Fréttablaðið - 20.08.2022, Blaðsíða 10
Heimildir: FEWS, Save the Children
Hungursneyð gæti orðið sú versta í marga áratugi
FÆÐUÓÖRYGGI Í AFRÍKU
Lágmarkshætta
Við þolmörk
Kreppa
Neyðarástand
Malí
Nígería
Níger Tsjad Súdan Eþíópía Jemen
Þurrkar: Úrkoma á
Horni Afríku hefur verið
rúmum helmingi undir meðallagi.
Engisprettur: Engisprettu-
faraldur eyðileggur nú
akra í Austur-Afríku.
Stríð: Boko Haram í
Vestur-Afríku og al-Shabab
í Sómalíu hafa truað
landbúnað og dreingu
hjálpargagna.
Covid / Stríðið í Úkraínu:
Framboð á mat, eldsneyti og
áburði hefur minnkað en
verð hefur hækkað.t
Sómalía
KeníaÚganda
Suður-
Súdan
Mósambík
Madagaskar
Simbabve
© GRAPHIC NEWS
Fimm ára þurrkatímabil og engisprettufaraldur í Austur-Afríku, áframhaldandi
hernaðarátök, kórónaveirufaraldurinn og innrás Rússa í Úkraínu
hafa minnkað fæðuöryggi rúmlega 80 milljóna manna.
Þurrkatímabil, stríðið í Úkra-
ínu, verðbólga og eftirköst
kórónaveirufaraldursins hafa
saman stuðlað að síauknu
fæðuóöryggi í fjölda Afríku-
ríkja og óttast er að hungurs-
neyð sem hæfist nú yrði ein sú
versta í marga áratugi.
thorgrimur@frettabladid.is
AFRÍKA Þurrkur stendur nú yfir á
horni Afríku og óttast er að álfan
standi enn á barmi hungursneyðar.
Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
unin segir að rúmlega 80 milljónir
manna í Sómalíu, Eþíópíu, Keníu,
Súdan, Suður-Súdan, Úganda og
Djibútí lifi við skert matvælaöryggi
og að nærri helmingur þeirra hafi
neyðst til að selja eignir sínar til þess
að geta borðað.
Veðurspár benda til þess að
dregið gæti úr úrkomu í fimmta
sinn í röð á næsta regntímabili. Ef
til hungursneyðar kemur kynni hún
að vera sambærileg við það sem sást
í Eþíópíu á níunda áratugnum, þar
sem um ein milljón manns lést.
Akinwumi Adesina, forseti Afr-
íska þróunarbankans, segir heims-
álfuna skorta ígildi um 30 milljóna
tonna af matvælum, sérstaklega
hveiti, maís og sojabaunir, sem
venjulega væru innflutt frá Rúss-
landi og Úkraínu. Verð á áburði
hefði víða rúmlega þrefaldast og
bændur í mörgum Afríkuríkjum
gætu því ekki ræktað nóg til að anna
eftirspurn.
Adesina varaði við því að stríðið
í Úkraínu væri að stuðla að „átaka-
sprottinni hungursneyð“ í Afríku,
sem kynni að kynda undir póli-
tískum og þjóðfélagslegum óstöð-
ugleika víðs vegar um heimsálfuna.
„Þegar milljónir manna verða að
strita til að geta keypt sér mat, elds-
neyti og áburð, eru mótmæli gegn
stjórnvöldum raunhæfur mögu-
leiki.“
Afríski þróunarbankinn hefur
hleypt af stokkunum sérstakri
neyðarmiðstöð fyrir matarfram-
leiðslu með fjármagni upp á and-
virði um 211 milljarða íslenskra
króna sem á að ná til 25 landa. Mið-
stöðin á að útvega 20 milljónum
bænda hveitibaunir og annað
kornmeti sem hefur verið lagað að
staðarloftslaginu. Vonast er til þess
að með verkefninu verði 38 millj-
ónir tonna af matvælum ræktaðar
á næstu tveimur árum.
Pierre Micheletti, forseti frönsku
hjálparsamtakanna Action contre
la faim (Aðgerða gegn hungri),
varaði við því á fimmtudaginn að
lönd utan Afríku séu einnig í hættu
á hungursneyðum, sér í lagi Afgan-
istan og Jemen.
Fæðuóör yg g i og hæt t a n á
hungursneyð hef ur jafnframt
ágerst á svæðum í Afríku sem hrjást
af innanlandsófriði.
Tígraí-héraðið í Eþíópíu er
einna verst sett vegna styrjaldar
sem hefur verið háð um svæðið
milli alríkisstjórnar Eþíópíu og
uppreisnarhópa í nærri tvö ár.
Samkvæmt skýrslu Matvæla-
áætlunar Sameinuðu þjóðanna
er tíðni vannæringar fram úr öllu
hófi. Ástandið muni versna þar til
uppskerutíð hefst í október.
Tedros Adhanom Ghebreyesus,
framkvæmdastjóri Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunarinnar, sem
er sjálfur frá Tígraí, vakti athygli á
kreppunni í Tígraí í vikunni.
Ghebreyesus harmaði skeyting-
arleysi heimsbyggðarinnar gagn-
vart ástandinu þar og leiddi líkur
að því að hugsanlega kærði fólk
sig kollótt um það vegna litarafts
íbúanna. n
Þrjátíu milljónir tonna af
mat vantar fyrir Afríkubúa
Íþróttasjóður
Umsóknarfrestur er 3. október
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
sk
h
ön
nu
n
Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Íþróttasjóði
sem starfar samkvæmt lögum nr. 64/1998 og reglugerð
nr. 803/2008.
Styrkir eru veittir til eftirfarandi verkefna:
l Sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga og samtaka
þeirra sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana
l Áhersla á fræðslu um gildi hreyfingar fyrir alla
l Fjölbreytt verkefni sem hvetja ungt fólk sérstaklega til að
taka þátt og hreyfa sig reglulega
l Íþróttarannsókna
l Verkefna samkvæmt 13. gr. íþróttalagaa
Lágmarksstyrkur til verkefna er 250 þúsund.
Vakin er athygli á því að sami umsækjandi getur aðeins
sent inn eina umsókn í hverjum umsóknarflokki.
Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar er að finna
á www.rannis.is. Umsóknum skal skila á rafrænu formi
fyrir kl. 15:00, mánudaginn 3. október 2022.
Nánari upplýsingar veitir Andrés Pétursson,
andres.petursson@rannis.is,
sími 699 2522.
kristinnhaukur@frettabladid.is
UMHVERFISMÁL Íslensk stjórnvöld
telja núverandi samninga er koma
inn á veiðar á úthöfum fullnægjandi
og leggja áherslu á að nýr úthafssátt-
máli Sameinuðu þjóðanna verði
aðeins til viðbótar og stuðnings.
Eins og frettabladid.is greindi
frá hefur hörð afstaða Íslendinga,
Rússa, Norðmanna og Japana verið
ein helsta ástæða þess að ekki hefur
tekist að gera úthafssáttmála Sam-
einuðu þjóðanna.
Samk væmt Pétr i Halldórs-
syni, fyrrverandi formanni Ungra
umhverfissinna, sem hefur setið
fundi hjá Sameinuðu þjóðunum,
hefur sendinefnd Íslands farið fram
á að fiskveiðar verði algerlega und-
anskildar. Það sé óhugsandi þar sem
fiskveiðar sé ein helsta ástæðan fyrir
því að verið sé að semja sáttmálann
sem heildarumgjörð um nýtingu og
vernd úthafanna.
„Ísland hefur lagt áherslu á að
samningurinn styðji og komi til við-
bótar við núverandi regluverk, haf-
réttarsamninginn og úthafsveiði-
samninginn, sem nú þegar mynda
fullnægjandi lagaramma fyrir veiðar
á úthafinu,“ segir í svari utanríkis-
ráðuneytisins við fyrirspurn Frétta-
blaðsins.
„Ísland hefur undirstrikað mikil-
vægi þess að víðtæk sátt náist um
niðurstöður viðræðnanna til þess að
sem flest ríki verði aðilar að samn-
ingum í framtíðinni,“ segir áfram í
svarinu.
Matvælaráðuneytið vildi ekki
svara efnislega þrátt fyrir að hafa
svarað sambærilegri fyrirspurn í
tíð fyrri ráðherra sjávarútvegsmála.
„Um er að ræða f lóknar, tækni-
legar samningaviðræður um mörg
ólík efni og erfitt hefur reynst að ná
sátt um ýmis atriði. Vonir standa til
að það takist í viðræðulotunni sem
nú stendur yfir og þar mun Ísland
ekki láta sitt eftir liggja,“ segir í svari
utanríkisráðuneytisins. n
Íslendingar vilja að nýr úthafssáttmáli
verði til stuðnings núverandi löggjöf
Engisprettufaraldur er eitt af því sem hefur ógnað fæðuöryggi í Keníu að undanförnu. Margir samverkandi þættir, þar
á meðal stríðið í Úkraínu, hafa ýtt ýmsum Afríkuríkjum fram að brún hungursneyðar. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
thorgrimur@frettabladid.is
ÍRAN Ný t t sa mkomu lag u m
kjarnorkuáætlun Írans kann að vera
handan við hornið.
Sjónvar psstöðin Al Jazeera
greindi frá því í gær að Bandaríkin
hefðu samþykkt lokadrög Evrópu-
sambandsins að nýju samkomulagi
við Írani til að binda enda á írönsku
kjarnorkuáætlunina. Samkomu-
lagið feli í sér afléttingu tiltekinna
viðskiptaþvingana gegn írönskum
fjármálastofnunum.
Fyrra kjarnorkusamkomulagið
við Íran var gert árið 2015 og auk
Bandaríkjanna voru Frakkland,
Bretland, Þýskaland, Kína og Rúss-
land, aðilar að því.
Donald Trump Bandaríkjaforseti
dró Bandaríkin út úr samkomulag-
inu árið 2018. Íranir hafa í kjölfarið
að mestu hætt að fylgja því og hafa
haldið áfram að auðga úran.
Repúblikanar í Bandaríkjunum og
Ísraelar eru mótfallnir því að aflétta
nokkrum refsiaðgerðum gegn Íran
og hafa kallað eftir því að samninga-
viðræðunum verði slitið. n
Ná kjarnorkusamkomulagi við Íran
Aflétta á tilteknum refsiaðgerðum
gegn Írönum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Tígraí-héraðið í Eþí-
ópíu er einna verst sett,
vegna styrjaldar sem
hefur verið háð um
svæðið.
Þórdís Kolbrún
R. Gylfadóttir
utanríkisráð-
herra.
10 Fréttir 20. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ