Fréttablaðið - 20.08.2022, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 20.08.2022, Blaðsíða 16
n Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun Það eru engin góð lán á Íslandi. Svo hefur verið sagt. Og það er satt. Athygli vekur að þeir sem mæla harðast gegn kjara- bótum eru þeir sem hæst hafa launin. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Horniman safnið í Lundúnum var opnað árið 1901 og var fjármagnað með hagnaði af ópíumverslun, þrælahaldi og ódýru vinnu- afli. Á dögunum hlaut safnið ein virtustu safnaverðlaun Bretlands. Verðlaunin hlaut safnið fyrir uppgjör við fortíð sína í kjölfar „Black lives matter“ byltingarinnar. Í stað þess að fela fortíðina leitaðist safnið við að taka á henni af „heiðarleika og nákvæmni“ í sýningasal sínum. Skyndilegar viðhorfsbreytingar valda usla víðar í sýningasölum. Listasafni í borginni Wolfsburg í Þýskalandi var nýverið gert að fjarlægja verk eftir breska stjörnulista- manninn Damien Hirst. Innsetningarverkið „Hundrað ár“ er glerbúr þar sem flugur klekjast út í öðrum enda þess en eru drepnar með raflosti í hinum endanum. Sambærileg verk eftir Hirst hafa notið gríðarlegra vin- sælda í söfnum um heim allan síðustu þrjátíu ár. Dýralæknisembættið í Wolfsburg kvað hins vegar á um að flugur falli undir þýsk lög sem banna að dýr séu drepin að ástæðulausu. Baksýnisspegill samtímans Næstkomandi þriðjudag er alþjóðlegur minn- ingardagur um afnám þrælahalds. Audrey Azoulay, forseti Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna sem stendur að deg- inum, segir tímabært að útrýma hvers konar þrælkun og hún óski þess að „frelsishetjur fortíðar verði komandi kynslóðum innblástur við að byggja upp réttlátt samfélag.“ Flónska fortíðar er augljós í baksýnis- spegli samtímans. Þrælahald virðist okkur í dag hrein fásinna. Þau sem lifðu á tímum þrælahalds lumuðu þó á rökum sem mæltu sannfærandi gegn afnámi þess. Sagt var að afnám þrælahalds legði hagkerfið á hliðina; bómullariðnaðurinn hryndi, tóbaksakrar sölnuðu, hrísgrjónarækt stæði ekki undir sér. Þrælanna sjálfra biði atvinnuleysi, skert lífskjör og ringulreið á vinnumarkaði. Síðast en ekki síst töldu margir þrælahald nátt- úrulegt fyrirkomulag; ekki allir menn gætu verið jafnir og rangt væri að krukka í lögmál náttúrunnar. Kjarasamningar hér á landi verða lausir í haust. Háværar raddir mæla gegn hækkunum meira að segja lægstu launa. Sagt er að ef laun hækki fari hagkerfið á hliðina, fyrirtæki loki, lífskjör skerðist og við taki ringulreið á vinnu- markaði. Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra sagði að við þyrftum „að undirgangast viðurkennd lögmál hagfræðinnar“; þetta væru „almenn sannindi og menn ættu ekki þurfa að rífast um þetta.“ Á Horniman safninu í London má berja augum skrýtna samsetningu muna; gömul hljóðfæri, fiskabúr og uppstoppaðan rostung. Allir voru þeir keyptir fyrir auð sem varð til fyrir tilstilli flónsku fortíðar við vinnu fólks sem fékk lítið eða ekkert greitt fyrir erfiði sitt. En viðhorf breytast. Meira að segja flugur öðlast tilvistarrétt. Álagningarskrá ríkisskattstjóra var lögð fram í vikunni. Athygli vekur að þeir sem mæla harðast gegn kjarabótum eru þeir sem hæst hafa launin. Sem dæmi má nefna að Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fær greiddar tæpar fjórar milljónir króna í mánaðarlaun. Halldór Benjamín sagði nýlega að ekki þýddi að fara í miklar launahækkanir þegar verðbólga riði röftum og hvatti til að vinnumarkaðurinn stigi „eitt skref aftur á bak.“ Samtíminn hverju sinni telur sig alvitran. En einn góðan veðurdag verðum við líka flón fortíðar. Fjármálaráðherra landsins virðist telja hagfræði náttúrlögmál í anda þyngdaraflsins, ofurafl sem við þurfum einfaldlega að lúta. En ef svo væri gerðist ekki þörf fyrir ráðu- neyti hans – ekki frekar en ráðuneyti þyngd- araflsins. Hagstjórn byggist á ákvörðunum. Samfélag þar sem sumir þéna á mánuði það sem aðrir þéna á ári er ekki náttúrulögmál. Þrælahald er ekki náttúrulögmál. Það er ákvörðun. n Rök með þrælahaldi Peningar eru óheyrilega dýrir á Íslandi, en kostnaður lands- manna af þeim völdum er langtum meiri en nágrannar okkar í Evrópu eiga að venjast – og gildir einu hvort talað er um evru, pund, franka eða skandinavískar krónur. Þessu eiga Íslendingar að venjast. Þeir borga miklu meira fyrir peninga en aðrar þjóðir sætta sig við. Og svona hefur þetta verið svo lengi á landinu við ysta haf að eyjarskeggjarnir eru farnir að venjast þessu. Þeir kippa sér ekki lengur upp við það að greiða þrefalt eða fjórfalt meira fyrir húseignir sínar en í löndunum í kring. Þeim virðist slétt sama þótt þeim dugi ekki ævin til að greiða niður lánin af meðalstórri íbúð, en viðkvæðið hefur á stundum verið svo að það sé eftirlifendum hollt að taka yfir höfuðstól lánanna, fremur en að börnin fái uppgreidda íbúð- ina í hendurnar. Það eru engin góð lán á Íslandi. Svo hefur verið sagt. Og það er satt. Lengi vel var ekki hægt að taka lán á Íslandi án þess að bankarnir krefðust tryggingar á verði þess, umfram vextina. Og bankarnir eru ekki vitlausir. Þeir vita – og hafa alltaf gert – að þeir höndla með svo veikan gjald- miðil, að vextirnir, jafnvel þótt þeir séu háir, duga ekki til að dekka kostnaðinn af krónunni. Og akkúrat þess vegna eru engin góð lán til á Íslandi. Meira að segja eru þau vond þá sjaldan það gerist að stýrivextir Seðlabanka Íslands eru einhvers staðar í námunda við lága vexti á meginlandi Evr- ópu. Því fyrirsjáanleikinn er enginn. Það getur ekki nokkur einasta manneskja sem tekur húnsæðislán á Íslandi – og vel að merkja, húsnæði er partur af mannrétt- indum – reiknað það út hvað hún mun á endanum greiða fyrir lánið. Það eru meiri líkindi til þess að hún viti hvernig veðrið verður út árið en að hún fái nokkurn botn í það hvað peningarnir sem hún fær að láni, kosta fyrir rest. Útlendingar skilja þetta ekki. Spurning þeirra er jafn stór og augun sem þeir reka upp þegar reynt er að útskýra fyrir þeim íslenskt lánaumhverfi. Vitiði virkilega ekki hvað þið eruð að borga fyrir lánin ykkar? Og svarið er nei. Það hefur alltaf verið nei. Og það mun alltaf verða nei, á meðan landsmenn láta þetta yfir sig ganga. n Svarið er nei UNDIR YFIRBORÐIÐ MÁNUDAGA KL. 19.30 OG AFTUR KL. 21.30 SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 20. ágúst 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.