Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.2022, Side 33

Læknablaðið - 01.03.2022, Side 33
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 145 F R É T T I R Ekki var æskilegt að Landspítali tæki við öllum sýnunum sem þarf að frumu­ skoða í einu vetfangi og því var ákveðið að gera það í þrepum. Þetta segir Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir hjá Samhæf­ ingarstöð Krabbameinsskimana, í svari við fyrirspurn Læknablaðsins. Landspítali hóf greiningu á leghálssýnum þann 1. febrúar. Ágúst Ingi segir þessa leið farna þar sem þjálfa þurfi sérfræðinga spítalans til verksins. Þá sé tæknivinnan við að sam­ þætta öll tölvukerfi flókin og viðamikil þannig að gagnaflæði sé óheft og öruggt milli Landspítala, Embættis landlæknis og Samhæfingarstöðvarinnar. „Ég er mjög ánægður með að Landspít­ ali sé nú byrjaður að greina leghálssýni og ég tel að það hafi verið hárrétt ákvörðun hjá ráðherra að fela Landspítala þetta verk­ efni,“ segir hann. Öruggt samkomulag við rannsóknastofuna í Hvidovre verði til þess að hægt sé að bregðast við komi einhverjir vankantar upp. „Ég vil leggja áherslu á að við fáum öruggar greiningar á sýnunum í Dan­ mörku. Það hefur aldrei leikið vafi á því. Vilja tryggja örugga yfirfærslu frá Danmörku í þrepum Hins vegar er það óhagræði fyrir okkur að senda sýnin til Danmerkur og við reiknum með lengri svartíma auk þess sem ég tel mjög þýðingarmikið að þessi starfsemi og sú þekking sem byggðist upp hjá Leitar­ stöð Krabbameinsfélagsins haldist hér á landi,“ segir Ágúst Ingi. „Árangurinn af greiningum legháls­ sýna á Íslandi er ótvíræður og því full ástæða til að viðhalda þeirri þekkingu og færni sem við höfum yfir að ráða.“ Í frétt á vef Landspítala segir að viku taki að greina sýnin hér heima og að stefnt sé að því að spítalinn geti sinnt öllum greining­ um í árslok. Ágúst Ingi Ágústsson læknir fagnar því að Landspítali sé farinn að greina leghálssýni tekin hér á landi. „Skráning er góð og það stefnir í afar áhugaverða og skemmtilega Læknadaga,“ segir Margrét Aðalsteinsdóttir, starfsmað­ ur Fræðslustofnunar lækna og Læknafé­ lagsins. Hún heldur utan um Læknadaga í ár sem fyrri ár en málþingin og fundirnir verða hátt í tuttugu í ár. Læknadagar, sem hafa verið í janúar­ K-bygging Landspítala. Gert er ráð fyrir í gildandi skipulagi að K-bygging verði framlengd til austurs um 7,2m og fullgerð þannig. Þá er hægt að byggja það sem upp á vantar í samgöngum innanhúss í K-byggingu og tengja hana við eldri hluta húss 1 (álmu F) aði. Ótalmargt skiptir máli svo hámarks­ árangur af meðferð náist. Lyfjagjöfin sem slík er ekki allt.“ „Vegna þrengsla heyri fólk samtöl sem því koma ekki við. „Salernisaðstaðan er þannig að fólk með lyfjastatíf á erfitt með að komast inn á þau. Dagdeildin er löngu sprungin,“ segir hún og óttast að engin breyting verði þar á næstu árin. Engin áform séu í augsýn. „Við verðum að gera þetta þannig að sómi sé að. Fólk kvartar lítið sjálft, bítur á jaxlinn, þekkir stöðuna á spítalanum, sér álagið á starfsfólkinu og er þakklátt fyrir að fá lyfjameðferðina.“ Hún segir það hafa verið hugmynd Landspítala að nýta K­bygginguna við Hringbraut sem staðið hafi ókláruð í 30 ár. Krabbameinsfélagið hafi rætt hug­ myndina við fjármálaráðherra, fyrrum heilbrigðisráðherra, formann stýrihóps Nýja Landspítala, NLSH ohf., sem látið hefur af störfum og nú nýjan heilbrigðis­ ráðherra í upphafi árs. „Húsið er til. Það þarf að klára og yrði bylting fyrir þennan hóp,“ segir hún. „Málið varðar okkur öll og það verður að leysa. Stundum finnst mér eins og ástandið varðandi spítalann sé eins og í lærðu hjálparleysi, verkefnið sé svo yfir­ þyrmandi að við séum hætt að reyna að leysa það en á meðan vex vandinn.“ Ekkert skákar Læknadögum mánuði, verða nú 21.­25. mars þar sem kórónuveiran setti strik í reikninginn. „Miðað við þróun mála sé ég ekki að henni takist að skáka Læknadögum nú,“ segir hún. „Ég hvet því alla lækna til að taka þátt og skrá sig.“ Dagskrá og skráning er á innri vef Læknafélagsins. Á Læknadögum 2022 er Margrét Aðalsteinsdóttir yfir og allt um kring. Mynd/gag

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.