Fréttablaðið - 20.08.2022, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 20.08.2022, Blaðsíða 58
Við slepptum laxi í hlaupi og laxi í majónessósu sem Stella framreiddi svo eftir- minnilega en vorum með laxa sashimi, laxa nigiri, laxa sashimi salat og léttgrillaðan lax með teriyaki sósu. Straumurinn er mikill þarna og laxinn barðist kröftug- lega. Snædís gerði allt rétt og fagmannlega og landaði Maríulaxinum eftir nokkra stund. Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is 100% náttúruleg hvannarrót 60 HYLKI FÆÐUBÓTAREFNI hvannarrót Leyndarmál hvannarrótar Loft í maga? Glímir þú við meltingartruflanir? Næturbrölt Eru tíð þvaglát að trufla þig? Fæst í næsta apóteki, heilsuvöru- verslun, Hagkaupum og Nettó. Laxveiði er alltaf að verða vinsælla sport, sér í lagi hjá konum. Fjölmargir kvennahópar hafa tekið sig saman, farið í laxveiði og halda hefðinni frá ári til árs. Skemmtilegasti hlutinn er að draga laxinn á land og hinn hlutinn að matreiða hann af ástríðu og natni. Hjá mörgum er það heilög stund þegar fengurinn er matreiddur og borinn á borð. Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður hjá LEX og matgæðingur með meiru, og dóttir hennar, Snæfríður Edwald Einarsdóttir, eru afar samrýmdar mægður og kunna svo sannarlega að njóta saman. Þær deila mörgum sömu áhugamálum, meðal annars því að njóta þess að snæða ljúffengan mat og veiða. Í sumar skelltu þær sér í mæðgnaferð og dóttirin landaði fyrsta laxinum, Maríulaxinum. „Í júlí ákváðum við Snædís, dóttir mín, að fara í nokkurra daga mæðgnaferð um landið. Við fórum hratt yfir fyrsta daginn því við ætluðum að byrja á að renna fyrir lax í Jöklu. Fyrsta vaktin var róleg hjá okkur og nýttist þeim mun betur í kastæfingar, því Snædís sem er vanari sjóstöng hafði aldrei farið í laxveiði áður. Næsti dagur rann upp bjartur og fagur, 16 gráðu hiti og logn. Áin er falleg og veiðistaðirnir stórbrotnir. Við byrjuðum í Steinboganum sem er afar skemmtilegur veiðistaður en krefst líka fyllstu aðgæslu og er ekki fyrir alla að fara þangað,“ segir Kristín spennt á svip. Í þriðja til fjórða kasti setti Snædís í lax. „Straumurinn er mikill þarna og laxinn barðist kröftuglega. Snædís gerði allt rétt og fagmannlega og landaði Maríu- laxinum eftir nokkra stund. Ég hef aldrei verið jafn spennt fyrir löndun á nokkrum öðrum fiski, þorði varla að anda þar sem ég stóð á klöppunum rétt fyrir neðan hana og tók að sjálfsögðu myndir. Laxinn var flottur matfiskur, sver og pattaralegur. Honum var skellt á ís og þannig hélt hann ferðinni áfram með okkur mæðgum norðurleiðina heim, með næturstoppi á Mývatni og góðum degi á Akureyri. Þegar heim var komið var laxinn flakaður og fjórir réttir bornir fram, nútímaútgáfa af Stellu í orlofi. Við slepptum laxi í hlaupi og laxi í majónessósu sem Stella framreiddi svo eftirminni- lega en vorum með laxa sashimi, laxa nigiri, laxa sashimi salat og létt grillaðan lax með teriyaki sósu. Allt afskaplega einfaldar upp- skriftir en við vorum öll sammála um að þetta hefði verið besti lax sem við hefðum smakkað.“ Mæðgurnar voru svo dásamlegar að leyfa lesendum Fréttablaðsins að njóta uppskriftanna með sér. Nútímaútgáfa af Stellu í orlofi – Maríulaxinn á fjóra vegu Mæðgurnar Kristín og Snædís fóru í mæðgnaferð um landið þar sem Snædís landaði Maríulaxinum með glæsibrag. MYNDIR/AÐSENDAR Glæsilegir laxaréttir urðu til eftir veiðiferðina. Girnilegar útfærslur af laxinum að hætti japanskrar matargerðar, sashimi, sushi, maki og nigiri. Laxasalatið sló í gegn þar sem hráefnin löðuðu besta umami bragðið fram. Laxa sashimi Í laxa sashimi notaði ég þykkasta hlutann af flakinu. Skar niður í fal- lega kubba og bar fram á ísmolum með sojasósu til hliðar. Laxa nigiri: Í laxa nigiri notaði ég líka þykkan hluta af flakinu en skar þvert í þunnar sneiðar sem ég lagði ofan á hrísgrjónakodda. Hrísgrjónakoddar 250 ml sushi hrísgrjón 350 ml vatn Edikblanda: 2 msk. hrísgrjónaedik 2 msk. sykur Við ferðuðumst til Japan fyrir átta árum og erum miklir aðdáendur japanskrar matargerðar. Ég kom heim með sérstakan japanskan rafmagnspott sem ég nota m.a. til að sjóða sushi-grjónin en þau má auðveldlega sjóða á hefðbundinn hátt eftir leiðbeiningum á pakk- anum. Þær eru eitthvað á þessa leið: Sushi-grjónin eru skoluð mjög vel með köldu vatni, síðan látin liggja í vatni í um 30 mínút- ur. Þá eru þau skoluð aftur og sett í pott ásamt 350 ml af köldu vatni. Suðan látin koma upp, potturinn tekinn af hellunni og látið standa þar til allt vatnið hefur gufað upp. Mikilvægt er að skola hrísgrjónin vel áður en þau eru soðin óháð því hvaða aðferð er notuð við suðuna. Þegar grjónin hafa náð stofu- hita er ediksblöndunni bætt við. Gott er að bleyta hendur með köldu vatni og móta koddana í hæfilega stærð. Laxasneiðar lagðar ofan á. Nori blöð klippt í lengjur og þeim vafið utan um koddana. Léttgrillaður lax Í léttgrillaða laxinn notaði ég góðan bita af öðru flakinu. Grillaði á heitri pönnu í mjög stutta stund á hvorri hlið þannig að laxinn grillaðist rétt á yfirborðinu. Svo skar ég stykkið niður í 3-4 mm sneiðar og bar fram með teriyaki sósu. Teriyaki sósan fer vel með þessum rétti en hún er þykkari og sætari en sojasósan. Laxasalat 1 – ½ bolli laxabitar 1 msk. sojasósa 1 vorlaukur skorinn í sneiðar 1 msk. sesamfræ 1-2 tsk. límónusafi Laxasalatið er algjör snilld til að nýta laxinn vel. Í það notaði ég þann hluta af laxinum sem ekki var nýttur í hina réttina þrjá. Skar niður í nokkuð smáa bita, blandaði með sojasósu, niðurskornum vorlauk, límónusafa og sesamfræjum. n 6 kynningarblað A L LT 20. ágúst 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.