Fréttablaðið - 20.08.2022, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 20.08.2022, Blaðsíða 22
 Ég vissi þó að hann langaði í barn og þegar hann stakk upp á því sagðist ég ætla að skoða möguleikana en sjálf hélt ég að það væri ekkert hægt að eignast barn eftir breytingaskeiðið. En það er hægt. Áslaug Magnúsdóttir eignaðist í maí síðastliðnum sinn annan son, Ocean Thor Tueni. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að tæp þrjátíu ár eru á milli sona hennar og Áslaug 54 ára gömul. Áslaug Magnúsdóttir hefur und- anfarna áratugi skapað sér nafn í tískuheiminum, um tíma fjárfesti hún í tísku fyrir Baug og stofnaði árið 2010 fyrirtækið Moda Oper- andi, sem selur hátískufatnað beint af pöllunum. Eftir sáran viðskilnað við fyrirtækið nokkrum árum síðar og sambandsslit, fór Áslaug í alls- herjar endurskoðun á lífi sínu, hún fór að leita meira inn á við og setti meiri áherslu á heilbrigðan lífsstíl, en þær breytingar áttu svo sannar- lega eftir að koma henni vel. Í viðtali við Fréttablaðið í maí 2020 segir Áslaug frá Kötlu, sjálf- bæru kvenfatalínunni sem hún hafði þá nýverið sett á laggirnar en hefur síðan vaxið fiskur um hrygg og hvernig hún hafi fundið ræt- urnar hér heima eftir langa búsetu í Bandaríkjunum. Hér heima fann Áslaug líka ástina í austurrískum frumkvöðli, Sacha Tueni, hann bjó þá í Kaliforníu, þangað sem Áslaug svo f lutti frá New York en alltaf voru þau með annan fótinn hér heima. Íslensk náttúra togaði og einkasonur Áslaugar, sem hafði komið sér vel fyrir ásamt unnustu sinni í íbúð á neðri hæð fallegs heimilis sem Áslaug hafði búið sér hér heima. Fjölskylda með þrjú ríkisföng Það sem Áslaug aftur á móti sagði ekki frá í viðtalinu fyrir tveimur árum, voru tilraunir þeirra Sacha til að eignast barn saman. Nú hittumst við aftur til að ræða breytingarnar og auðvitað dást að litla kraftaverk- inu sem kom í heiminn fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. Áslaug var stóran hluta meðgöng- unnar hér á landi en ferðatakmark- anir höfðu þar áhrif. „Við ætluðum út strax eftir áramótin en um tíma var mér ráðið gegn því að fljúga og átti að taka því rólega svo við biðum fram í lok mars. Þá fórum við aftur út til Kaliforníu þar sem hann kom í heiminn í lok maí. Við vorum allt- af ákveðin í að hann myndi fæðast í Bandaríkjunum svo hann fengi bandarískan ríkisborgararétt. Við verðum því með þrjú ólík vegabréf fjölskyldan: íslenskt, austurrískt og bandarískt,“ segir Áslaug og hlær en bætir við: „Ég ætla nú líka að fá íslenskt vegabréf fyrir hann.“ „Við skiptum tíma okkar mikið á milli Bandaríkjanna og Íslands. Við vorum lengi vel í Kaliforníu en fram- undan er að prófa að búa á Miami þar sem við eigum íbúð og þangað er styttra til Íslands en frá Kaliforníu. Ég hugsa að það verði þó ekki fyrr en í janúar, fram að því verðum við hér og í Austurríki,“ segir Áslaug, sem nú hefur enn ríkari ástæður til að rækta tengslin við föðurlandið. „Við komum hingað í mars 2020 og ætluðum ekkert að flytja en svo skellur Covid á og við ílengdumst. Sacha féll algjörlega fyrir landinu þó að veturnir reynist honum enn þungir.“ Sumarheimili í Svefneyjum Á síðasta ári festu hjónin kaup á Svefneyjum á Breiðafirði sem þau hugsa sem bæði sumardvalarstað, en einnig eru þau farin að vinna þörunga á svæðinu og nota í efnis- framleiðslu fyrir Kötlu. „Ætlunin er því að vera meira Fyrir mér var þetta algjört kraftaverk Áslaug og Ocean Thor í eins göllum úr Kötlu línu sem að hluta til er úr þörungum. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is hér á landi. Við vorum að leita að sumarheimili þegar Sacha sá þetta auglýst. Við fórum og skoðuðum og féllum algjörlega fyrir staðnum sem er auðvitað ótrúlegur. Við vorum mikið þarna í fyrrasumar en erum fyrst að fara nú um helgina eftir að hann fæddist,“ segir Áslaug. „Okkur þykir mikilvægt að hann finni þess- ar íslensku rætur og læri að meta náttúruna. Við gerum oft grín að því að hann verði þörungabóndi þegar fram líða stundir,“ segir hún og hlær. „Þetta er magnaður staður fyrir börn og alla fjölskylduna. Það fyrsta sem við gerðum eftir að við fengum lyklana afhenta var að halda þarna upp á 75 ára afmæli mömmu. Við höfum töluvert reitt okkur á þá Kristin Nikulásson og Unnar Valby Gunnarsson, sem ólust upp í Svefn- eyjum og hafa mikið hjálpað okkur með ferðir fram og til baka enda öllu vanir.“ Taldi barneignir útilokaðar En að stærstu breytingunni, að verða aftur móðir 54 ára. „Við þurftum alveg að hafa fyrir því að láta þetta gerast,“ segir Áslaug aðspurð um hvernig það er að verða barnshafandi eftir fimmtugt. „Sacha átti engin börn en langaði að láta þann draum rætast. Sjálfa hafði mig alltaf langað að eignast annað barn en fyrrum maðurinn minn var lengi vel ekki tilbúinn í barneignir en þegar hann svo var það þegar ég var rúmlega fertug, gekk það ekk- ert.“ Þegar þau Áslaug og Sacha kynnt- ust var hún fimmtug en hann er fjórum árum yngri. Þegar hann bryddaði upp á umræðunni um barneignir hélt Áslaug að slíkt væri útilokað fyrir sig sem hafði þá lokið breytingaskeiði. „Ég vissi þó að hann langaði í barn og þegar hann stakk upp á því sagðist ég ætla að skoða mögu- leikana. En sjálf hélt ég að það væri ekkert hægt að eignast barn eftir breytingaskeiðið. En það er hægt,“ segir Áslaug og hlær. Ungar konur ættu að frysta egg „Við fengum aðstoð frá klíník í Kaliforníu en barnið var getið með glasafrjóvgun,“ segir Áslaug og bendir á að ungar konur ættu jafnvel að íhuga möguleikann á að frysta egg. „Ég held að konur ættu alveg að leiða hugann að því – ef þær eru kannski ekki búnar að hitta rétta manninn ennþá. Margar vin- konur mínar í New York hafa gert það en ég hef ekki heyrt jafn mikið um það hér á landi. Það er auðvitað önnur menning þar og fólk oft að gifta sig seinna og stofna fjölskyldu en það er töluvert um það að konur hafi fryst egg á yngri árum.“ Þar sem Áslaug var, eins og fyrr segir, búin að fara í gegnum breyt- ingaskeiðið þurfti hún að fá horm- ónagjöf fyrir uppsetningu fósturvís- is og á fyrstu mánuðum meðgöngu. „Ég þurfti að taka estrógen  22 Helgin 20. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.