Lögmannablaðið - 2021, Page 18

Lögmannablaðið - 2021, Page 18
18 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/21 Ásar – þýðingar og túlkun slf Eftirfarandi þýðendur og túlkar starfa innan vébanda Ása – þýðinga og túlkunar slf: Ellen Ingvadóttir, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi, EU-ACI Niels Rask Vendelbjerg, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi Daníel Teague skjalaþýðandi Matthías M. Kristiansen, þýðandi Almennar og löggiltar þýðingar, dóm- og ráðstefnutúlkun, textaráðgjöf. Aðili að rammasamningi Ríkiskaupa (RK-14.10). Ásar – þýðingar og túlkun slf sími: 897 2717 » netfang: ellening@simnet.is Gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Þökkum ánægjulegt samstarf á hinu liðna. gagnlegast fyrir utanaðkomandi aðila. Það að átta sig á mismunandi hlutverki stjórna á milli landa og greining á ólíku hlutverki og samspili milli stjórnareininga hlutafélaga í þeim er nauðsynlegt öllum sem koma að fjárfestingum á milli landa. Áhrif stofnanafjárfesta á markaði og sam- þjöppun eignarhalds þegar kemur að áhrifum minni hlut- hafa eru einnig atriði sem væri áhugavert að skoða með tilliti til Íslands. Mælir þú með því fyrir aðra lögfræðinga að fara í doktorsnám? Ég vildi að ég gæti sagt já, en það er enn of stutt síðan ég lauk námi. Þetta var eldskírn í mörgu samhengi sem gerði mig að öllu leyti að betri lögfræðingi og fræðimanni. Síðan, eins og einn vinur minn sagði, þá er ég komin með frábæra skammstöfun fyrir framan nafnið mitt til að slökkva á gagnrýni á það hvað ég er stundum utan við mig. En þetta er brjáluð vinna og kannski ekki ráðlagt að gera þetta samhliða vinnu og barnauppeldi en yngri dóttir mín var rúmlega tveggja ára og sú eldri að verða átta ára þegar ég byrjaði. Hvað tekur nú við hjá þér? Ég held áfram kennslu við Háskólann á Bifröst en ég er að kenna félagarétt og fjármálamarkaðsrétt ásamt fleiru. Ég er samhliða að vinna að grein sem ég hyggst fá birta um virka fjárfesta. Svo er ég að hefja nýja rannsókn á sama sviði þar sem ég mun skoða nýtt afbrigði virkrar eigendastefnu vogunarsjóða á sviði ábyrgra fjárfestinga. Hildur Þórarinsdóttir

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.