Fréttablaðið - 20.08.2022, Blaðsíða 82
tsh@frettabladid.is
Listamaðurinn Sölvi Dýrfjörð stend-
ur fyrir sýningunni Leikur á ljós í
Borgarbókasafni Grófinni á Menn-
ingarnótt, þar sem hann kynnir glæ-
nýtt gagnvirkt ljósaverk klukkan 13.
Um er að ræða innsetningu sem
samanstendur af lömpum og ljósum
sem eru tengdir við forrit er gerir
tónlistarmönnum kleift að spila á
það og blanda þannig saman ljósum
og tónlist. Sölvi hefur boðið úrvals-
liða tónlistarmanna að leika á inn-
setninguna auk þess sem gestir og
gangandi fá að spreyta sig og prufa
tónaljósverkið.
„Ég fékk þessa hugmynd þegar ég
var að hanna ljós fyrir nemendasýn-
ingu í Flensborg og hef svolítið verið
í þessu, að hanna ljós. Ég ákvað, af
því það kostar náttúrlega ógeðslega
mikið að leigja allar græjur í það, að
gera það bara í tölvunni minni án
þess að nota ljósaborð. Þegar ég fór
að gera þetta almennilega þá komst
ég að því að það væri nokkuð fínt
að hafa þessa helstu takka. Ég átti
svona lítið MIDI-píanó og ég teipaði
bara á það og setti alla takkana sem
ég þurfti og tengdi við ljósaforritið,“
segir Sölvi.
Út frá þessu spratt svo hug-
myndin að gera listaverk sem myndi
tengja saman hljómborð og ljós
þannig að hægt væri að spila á hvort
tveggja. Þá hefur Sölvi einnig tengt
gítar við verkið svo tónlistarmenn-
irnir geta valið um tvö hljóðfæri.
Ljósin sjálf eru samansafn ýmissa
gamalla heimilisljósa.
„Þetta eru bara gamlir lampar
aðallega úr Góða hirðinum, ég er
fastagestur þar. Þetta eru lampar
og loftljós allt með gömlum perum
svo hægt sé að stýra þeim á vissan
hátt. Hvert einasta ljós er tengt við
eina nótu, þannig að þegar þú spilar
á eina nótu þá spilarðu á eitt ljós,“
segir Sölvi.
Sölvi er fjölhæfur listamaður
með víðtæka reynslu þrátt fyrir
ungan aldur, en hann er tvítugur.
Hann er með bakgrunn í leiklist og
dansi og hefur tekið þátt í ýmsum
uppfærslum í Borgarleikhúsinu en
starfar nú einnig við ljósmyndun og
vídeóframleiðslu.
„Ég geri eiginlega bara svolítið
það sem mig langar til og ég er mjög
heppinn að ég hef hingað til náð
að vinna við mín áhugamál,“ segir
hann. n
Spilað á ljós og hljóð í Borgarbókasafni
Sölvi fékk hugmyndina að innsetningunni þegar hann var að hanna ljós fyrir
nemendasýningu Flensborgarskóla. MYND/SÖLVI DÝRFJÖRÐ
Japanska sendiráðið og
Íslenska myndasögusam-
félagið gera anime hátt undir
höfði á Menningarnótt með
uppákomu sem hverfist um
teiknimyndaþættina Ter-
ror In Resonance þar sem
japanskur frásagnarmáti og
íslensk tónlist mætast.
toti@frettabladid.is
Japönsk menningarbylgja með
íslenskum undirtónum skellur á
Borgarbókasafninu í Grófinni á
Menningarnótt, þar sem sendiráð
Japans á Íslandi og Íslenska mynda-
sögusamfélagið gera manga og
anime hátt undir höfði með vinnu-
stofum og sjónvarpssýningum á
líf legri uppákomu þar sem meðal
annars myndlist og matarmenning
renna saman.
Japanskar manga-myndasögur og
anime-teiknimyndir njóta gríðar-
legra vinsælda meðal íslenskra
my ndasögunörda og Íslenska
myndasögusamfélagið taldi upp-
lagt hafa anime-þættina Terror In
Resonance í forgrunni í dag. Meðal
annars vegna þess að lagið Von, eftir
Arnór Dan, hljómar þrungið merk-
ingu í þáttunum.
Meinlaus ögrun
„Þeir eru bara frábærir,“ segir Atla
Hrafney, hjá Íslenska myndasögu-
samfélagsinu um þættina sem hafa
lengi notið mikilla vinsælda. Ekki
síst meðal teiknimyndanörda með
sterkar anime-taugar. „Við erum að
fara að sýna þetta á skjá þannig að
fólk getur fengið að horfa á þetta
sem er bara frábært.“
Atla segist finna fyrir talsverðum
áhuga á viðburði dagsins en segir
eitthvað um að fólk hafi staldrað við
hryðjuverkatenginguna í titlinum.
„Þetta er ögrandi en um leið og við
bendum á tenginguna við Ísland
sem ástæðuna fyrir þessu vali þá
finnst fólki þetta bara skemmtilegt,“
segir Atla og heldur áfram að reka
þennan menningarlega þráð milli
þjóðanna tveggja.
Vonin ómar
„Ástæðan fyrir að við ákváðum að
taka þessa þætti er að lagið Von er í
þeim og felur í raun aðalþema þeirra
í sér og er stór hluti af hugmynda-
fræði þeirra.“
Lagið er eftir tónlistarmanninn
Arnór Dan, sem er þekktur sem
söngvari Agent Fresco en einnig
fyrir samstarf sitt við Ólaf Arnalds
og hina japönsku Yoko Kanno, sem
semur tónlistina í þáttunum.
„Þannig að þetta er kannski
svona eitt fyrsta samstarfsverkefni
milli landanna í þessum efnum og
við ákváðum að halda aðeins upp
á það.“
Listaverk verður til
Manga- og anime-veislan hefst í
Borgarbókasafninu klukkan 12 á
hádegi og stendur til 18. Nóg verður
í gangi þessar sex klukkustundir því
auk þess sem þættirnir margum-
töluðu munu rúlla á skjánum verður
listaverk af einum myndramma úr
þáttunum að listaverki og teiknað
verður fyrir gesti og gangandi við
innganginn. Þá verður manga-
vinnustofa í gangi í boði sendi-
ráðsins.
Atla segir japanska sendiráðið
hafa átt frumkvæði að uppákom-
unni og leitað til Íslenska mynda-
sögusamfélagins og þá sérstaklega
með einhvers konar vinnustofu á
Menningarnótt í huga. Þau hafi þá
byrjað á byrjunarreit að velta fyrir
Íslensk von endurómar í japanskri ógn
Endurómur grimmdarverka
Hryðjuverk skekur Tókýó í japönsku anime sjónvarpsþáttunum
Terror in Resonance. Einu vísbendinguna um hverjir standi að baki
ódæðinu er að finna í undarlegu myndbandi á internetinu og á
meðan ofsóknaræði fer sem eldur í sinu um samfélagið eru tvö
dularfull ungmenni úr leynifélaginu Sfinx harðákveðin í því að rústa
heiminum eins og við þekkjum hann.
Þættirnir, sem einnig eru þekktir sem Terror in Tokyo, eru hugar-
fóstur leikstjórans Shinichirō Watanabe með tónlist frá tónskáld-
inu Yoko Kanno. Þáttaröðin telur ellefu þætti og hóf göngu sína í
japönsku sjónvarpi sumarið 2014. Ensk talsetning kom síðan út á
DVD í byrjun árs 2016.
sér hvað væri hægt að gera og eftir
að þeim var komið í samband við
framleiðendur þáttanna fóru hjólin
að snúast hratt í þessa átt.
Unglingarnir tengja
Manga og anime eru ekki síst vinsæl
meðal unga fólksins og Atla telur sig
kunna einhverjar skýringar á því.
„Ég er búin að fá góðan tíma til að
velta þessu fyrir mér vegna þess
að við í Íslenska myndasögusam-
félaginu erum einmitt búin að reka
anime-klúbba fyrir táninga í eitt-
hvað um eitt og hálft ár.“
Klúbbarnir eru fyrir 9-12 ára
annars vegar og 13-16 ára og funda
í Borgarbókasafninu, sem stendur
að starfinu með myndasögufólkinu.
„Ég held að manga nái betur til ungl-
inga vegna þess að það tengir oftast
sterkt við það sem þau eru að hugsa,
óskir þeirra og tilfinningarnar sem
þau finna fyrir. Þannig að þetta er
einn af fáum miðlum sem reynir
sérstaklega að tengja við það sem
krakkarnir eru að hugsa og byggja
sögur sínar á því.“ n
Atla Hrafney
segir tengingu
Terror in Reson-
ance og lagsins
Vonar skemmti-
lega og þrungna
merkingu.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Von Arnórs Dan brúar bilið milli
Tókýó og Borgarbókasafnsins.
ninarichter@frettabladid.is
Framleiðendur Sandman og streym-
isveitan Netflix komu aðdáendum
þáttanna The Sandman ærlega á
óvart í gærmorgun með útgáfu nýs
þáttar í tveimur hlutum, eins konar
viðbótar við fyrstu þáttaröð, sem
frumsýnd var í byrjun ágúst.
Þættirnir hafa notið mikilla vin-
sælda en aðdáendur myndasög-
unnar um Sandmanninn hafa beðið
síðan 1991 eftir aðlögun fyrir kvik-
mynd eða sjónvarp. Allar tilraunir
til verksins hafa mistekist þar til nú.
Fy rri hlutinn er teik naður
og talsettur með gestaröddum
leikaranna Söndru Oh, David
Tennant og James McAvoy, sem
merkilegt nokk fór með hlutverk
að a lp er s ónu n na r D r au m s í
hljóðbókarformi sögunnar.
Seinni hlutinn er leikinn þáttur
sem ber titilinn Calliope, eftir per-
sónu örlaganornar sem gríska leik-
konan Melissanthi Mahut túlkar. n
Óvænt viðbót
fyrir aðdáendur
Sandmannsins
Enski leikarinn Tom Sturridge fer
með hlutverk aðalpersónunnar í
þáttunum The Sandman.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
The Sandman eru
Netflix-þættir byggðir
á samnefndum
myndasögum
Íslandsvinarins Neil
Gaiman. Þættirnir hafa
slegið í gegn meðal
aðdáenda.
50 Lífið 20. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 20. ágúst 2022 LAUGARDAGUR