Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.03.2022, Qupperneq 38

Læknablaðið - 01.03.2022, Qupperneq 38
150 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 V I Ð T A L „Róðurinn var þungur, því enginn vill borga fyrir sparnað,“ segir Arna Guðmundsdóttir, innkirtlalæknir og einn frumkvöðlanna í Retina Risk, sem þróað hefur áhættureikni á líkum á augnsjúkdómi sykursjúkra. Eftir brösugar móttökur í byrjun blómstrar sprotafyrirtækið. Læknablaðið hitti þau Örnu og Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði og eiginmann hennar, rafrænt – vegna kórónuveirunnar! ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Ein milljón niðurhala á reikniforriti Retina Risk Milljón niðurhöl á smáforritinu. Samn­ ingur við bandarísku sykursýkisamtökin, ADA, og nú verðlaun World Summit Awards, WSA, stofnunar sem tengd er Sameinuðu þjóðunum, fyrir tæknilausnir við samfélagslegum áskorunum. Sprotafyrirtækið Retina Risk blómstr­ ar. Það er ólíkt fyrstu árunum því þótt frumkvöðlarnir Arna, Thor og Einar Stefánsson augnlæknir hafi séð ljósið strax í upphafi átti það ekki við um þá sem þjóna sykursjúkum. Þeir óttuðust að missa spón úr aski sínum. „Tryggingafélög vilja aðeins greiða fyrir það sem er áþreifanlegt. Það er fram­ andi hugsun fyrir marga að borga fyrir að hætta að gera eitthvað, eða minnka eitthvað og því gekk okkur illa að selja lausnina til að byrja með,“ segir Arna þar sem hún situr við borðstofuborðið heima ásamt eiginmanninum Thor. Nú séu bjart­ ari tímar framundan. Klínískt nef lækna í appi „Enda breyttum við áherslum og settum fókusinn á sjúklinga fremur en kaupanda lausnarinnar, bjuggum til smáforrit eða app og ákváðum að hafa það ókeypis fyrir þá til að byrja með svo þeir gætu sjálfir reiknað út áhættuna á að fá sjónskerðingu af völdum sykursýki. Nú geta allir farið inn á heimasíðu ADA og sett inn upplýs­ ingar sínar til að reikna út eigin áhættu. Það er virkilega ánægjulegt að nú þegar hefur ein milljón manna sótt appið,“ segir Arna. Þau stofnuðu Retina Risk árið 2009 og hófu rannsóknir á 20.000 manns víða um heim. Arna lýsir því einnig hversu erfitt hafi verið að fá læknasamfélög til að sam­ þykkja lausnina enda dragi hún úr þjón­ ustunni sem þeir áður veittu. „Retina Risk gengur nefnilega út á að nota reiknirit en ekki klínískt nef lækn­ isins til þess að stýra fjölda heimsókna til þeirra,“ segir hún en appið reikni út líkur þeirra sem hafi sykursýki á að fá augnsjúkdóm. Thor tekur undir. „Við erum alltaf að heyra að auka þurfi fé til forvarna og að einstaklingsmiða þurfi þjónustuna. Fólk er jákvætt fyrir því en þegar taka á skrefin verður því miður oft lítið um efndir.“ Kljást við COVID-19 Arna og Thor eru ekki aðeins samstarfs­ félagar í Retina Risk. Þau eru hjón. Eiga þrjá syni og hittust á gamlárskvöldi í fyrndinni. Læknablaðið hittir þau bara á netinu. Þau eru með COVID­19. Hún sem hefur fylgt sjúklingum með veiruna eftir í faraldrinum og hann sem hefur reiknað út líkurnar á smitum á landsvísu. Nú reyna þau sjúkdóminn á eigin skinni. „Við höfum það sæmilegt,“ svarar Arna fyrir þau bæði. „Þetta er ekki nein venju­ leg kvefpest,“ segir hún. Vika að baki. „Ég verð aldrei svona veik,“ segir hún og á þá ekki við alvarleika veikindanna heldur eðli þeirra. Thor samsinnir. „Ég man ekki eftir að hafa verið veikur svona lengi.“ Thor og Arna benda á að fjöldinn með sykursýki vaxi hratt um allan heim, heimsfaraldur og tíðnin þrefaldast frá aldamótum. Retina Risk muni létta mjög á álagi á heilbrigðiskerfið því heimsóknun­ um fækki. Lausn þeirra verði einnig nýtt hér. „Já, unnið er að því að innleiða reikniforritið á göngudeild sykursjúkra á Landspítala,“ segir hann. Hún að það sé mikill fjárhagslegur ávinnur af því að geta stýrt flæðinu betur. „Annars stefnir í óefni.“ Ekki rík af Retina Risk En eru þau þá orðin rík af samningnum við ADA? „Margir halda það,“ segir Arna og hlær. „En svo að það sé sagt þá erum við að setja pening í þetta samstarf. Við erum ekki að græða krónu á þessu,“ segir hún og bendir á að Háskóli Íslands og Landspítali séu hluthafar í fyrirtækinu.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.