Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.2022, Side 42

Læknablaðið - 01.03.2022, Side 42
154 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 „Ástæður þess að fólk fyrirfer sér eru svo óskaplega margar. Þetta er stór og fjöl­ breyttur hópur, með ólíkan bakgrunn,“ segir Þórgunnur Ársælsdóttir, yfirlæknir bráðateymis geðdeildar Landspítala. Hún heldur fyrirlestur um áhættumat á sjálfs­ vígum á Læknadögum sem haldnir verða 21.­25. mars. Hún segir að of margir taki líf sitt hér á landi. Erfitt sé að meta hvort eðli sjálfs­ víga hafi breyst eða þeim fjölgað vegna fámennisins. „Hvert sjálfsvíg er harmleikur. Mikil­ vægt er að við heilbrigðisstarfsfólk vitum að það er ekkert í okkar mætti sem getur komið í veg fyrir þau öll en samfélagið getur svo sannarlega lagt sitt af mörkum til þess að koma í veg fyrir þau.“ Margt megi gera. Hindra þurfi aðganginn „Eitt af því er að takmarka aðgang að þeim aðstæðum og tólum sem gripið er til við sjálfsvíg. Dregið hefur úr sjálfsvígum þegar teknar hafa verið ákvarðanir um slíkt. Til dæmis þegar farið var að byggja grindverk við háar brýr,“ segir hún. „Annað dæmi er þegar kolmónoxíð var tekið úr eldunargasi í Bretlandi. Ákvarðanir eins og að takmarka aðgang að skotvopnum skiptir máli, því þótt sum­ ir fremji sjálfsvíg að yfirlögðu ráði, hafa skipulagt það án þess að segja frá, er stór hópur sem gerir það í hvatvísi,“ segir hún Allt of mörg þeirra sem taka eigið líf hafa ekki viðrað þær hugsanir sínar við aðra. Þetta segir Þórgunnur Ársælsdóttir, yfirlæknir bráðateymis geðdeildar Landspítala ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Margir taki eigið líf í hvatvísi V I Ð T A L og lýsir því hvernig fólk bugist undan erfiðum tilfinningum og sé á valdi þeirra þegar tilraun er gerð. „Oft eru vímuefni með í spilinu og því getur skipt sköpum að ekki sé hægt að grípa eitthvað skyndilega sem getur verið banvænt,“ segir hún. „Við sjáum að ungt fólk og aldraðir eru í meiri áhættu en fólk á miðjum aldri á að falla fyrir eigin hendi.“ Ætla að auka faglegt öryggi Fyrirlesturinn á Læknadögum er hluti af málþingi fræðslunefndar Geðlæknafélags­ ins. „Við köllum það: Það sem allir læknar þurfa að vita um bráðan geðvanda, og leitumst þar við að hafa málþingið hag­ nýtt, praktískt, þannig að læknar úr öllum sérgreinum verði einhvers vísari. Þeir fái faglegt öryggi til að takast á við bráðan geðrænan vanda.“ Þórgunnur segir langvinnan geðrænan vanda almennt ekki vefjast fyrir lækn­ um. „Þá höfum við tíma til að leita svara; fá ráðgjöf eða fletta upp í bókum eða á netinu, en í bráðum aðstæðum þurfum við að kunna að bregðast hratt við.“ Þau komi inn á hvað gera skuli í bráðu geðrofi, við bráð áföll og ofsakvíða. Einnig hvað eigi ekki að gera, hvaða geðlyf eigi að nota í fyrstu og hver ekki. „Við ræðum einnig fráhvörf vegna áfengis og vímu­ efna.“ Hún segir að geðlæknar óttist að missa sjúkling við sjálfsvíg. „En við erum alltaf Einstaklingshyggjan þvælist fyrir okkur „Einstaklingshyggjan: ég, um mig, frá mér, til mín, hefur verið áberandi á okkar tímum. Að lífið snúist um að hámarka persónulega hamingju sama hvað það kostar fyrir aðra og að lífið snúist um hvað öðrum finnst um mann. Þessi yfir­ borðsmennska og fókus á lítt uppbyggilega hluti er ekki alltaf hjálpleg,“ segir Þórgunnur. „Það er gott fyrir okkur að muna að við berum öll ábyrgð á að láta okkur líða sem best. Ef okkur líður vel hefur það líka góð áhrif á aðra en það gleymist stundum að alheimurinn snýst ekki um hvert og eitt okkar og okkur líður mörg­ um best þegar við erum til staðar fyrir aðra.“ Að tengjast náttúrunni, tilheyra jörðinni, mannkyninu og vera partur af sam­ félagi sé hjálpleg tilfinning og vert að rækta. „Ekkert okkar er eyland. Ákvarðan­ ir okkar hafa áhrif á aðra.“ Hlustið á viðtalið á hlaðvarpi Læknablaðsins

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.