Fréttablaðið - 20.08.2022, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 20.08.2022, Blaðsíða 20
Trygginga- félögin og bankarnir skáka í skjóli krónunnar. En ég leyfi mér að efast um að karl á miðjum aldri, í sömu stöðu, fengi ákúrur fyrir að fá sér drykk með félög- unum. Með þessu gæti líka skapast rými til að stíga jafnvel frjálsari skref í listsköpun án þess að önnur verk sem tengjast mínu skírnarnafni séu að koma upp. Bergljótu Arnalds tengjum við mörg hver við barnabæk- ur en hún fæst við fjölmargar listgreinar og í kvöld kemur hún í fyrsta sinn fram hér á landi undir listamannsnafn- inu Becka. Björk Eiðsdóttir Í dag klukkan fjögur kemur Berg- ljót í fyrsta sinn fram undir lista- mannsnafninu Becka á tónleikum í Petersen svítunni. „Ég ætla að flytja frumsamið efni af sólóplötunni minni, Hjartsláttur. Lögin eru samin á tímabilinu 2003 til 2016 og urðu til víðs vegar um heiminn því á þessu tímabili bjó ég meðal annars í París, Kaupmanna- höfn og Afríku. Ég hef aðeins einu sinni áður flutt lögin af plötunni og sum lögin er ég að flytja nú í fyrsta sinn opinberlega,“ segir Bergljót, sem hefur fengist við fjölmargar listgreinar undanfarið og vildi geta aðgreint þessa tegund tónlistar frá öðrum greinum. Hrærigrautur í uppflettiforritum „Ég hef skrifað barnabækur, tölvu- leiki, verið að leika og fleira. Þetta hef ég allt gert undir mínu nafni og gengið mjög vel. Þegar ég fór að semja tónlist þá hef ég lent í því að barnatónlistin sem ég hef samið og tónlistin sem ég geri fyrir fullorðna fer stundum í hrærigraut í uppfletti- forritum eins og Youtube, Spotify og á öðrum streymisveitum. Mér datt því í hug að gera þetta tilraunaverkefni, að hafa sér nafn til að styrkja stöðu sköpunargyðj- unnar inni í mér sem vill semja tónlist fyrir fullorðna. Með þessu gæti líka skapast rými til að stíga jafnvel frjálsari skref í listsköpun án þess að önnur verk sem tengjast mínu skírnarnafni séu að koma upp,“ segir Bergljót, en hugmyndin að nafninu kom upp í sumar þegar hún fylgdist með gömlum bekkjar- félögum sínum koma fram á Edin- borgarhátíðinni. Becka er hluti af mér „Ég lék einu sinni Queen Margaret á Edinborgarhátíðinni en í ár fór ég þangað bara sem gestur. Ég útskrif- aðist úr leiklistarskóla í Edinborg á sínum tíma og fór núna til að sjá þær sýningar sem bekkjarfélagarnir eru að sýna í. Meðal bekkjarfélaga minna má nefna Craig Hill sem er uppistandari í Bretlandi og Kevin Mckidd sem leikur meðal annars Owen Hunt í sjónvarpsseríunni Grey's Anatomy. Þegar ég var í leik- listarnáminu í Edinborg var ég alltaf kölluð Becka og er enn kölluð það af vinum mínum. Enginn þar notar Bergljótarnafnið. Ég ákvað að velja það sem listamannsnafn þar sem það er þegar hluti af mér. Við sjáum svo til hvernig það þróast.“ Íslensk börn hafa undanfarin ár fjölmörg notið fulltingis bóka Berg- ljótar um Stafakarlana og Gralla gorm við fyrstu skref í lestri, en nýverið kom út ný útgáfa af bókinni um Gralla gorm og stafina. „Þetta er önnur bókin eftir mig sem er hugsuð til að fræða börnin um stafina. Fyrr í vikunni var ég uppi í Borgarleikhúsi að koma upp smá búningasafni, en ég leikstýri þar leikhópnum Perlunni í vetur og við förum bráðum af stað með æfingar,“ segir Bergljót – nú líka Becka, í lokin. n Kemur í fyrsta sinn fram undir listamannsnafni Bergljót ákvað að taka upp listamannsnafnið Becka til að gefa sköpunar- gyðjunni vængi og aðskilja fullorðinstónlistina frá barnatónlistinni og bókunum sem hún er hvað þekktust fyrir. MYND/JÓN ÖNFJÖRÐ.  Bergljót ásamt uppistandar- anum Craig Hill á Edinborgar- hátíðinni núna í ágúst. MYND/AÐSEND Ólafur Arnarson n Í vikulokin Strætó í bæinn í dag Menningarnótt hefst formlega klukkan 13 í dag og stendur þar til klukkan 23 í kvöld. Mikið verður um dýrðir í höfuðborginni eftir alltof langt hátíðahaldahlé. Mið- borgin verður lokuð fyrir akandi umferð svo við mælum með strætó í bæinn og aftur heim. Enda frítt í dag! Ef þú ert ekki búin/n að hlaða niður strætó appinu, gerðu það þá núna og skoðaðu þína leið. Við mælum með Hafnartorgi Gallery Fyrir helgi opnaði loks mathöllin við Hafnartorg og því ber sannar- lega að fagna. Um er að ræða skemmtilegan áfangastað fyrir mið- bæjargesti og íbúa þar sem finna má bæði verslanir og veitingastaðina Akur, Brand, La Tratt oria, Neó, Fu ego, Kualua og Black Dragon. Öllu er þessu pakkað inn í fallega hönn- un sem tekur vel á móti gestum. Á veitingasvæðinu eru jafnframt níu risastórir skjáir sem munu nýtast í stafrænar listaverkasýningar. n Bifreiðatryggingar hér á landi virð- ast geta verið fimm sinnum dýrari en í Svíþjóð og Bretlandi. Bankaþjónusta hér á landi er gríðarlega dýr og vextir út úr kortinu samanborið við önnur lönd. Hvergi í heiminum er eins dýrt að fjármagna húsnæðiskaup. Fy r i r v i k ið get a í slen sk fyrirtæki ekki keppt við erlend á jafnréttisgrundvelli. Íslenska krónan skerðir kjör neytenda hér á landi Skaðvaldurinn sem þessu veldur er íslenska krónan, minnsti gjald- miðill í heimi sem hvergi er gjald- gengur. Tryggingafélögin og bankarnir skáka í skjóli krónunnar. Á meðan íslenska krónan er okkar gjaldmið- ill verður engin erlend samkeppni á íslenskum fjármálamarkaði. Fyrir þetta borga neytendur og íslenskt atvinnulíf brúsann með hærra verðlagi og skertri samkeppnis- hæfni. Besta leiðin út úr þessari skaðlegu flækju er að Ísland gangi í Evrópu- sambandið og taki upp evru, gjald- miðil sem færir Ísland inn á alþjóð- lega samkeppnismarkaði. Þessi leið tekur hins vegar mörg ár. Til er önnur leið. Danska krónan er fest við evru. Ekkert ætti að standa í vegi fyrir því að við Íslend- ingar tökum upp dönsku krónuna sem gjaldmiðil með samkomulagi við danska Seðlabankann. 1921 var íslenska krónan á pari við þá dönsku. Nú er hlutfallið 1/2000. Er þetta ekki fullreynt? Með upptöku dönsku krón- unnar tökum við í raun upp evru Innan við eitt prósent vextir íbúðalána – fast út lánstímann og opnum fákeppnismarkaði hér á landi, til dæmis trygginga- og bankaþjónustu, fyrir erlendri sam- keppni, neytendum og atvinnulífi til hagsbóta. Danir eru með eitt elsta og besta húsnæðislánakerfi í heimi. Langtíma fastir vextir á dönskum húsnæðis- lánum eru nú í kringum 0,7 prósent. Ekki fastir til þriggja ára, heldur út lánstímann. Þetta húsnæðislána- kerfi stendur okkur til boða ef við tökum upp danska krónu. Er eftir einhverju að bíða? n BJORK@FRETTABLADID.IS Við lifum á hneykslunartímum. Samskipta- miðlar gera það að verkum að lífið er ansi oft í beinni útsendingu og eins skoðanir annarra á því. Það veit forsætisráðherra Finnlands betur en margir, en Sanna Marin hefur legið undir ámæli í vikunni vegna myndbands þar sem hún sést skemmta sér ásamt vinum sínum. Myndbandið sem getur ekki annað en talist saklaust og sýnir 36 ára gamla konu á góðri stundu, hefur valdið fjölmiðlafári og varð til þess að Sanna undirgekkst eiturlyfjapróf fyrir helgi, enda verið sökuð um að hafa verið undir áhrifum ólöglegra fíkniefna. Það er svo sem ekki ný saga að pólítískir andstæð- ingar nýti allar leiðir til að koma höggi á þá sem við völd eru. En ég leyfi mér að efast um að karl á miðjum aldri, í sömu stöðu, fengi ákúrur fyrir að fá sér drykk með félögunum. Reyndar væru mun minni líkur á að upp kæmist um hann, þar sem félagarnir væru ólík- lega búnir að læra að setja myndefni í story á insta- gram, en þar birtist þetta „hneykslanlega“ myndband af Sönnu, að henni óafvitandi. Það að 36 ára gömul kona hafi áfengi um hönd í partíi með vinum er einfaldlega ekki lögbrot og það ættu frændur okkar, Finnar, að vita. n Djammskömmin 20 Helgin 20. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 20. ágúst 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.