Fréttablaðið - 20.08.2022, Blaðsíða 30
Það eru ekki bara unglingar sem fá
slíkar typpamyndir sendar. Jóna
Dögg er 42 ára og nýlega fráskilin.
Hún viðurkennir að henni hafi
brugðið allrosalega þegar fyrsta
myndin birtist á skjánum hjá
henni. Jóna hefur ekki fengið eina
slíka mynd heldur fjölmargar og
sumar frá karlmönnum sem hún
þekkir vel.
Spurningin sem brennur á mörg-
um er hvernig kona getur fengið
þá hugmynd að setjast niður með
olíuliti og mála typpamyndir? Jóna
Dögg hlær þegar hún er spurð en er
ófeimin að segja þá sögu. Að öllum
líkindum er Jóna Dögg sú fyrsta
sem heldur málverkasýningu með
typpasögu. „Fyrsta typpamyndin
poppaði upp hjá mér í mars á þessu
ári. Ég skildi við manninn minn til
tæpra tuttugu ára í nóvember og
fór í framhaldinu til Tenerife og var
þar í tvo og hálfan mánuð á meðan
ég var að bíða eftir að fá afhenta
íbúð sem ég hafði fest kaup á,“
rifjar hún upp.
„Ég var síðan búin að koma mér
fyrir í nýju íbúðinni, var að horfa
á UFC-bardagann í sjónvarpinu,
á spjalli við gamlan vin í tölvunni
og annan kunningja í símanum,
þegar mynd af typpi birtist allt
í einu á skjánum í fartölvunni
minni, frá þeim sem ég var að
ræða við. Ég öskraði upp yfir mig
og sagði „what“, hvað er að gerast?
Ég varð svo vandræðaleg að ég
gat ekki horft á tölvuna. Mér brá
rosalega enda var þetta virkilega
skrítið,“ segir Jóna. „Vinur minn í
símanum spurði hvað gengi eigin-
lega á hjá mér og ég sagði honum
frá því. Þegar ég var búin að jafna
mig, kíkti ég betur á myndina
og sá að hún var vel tekin, ljósið
og skuggarnir gerðu myndina
á einhvern hátt listræna,“ segir
Jóna Dögg og bætir við að þá strax
hafi hún hugsað: „Ég verð að mála
þetta,“ sem er tilvitnun úr þætti af
Family Guy. „Þessi setning birtist
mér bara,“ segir hún og skellihlær.
Jóna Dögg spurði vin sinn sem
sendi myndina hvort hún mætti
mála hana og fékk leyfi til þess.
„Hann vildi bara sjá málverkið
þegar það yrði klárt. Sendandinn
er gamall vinur minn til margra
ára en það hefur aldrei verið neitt
kynferðislegt samband á milli
okkar. Minn fyrrverandi þekkir
hann líka. Og typpamynda-send-
ingarnar urðu fleiri frá hinum og
þessum karlmönnum.“
Þegar Jóna er spurð hvernig
mönnum geti dottið í hug að svona
myndir séu eftirsóttar, svarar hún:
„Ég er alveg ráðþrota yfir þessu og
hef ekki hugmynd. Eitthvað stolt
eða sýniþörf. Sumir halda kannski
að svona myndsending æsi mann
upp kynferðislega. Ég held þó að
fyrst og fremst sé þetta einhver
sýniþörf,“ svarar hún.
Hugmyndin vaknaði í partíi
Jóna Dögg segir að nokkru síðar
hafi hún haldið innflutningspartí.
Meðal gesta var gamall vinnufélagi
sem hún trúði fyrir sögunni um
fyrstu typpamyndina. „Ég sýndi
honum málverkið og hann hrósaði
mér fyrir vönduð vinnubrögð. „Af
hverju gerir þú ekki typpaseríu?“
spyr hann síðan. „Ef þú ert að fá
svona margar myndir af hverju
málar þú þær ekki allar og heldur
síðan sýningu?“ spyr hann aftur.
Þaðan er hugmyndin upphaf-
lega komin,“ segir Jóna Dögg og
heldur áfram. „Ég er að leggja loka-
hönd á níundu myndina en þær
verða allar á sýningunni. Hafði
hugsað mér að hafa þær tólf því
ég á efniviðinn en hafði ekki tíma
til að klára þær allar. Ég á aðrar
fjórar en fékk ekki samþykki frá
sendendum þeirra til að mála þær.
Vil bara mála þær myndir sem ég
hef samþykki fyrir. Auk þess eru
myndirnar nefndar eftir póst-
númerum þeirra svæða þar sem
mennirnir búa en þeir eru allir
einhleypir,“ segir hún.
Hefur þú kynnst einhverjum
þessara manna í gegnum stefnu
mótasíður?
„Já, ég skráði mig á Tinder í apríl
og fékk myndir þar í gegn. Þrír
gamlir vinir mínir hafa auk þess
sent af sér typpamyndir án þess að
ég hafi beðið um þær. Það liggur
við að ég sé hætt að kippa mér upp
við þetta, þótt typpamyndir séu
alls ekki sérstakt áhugamál mitt,“
segir Jóna Dögg og það leynir sér
ekki að hún hefur lúmskt gaman
af þessu öllu og skemmtir sér kon-
unglega þegar hún segir söguna,
enda létt og hress týpa. Þegar hún
er spurð hvort hún eigi ekki eftir
að fá miklu fleiri myndir eftir sýn-
inguna, grípur hún andann á lofti
og segir: „Það vona ég ekki. Verð þó
að viðurkenna að mér finnst það
alveg líklegt,“ bætir hún við.
Senda karlmenn myndir af sér í
fullri reisn?
„Nei, nefnilega ekki. Fyrsta
myndin var til dæmis tekin í
sturtu. Myndirnar eru ólíkar.
Einn óskaði eftir að sín mynd yrði
abstrakt svo hún er svolítið öðru-
vísi en hinar og sker sig úr. Önnur
er máluð í svart/hvítu, það var
áskorun.“
Ég ætla hins vegar að láta staðar
numið með typpin og fara bara að
mála kisur og hunda. Typpamynd-
ir verða ekki ævistarfið,“ segir hún
hlæjandi. Jóna Dögg er barnlaus og
á köttinn Rósu svo heimilisdýr eru
henni kær.
Misflókið verkefni
Í fyrstu hafði Jóna hugsað sér að
mála myndirnar í rólegheitum og
halda kannski sýningu á næsta ári.
„Það tekur langan tíma að mála
hverja mynd. Síðan fékk ég þá
hugmynd að drífa þetta bara af og
halda sýningu á Menningarnótt.
Það myndi vekja meiri athygli á
myndunum og fleira fólk mæta.
Með hverri mynd hef ég orðið betri
málari og næ meiri tækni,“ segir
hún. „Það er sama hvað maður
tekur sér fyrir hendur. Æfingin
skapar meistarann.“
Jóna Dögg verður hvumsa þegar
blaðamaður spyr hvort þetta sé
flókið form að mála. „Við getum
sagt að þetta sé misflókið,“ segir
hún hlæjandi. „Ég er ekki vanur
listmálari. Ég lærði fyrst málun
á myndlista- og handíðabraut í
Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og
hef tekið nokkur myndlistarnám-
skeið hjá Myndlistarskólanum í
Kópavogi síðastliðin ár,“ segir Jóna
sem er menntaður vefhönnuður
og hefur starfað við það fag hjá
Kóða, sem er fyrirtæki í fjártækni-
geiranum.
Nýr kærasti
Jóna hefur ágætan tíma í frístund-
um til að sinna listsköpun sinni.
Þegar hún er spurð hvort mynd-
irnar hafi skaffað henni kærasta,
skellir hún upp úr. „Ég myndi nú
ekki segja að typpamyndirnar
hjálpi mér í þeim efnum. Hins
vegar er ég að deita mann sem
ég kynntist á Eistnaflugi í júlí. Ég
sagði honum að ég væri að mála
í frístundum og þá kom í ljós að
hann er með sama áhugamál. Mér
fannst það áhugavert en þorði
varla í fyrstu að segja honum frá
mínu viðfangsefni þessa dagana.
Það varð mjög vandræðalegt þegar
ég sagði honum frá því hvað ég
væri að gera,“ upplýsir hún.
Styður karla með krabbamein
Þegar Jóna Dögg sótti um hjá
Reykjavíkurborg að fá að sýna
myndirnar, var hún ekki enn farin
að leita að sýningarsal. Hélt jafn-
vel að þeir hjá borginni myndu
benda á stað.
„Ég var með viðburð árið 2019
á Menningarnótt og þá var mér
bent á stað þar sem viðburðurinn
gæti farið fram og það gekk allt
upp,“ segir Jóna Dögg, en þá bauð
hún upp á rauðvínsjóga sem
vakti mikla athygli og fékk góða
mætingu. Viðburðurinn fór fram
í Listasafni Íslands. „Galdurinn
fólst í því að halda á plastglasi
með rauðvíni og síðan voru jóga-
æfingar gerðar með glas í hönd,“
segir hún.
Áttu von á að selja typpamynd
irnar á sýningunni?
„Það ætla ég að vona. Ég ætla
að gefa 20% af söluandvirði til
Krabbameinsfélagsins og þá sér-
staklega vegna krabbameins hjá
körlum. Það væri gaman að geta
gefið í þann sjóð,“ segir hún.
Sýningin verður í Gallerí 16 að
Vitastíg 16 og verður opið í dag frá
10-20. Sýningin verður opin áfram
til fimmtudags kl. 13-17. n
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur
Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is,
s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Jón Þórisson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann
Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir,
ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Einn óskaði eftir
að sín mynd
yrði abstrakt
svo hún er svo-
lítið öðruvísi en
hinar og sker
sig úr. Önnur er
máluð í svart/
hvítu, það var
áskorun, segir
Jóna Dögg.
Elín
Albertsdóttir
elin
@frettabladid.is
Sumir
halda
kannski að
svona
mynd-
sending
æsi mann
upp kyn-
ferðislega.
Ég held þó
að fyrst og
fremst sé
þetta
einhver
sýniþörf.
Ég öskraði
upp yfir
mig og
sagði
„what“,
hvað er að
gerast?
2 kynningarblað A L LT 20. ágúst 2022 LAUGARDAGUR