Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.03.2022, Qupperneq 36

Læknablaðið - 01.03.2022, Qupperneq 36
148 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 V I Ð T A L Breyta þarf menningunni á Landspítala svo kynferðisleg áreitni og mismunun þrífist ekki. Þetta segir Runólfur Pálsson nýr forstjóri Landspítala. Hann fær yfir sig stjórn og sér í kjölfarið fram á að skipurit spítalans breytist ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Vill forvirkar aðgerðir gegn kynbundinni mismunun „Ekki nægir að verkferlar séu til staðar til að grípa fórnarlömb kynbundinnar mis­ mununar heldur þurfum við fyrirbyggj­ andi aðgerðir,“ segir Runólfur Pálsson, nýr forstjóri Landspítala. „Niðurstaða könnunar Félags al­ mennra lækna sýnir að hér á Landspítala eru þessi mál ekki einstök heldur smita inn í almenn samskipti.“ Hann segir þau því hluta af kúltúrnum á spítalanum ásamt ákveðinni þöggunarmenningu sem sé viðhaldið með valdaójafnvægi. „Við þurfum að ráðast kerfisbundið í að bæta þessa menningu og samskipti almennt,“ segir hann. „Við þurfum að vinna frumkvæðisvinnu þannig að við grípum inn í oft vanhugsaða háttsemi sem einhverjir hafa tamið sér. Við þurfum að eyða þessu.“ Læknablaðið hitti Runólf á skrifstofu hans í Fossvogi hálfum mánuði fyrir settan forstjóradag. En verður hann með skrifstofu þegar hann tekur við eða fetar hann í fótspor Páls Matthíassonar og sleppir hendinni af slíkum munaði? „Góð spurning, ég hef lítið hugleitt þau mál,“ segir hann. Spurður hvernig honum hafi liðið þegar ljóst varð að hann tæki við, segir hann: „Mér varð ljóst að ég stæði frammi fyrir breyttum veruleika.“ Með keppinautana í farteskinu Runólfur var valinn úr hópi 14 umsækj­ enda. Nú stýrir hann 80 milljarða fram­ lagi ríkisins til þessa þjóðarsjúkrahúss. Ekki einn, því hann fær yfir sig heila stjórn. Runólfur mun þó í fyrstu stýra hópi fólks í framkvæmdastjórn, sem einnig vildi setjast í forstjórastólinn: Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur starfandi forstjóra, Sigríði Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar, Ólafi Baldurssyni, fram­ kvæmdastjóra lækninga, og Gunnari Ágústi Beinteinssyni, framkvæmdastjóra mannauðsskrifstofu. Hvernig mun það ganga? „Fólkið sem situr í framkvæmdastjórn­ inni hefur flest verið lengi í forystu spít­ alans. Það hefur mikla reynslu og mjög gott að vinna með þeim. Hins vegar eru breytingar í vændum,“ segir hann og vís­ ar til áhrifa nýrrar stjórnar. „Ég tel að fljótt verði hugað að breytingum á skipulagi yfirstjórnar spít­ alans. Ég skoða þessa dagana hvernig við útfærum forystu spítalans með hliðsjón af því.“ Stjórnin komi til með að hafa ríkt hlutverk. „En þangað til vænti ég góðs samstarfs við framkvæmdastjóra og for­ stöðumenn.“ Blaðamaður fullyrðir að Landspítali sé eins og olíuskip. Það taki tíma að skipta um kúrs. Það sjáist á því að bráðamóttak­ an hafi nú verið stífluð svo árum skipti og legurými spítalans fullnýtt. „Forgangs­ mál,“ segir Runólfur. Spítalinn verði að hafa fleiri legurými til reiðu fyrir bráð­ veikt fólk. „Það er afar mikilvægt að rúmanýt­ ingin fari ekki yfir 85­90% að meðaltali en hún hefur gjarnan farið yfir 100% og þá er lítið sem ekkert svigrúm til að takast á við skyndilega álagsaukningu svo sem vegna fjöldaslysa og faraldra. Þá viðhelst þetta ástand sem hefur verið undanfarin ár, þar sem að fjöldi fólks kemst ekki innan ásættanlegs tíma í sjúkrarúm á legudeild­ um.“ Þessu ætli hann að breyta. “Já, við verðum að breyta þessu.“ Hann bendir á að fjórðungur legurýma á spítalanum tilheyri öldrunarþjónustu. „Við getum ekki ráðstafað stórum hluta legurýma til aldraðra sem þarfnast langvarandi endurhæfingar eða hafa lokið meðferð á spítalanum.“ Ræða þurfi verkaskiptingu milli þjónustustiga. Ýmis verkefni eigi heima utan spítalans. „Þá á ég við þjónustu við aldraða sem hafa lokið meðferð hér á spítalanum. Einnig eru tækifæri í bráðaþjónustunni og svo miklu skýrari verkaskiptingu í eftirliti og meðferð varðandi langvinna sjúkdóma milli heilsugæslu, sjálfstætt starfandi sér­ fræðilækna og annarra heilbrigðisstarfs­ manna og spítalans. Þar eru mjög óskýr mörk og oft hending sem ræður því hvar sú meðferð er veitt.“ Vill nýta alla möguleika Runólfur bendir á að Landspítali leiki veigamikið hlutverk í samfélaginu sem þjóðarsjúkrahús. „En við þurfum í ljósi smæðarinnar og takmarkaðra úrræða sem henni fylgja að nýta alla okkar möguleika eins og kostur er. Við verðum að nýta til hins ýtrasta þjónustuúrræðin um allt land og sníða að þörfum fólksins.“ Hann horfi til þess að kröfur séu nú meðal starfsfólks um að vinna skikkan­ legan vinnutíma, ná jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Að starfið sé þeim ekki Hlustið á viðtalið á hlaðvarpi Læknablaðsins

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.