Fréttablaðið - 20.08.2022, Blaðsíða 34
Umsjón með störfunum hafa Jensína K.
Böðvarsdóttir (jensina@vinnvinn.is) og
Garðar Óli Ágústsson (gardar@vinnvinn.is).
LV er leiðandi lífeyrissjóður sem byggir upp trausta
fjárhagslega framtíð sjóðfélaga. Fjármunir sjóðfélaga
eru ávaxtaðir með gagnsæjum og ábyrgum hætti með
samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi.
Hjá sjóðnum starfar 56 manna samhent liðsheild þar sem hver og einn
nær að nýta hæfileika sína og þekkingu til að sinna krefjandi verkefnum.
Áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð, þverfaglegt samstarf,
góð samskipti, frumkvæði og hæfni til að laga sig að
síbreytilegu umhverfi.
LV býður upp á góða starfsaðstöðu og starfsumhverfi þar
sem áhersla er meðal annars lögð á jafnrétti og jafnvægi
milli vinnu og einkalífs. LV hefur hlotið jafnlaunavottun.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir
ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.
Vilt þú vera
hluti af
öflugu teymi
eignastýringar?
Greinandi á eignastýringarsviði
LV leitar að metnaðarfullum einstaklingi í starf greinanda á
eignastýringarsviði. Greinandi vinnur náið með sérfræðingum
eignastýringar þvert á eignasöfn sjóðsins. Næsti yfirmaður er
forstöðumaður eignastýringar.
Helstu verkefni:
• Greining fjárfestingarkosta og fjármálamarkaða.
• Greining og söfnun upplýsinga tengt eignasöfnum LV.
• Gerð kynninga og skýrslna.
• Samskipti við innlenda og erlenda aðila.
Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
• Framúrskarandi greiningarhæfni.
• Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði.
• Hæfni í mannlegum samskiptum og fagleg framkoma.
• Geta til að vinna vel í hópi.
• Áhugi á fjármálamörkuðum og eignastýringu.
• Gott vald á íslensku og ensku.
Umsóknarfrestur er til og með 30. ágúst nk. | Sótt er um störfin á www.vinnvinn.is.
Sérfræðingur í eignastýringu
LV leitar að metnaðarfullum sérfræðingi í eignastýringu með
áherslu á erlend hlutabréf í eignasöfnum sjóðsins. Viðkomandi
verður hluti af teymi eignastýringar sem hefur umsjón með skráðum
hlutabréfum LV. Næsti yfirmaður er forstöðumaður eignastýringar.
Helstu verkefni:
• Stýring á eignasöfnum erlendra skráðra hlutabréfa.
• Greining á fjárfestingarkostum s.s. hlutabréfasjóðum
og mat á eignastýrendum.
• Greining hlutabréfamarkaða til skemmri og lengri tíma.
• Greining og vöktun á ávöxtun og áhættu eignasafna,
þ.m.t. sjálfbærni.
• Samskipti við innlenda og erlenda eignastýrendur.
• Gerð kynninga og skýrslna um eignasöfn og stakar eignir.
Hæfniskröfur:
• Reynsla af starfi á fjármálamörkuðum.
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
• Framúrskarandi greiningarhæfni.
• Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði.
• Hæfni í mannlegum samskiptum og fagleg framkoma.
• Geta til að vinna vel í hópi.
• Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.
• Þekking og reynsla af aðferðarfræði ábyrgra
fjárfestinga er kostur.
• Próf í verðbréfaviðskiptum og/eða CFA er kostur.
2022 - 2025
Hjá LV gefst þér tækifæri á að vaxa með faglegu teymi eignastýringar sem stýrir einu stærsta eignasafni landsins. Eignir námu 1.201
milljarði króna í árslok 2021 og 10 ára árleg raunávöxtun sameignardeildar var 7,6%. Sjóðurinn vinnur samkvæmt metnaðarfullri
fjárfestingarstefnu og stefnu um ábyrgar fjárfestingar. Eignastýring LV er skipuð samhentum hópi sérfræðinga, kvenna og karla, sem
vinna að fjölbreyttum verkefnum þar sem lögð er áhersla á langtíma ávöxtun.