Fréttablaðið - 20.08.2022, Blaðsíða 81

Fréttablaðið - 20.08.2022, Blaðsíða 81
Í það heila var spila- mennskan bæði til- finningaþrungin og vönduð. TÓNLIST Flói í Hörpu Tónlist eftir: Inga Bjarna á Djasshátíð Reykjavíkur. Fram komu: Ingi Bjarni, Anders Jormin, Hilmar Jensson og Magnús Trygvi Eliassen. Hvenær: Fimmtudaginn 18. ágúst. Jónas Sen Rokktónlistarmaðurinn spilar þrjá hljóma fyrir þúsund áheyrendur, en djassarinn spilar þúsund hljóma fyrir þrjá áheyrendur. Þessi brand- ari er lýsandi fyrir það hve djassinn er miklu þróaðri og fjölbreyttari en rokkið, en líka hve hið síðarnefnda er vinsælt. Brandarinn átti þó ekki við um tónleika á Djasshátíð Reykja- víkur sem haldnir voru í Flóanum í Hörpu á fimmtudagskvöldið. Þar var talsverður fjöldi áheyrenda, og mikil stemning í salnum með áköfum fagnaðarlátum. Listamennirnir sem fram komu áttu það fyllilega skilið. Tónlistin var öll eftir píanóleikarann, sem kallaði sig einfaldlega Inga Bjarna. Hann er ungur að árum og undir- ritaður minnist þess ekki að hafa rekist á hann áður í tónlistarlífinu. Segjast verður eins og er að tónlist hans var sérlega áhrifamikil. Hún var skemmtilega frjálsleg, með grípandi tónahendingum og gædd seiðandi stemningu. Framvindan í henni kom stöðugt á óvart og hljómarnir, kannski ekki alveg þúsund talsins, voru safaríkir og spennandi. Áhugaverður píanóleikur Píanóleikurinn sjálfur var líka góður. Sum hröðu tónahlaupin hefðu kannski mátt vera skýrari og glæsilegri, en í það heila var spila- mennskan bæði tilfinningaþrungin og vönduð. Á einum tímapunkti lék Ingi Bjarni fjölradda, þ.e. eina laglínu með annarri hendinni og allt aðra með hinni, en laglínurnar tvær hljómuðu fullkomlega saman. Margt fleira áhugavert gat að heyra í hrynjandinni í píanóleiknum, í tón- mótuninni, áslættinum, stígandinni og litbrigðunum. Þetta var flott. Eins og títt er um djassinn þá var töluvert leikið af fingrum fram, og það var ferskt, jafnvel hnyttið, og alltaf athyglisvert. Gamla kempan frá Svíþjóð, Anders Jormin á kontra- bassa, var frábær. Hann hristi alls konar blæbrigðaríkar strófur fram úr erminni, aðallega plokkaðar, en líka með boga. Rödd bassans var skemmtilega rám og hrá, en aldrei þannig að það kæmi niður á gæð- unum. Unaðslegur samhljómur Hinir hljóðfæraleikararnir voru líka magnaðir. Trommuleikur Magnúsar Trygvason Eliassen var einhver sá besti sem heyrst hefur á íslenskum djasstónleikum. Leikur hans var snarpur, en jafnframt fullur af smit- andi léttleika. Útkoman var klið- mjúk og lifandi, og rann einstaklega fallega saman við leik hinna hljóð- færaleikaranna. Hilmar Jensson á gítar var sömuleiðis framúrskarandi. Spila- mennska hans var glitrandi og áleitin í senn, ýmist áferðarfögur eða framúrstefnuleg og tilrauna- kennd, en aldrei þannig að það skemmdi heildarsvipinn. Enga til- gerð var þar að finna. Og talandi um heildarmyndina þá var hún svo vel samstillt og jafn- vægið í hljóðkerfinu það gott að vart er hægt að gera betur. Fjórmenn- ingarnir léku sem einn maður, líkt og þeir hefðu gert það árum saman. Þetta var snilld. n NIÐURSTAÐA: Innblásin tónlist, innblásin spilamennska. Þúsund hljómar hver öðrum fegurri Gagnrýnandi Fréttablaðsins var einkar hrifin af tónleikum píanóleikarans Inga Bjarna. MYND/AÐSEND ALVOTECH OPIÐ HÚS OG LISTAVEISLA Oddi Norræna húsið Tjörnin Sæ m un da rg at a 15 –1 9 Sturlugata Inngangur ALVOTECH Næg bílastæði og stutt í miðbæ Reykjavíkur. Viðburðurinn á Menningarnótt er haldinn í samstarfi við Aztiq og Listasafn Reykjavíkur. Opið hús Alvotech opnar höfuðstöðvar sínar í Vatnsmýri á Menningarnótt. Þar gefst áhugasömu fólki tækifæri til að kynnast menningu og starfsemi fyrirtækisins. Við erum stöðugt að bæta við nýju starfsfólki. Við hvetjum fólk til að koma við og kynnast örtvaxandi, fjölþjóðlegu fyrirtæki í hjarta Reykjavíkur þar sem rík áhersla er lögð á jafnrétti og fjölbreytileika. Listaveisla Gestum gefst einnig einstakt tækifæri til að skoða listaverkin í húsakynnum Alvotech í Vatnsmýri. Þar er að finna mósaíkmyndir og málverk eftir Erró og skúlptúra eftir Sigurð Guðmundsson. Verkin voru unnin sérstaklega fyrir höfuðstöðvar fyrirtækisins. Alvotech, í samstarfi við Aztiq og Listasafn Reykjavíkur býður gestum Menningarnætur að skoða verkin undir leiðsögn Sigríðar Melrósar Ólafsdóttur, listfræðings. Þrjár ferðir verða farnar um húsið, kl. 13:00, 14:00 og 15:00 Við hlökkum til að taka á móti ykkur. Tímasetning 20. ágúst kl. 12.00 – 17.00 Staðsetning Alvotech Heimilisfang Sæmundargata 15, 102 Reykjavík LAUGARDAGUR 20. ágúst 2022 Menning 49FRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.