Lögmannablaðið - 2021, Page 17

Lögmannablaðið - 2021, Page 17
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/21 17 Helga Kristín Auðunsdóttir. þakklát þar sem efnið sem ég ákvað síðan að skrifa um „Hedge fund activism“ var mun meira á mínu áhugasviði og í raun verkefni sem ég get haldið áfram að rannsaka. Hvernig fór rannsóknin fram og hvað tók hún langan tíma? Ég var í námi í fimm ár meðfram vinnu. Þetta var gríðarleg vinna en mjög miklar kröfur eru gerðar til doktorsnema í viðskiptalögfræði í Bandaríkjunum og ég áttaði mig kannski ekki fyllilega á umfanginu áður en ég hófst handa. Fyrsta árið var ég búsett í New York og mætti í tíma, ásamt því að eiga reglulega fundi með leiðbeinanda mínum, en síðar flaug ég á milli auk þess sem ég stundaði rannsóknirnar að heiman. Verkefnið fólst oftar en ekki í því að lesa grund- vallar fræðigreinar á sviði lögfræði og gagnrýna þær síðan á ítarlegan hátt. Markmiðið með því er í raun að kenna doktorsnemum að ná tök á heimildarýni enda lærði ég fljótt að vísa ekki í aðra fræðimenn án rýni. Rannsóknin mín var síðan einungis bundin við fyrirliggjandi gögn en til að kortleggja regluverkið í samanburðarlöndunum hafði ég góðan aðgang að gögnum í gegnum bókasafnið í Fordham. Síðan notaði ég fréttamiðla og tilkynningar til kauphallar til að leggja mat á aðferðir vogunarsjóða. Þetta var á vissum tímapunkti hár stafli gagna og ég hugsaði með samúð til þeirra sem skrifuðu slíkar ritgerðir fyrir tíma skýjavistunar. Kortlagning ólíkra stjórnarhátta gagnlegust Hverjar voru helstu niðurstöður þínar? Þær voru mjög áhugaverðar. Rannsóknin sýndi nefnilega að lög og reglur stýra hegðun fjárfesta á takmarkaðan hátt. Upphaflega stóð ég í þeirri trú að það væri hægt að hafa bein áhrif á hegðun fjárfesta með lagasetningu. Að löggjöf mætti afrita á milli landa og að hún hefði sambærileg áhrif í þeim. Það reyndist síðan ekki raunin. Ef ég einfalda niðurstöðurnar þá má í raun segja að staðbundnar venjur og samþjöppun eignarhalds ræður hegðun fjárfesta í mun ríkari mæli en regluverkið. Þá skiptir samsetning eignarhalds og réttindi hluthafa miklu máli, sem og samsetning fjárfestahópsins. Getur þannig hlutfall stofnanafjárfesta í hluthafahópnum til dæmis haft áhrif á hvort tillögur vogunarsjóða nái fram að ganga. Aðgangur að upplýsingum um hluthafa getur líka skipt máli. Hvernig telur þú helst að niðurstöðurnar muni nýtast – bæði innan lögfræðinnar og á öðrum réttarsviðum? Þó svo að verkefnið snúi að fjárfestingum vogunarsjóða þá er umfjöllunarefnið í raun reglur sem gilda um skráð félög og samanburður á réttindum hluthafa, minnihlutavernd og hlutverk og verksvið stjórnareininga hlutafélaga. Kort- lagning ólíkra stjórnarhátta er það sem mér finnst hvað

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.