertugu, en flestir sjúklingar voru í forgangsflokki F­4 (37,2%) og mikill meirihluti þeirra kominn yfir miðjan aldur. Flutningsástæður Flutningsástæður, sýndar á mynd 4, voru skráðar í 78,0% til fella (n=4690). Mikill meirihluti sjúklinga var fluttur vegna lyflæknis­ vandamála og algengasta flutningsástæða var hjarta sjúkdómar, í rúmlega fjórðungi tilfella. Flokkurinn aðrar ástæður er nær alfarið lyflæknisvandamál. Flokkurinn miðtaugakerfisvandi inniheldur ekki höfuðáverka, en þeir flokkast með öðrum áverkum. Áverkar voru ástæða flutnings í 15,8% tilfella. Meðganga eða fæðing og ný­ Á síðustu árum hafa aðeins starfað fluglæknar með nokkra reynslu og æ oftar sérfræðingar í svæfinga­ og gjörgæslulækning­ um, enda benda erlendar rannsóknir til að aðkoma sérfræðilækna geti bætt horfur sjúklinga.6,7 Það er mikilvægt að henda reiður á helstu verkefnum í sjúkra­ flugi á hverjum tíma, hversu langan tíma það tekur að bregðast við útköllum og flytja sjúklinga á áfangastað. Markmið þessarar rannsóknar er að gera grein fyrir sjúkraflugi á Íslandi með sjúkra­ flugvélum frá Akureyri á 9 ára tímabili, 2012 til 2020. Efniviður og aðferðir Í hvert sinn sem farið er í sjúkraflug fyllir sjúkraflutningamaður eða læknir út sérstaka flugskýrslu í tvíriti. Skráðar eru lýðfræði­ legar og klínískar breytur eins og þurfa þykir: upplýsingar um sjúkling (nafn, kennitala, kyn, heimilisfang, símanúmer, nafn og símanúmer aðstandanda); umbeiðandi sjúkraflugs og læknir og stofnun sem tekur við sjúklingi; forgangsflokkun og ástæða flutn­ ings; sjúkraflutningamaður og læknir, flugleið og tímasetningar; inngrip (til dæmis lyfjagjafir, öndunaraðstoð); lífsmörk (hjart­ sláttartíðni, öndunartíðni, blóðþrýstingur, súrefnis mettun, með­ vitundarstig, hitastig). Ef sjúklingur á ekki íslenska kennitölu er fæðingardagur skráður með xxx9 eða xxx0 fyrir aftan. Að afloknu útkalli eru upplýsingar færðar inn í rafrænan gagnagrunn sem var notaður í þessari rannsókn. Þegar vafi lék á um áreiðanleika upplýsinga við vinnslu gagna (oftast tímasetningar) var flett upp í flugskýrslu og reynt að skera úr um hvað væri rétt. Eftir leið­ réttingar í gagnagrunni og útreikning á aldri voru öll persónu­ einkenni afmáð og gögn færð inn í RStudio útgáfu 1.3.959 sem var notað við tölfræðivinnslu og gerð mynda. Vísindasiðanefnd veitti leyfi fyrir rannsókninni. Forgangsflokkar F-1 til F-4 Við útboð á flugrekstri vegna sjúkraflugs er gert ráð fyrir að sá tími sem má líða frá því að beiðni berst þar til sjúkraflugvél er tilbúin til brottfarar, svokallaður útkallstími, ráðist af forgangs­ flokkun samkvæmt mati á alvarleika ástands sjúklinga. F­1 er þannig mesti forgangur, læknir skal vera með í för og útkallstími flugvélar að hámarki 35 mínútur. F­2 er möguleg lífsógn, læknir er oftast með og útkallstími að hámarki 35 mínútur. F­3 á við um stöðugt ástand, læknir er aðeins um borð ef þess er óskað sérstak­ lega og útkallstími allt að 6 klst. F­4 er flutningur milli stofnana og tímasetningin eftir samkomulagi. Gagnagrunnurinn hefur að geyma upplýsingar um forgangsflokkun, en ekki um útkallstíma flugvélar. Viðbragðstími og heildarflutningstími í F-1 og F-2 sjúkraflugum F­1 og F­2 útköll eru því brýnni og annars eðlis en F­3 og F­4 útköll og hér eftir verður einungis fjallað um tímalengdir í F­1 og F­2 útköllum. Viðbragðstími er tímalengd frá því að beiðni um sjúkra­ flug berst áhöfn þar til komið er til sjúklings. Heildarflutnings­ tími er tímalengd frá því að beiðni berst þar til ábyrgð á sjúklingi færist frá sjúkraflutningamanni eða lækni í sjúkraflugi til annarra heilbrigðisstarfsmanna. Það gerist oft á flugvelli þegar áhöfn sjúkrabíls tekur við sjúklingi, en yfirleitt á sjúkrahúsi þegar um alvarleg veikindi eða slys er að ræða.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.