Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Side 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Side 4
4 – Sjómannablaðið Víkingur Í febrúar 1963 er ég skip- stjóri á b/v Þorkatli Mána. Við fórum frá Reykjavík að morgni 14. febrúar og byrjuð- um veiðar á Selvogstánni og fengum strax sæmilegt kropp af blönduðum fiski. Skafrenningur á miðju úthafi Þann 16. fáum við skeyti frá BÚR sem hljóðar svo: Farið til Vestmannaeyja og takið þar síld. Þegar skeytið kom vorum við komnir með um það bil 80 tonn af blönduðum afla. Við fórum til Vestmannaeyja og lestar Mánans voru fylltar af síld. Síðan var haldið áleiðis til Þýskalands en þar átti að landa aflanum. Þegar við vorum komnir um það bil 180 sjómílur SA frá Eyjum var kominn NV- stormur og héldum við áfram undan veðurhamnum með litlu vélarafli. Ég held að ég hafi aldrei verið á sjó í svo miklum veðurofsa. Veðrið var svo mikið að stormurinn kældi niður sjóinn sem rauk svo líktist helst skafrenningi. Þegar við áttum 10 sjómíl- ur í Færeyjabanka sneri ég Mánanum upp í sjó og vind. Ég vissi við hverju mátti bú- ast þegar grynnti upp á Fær- eyjabanka við slíkar aðstæð- ur. Það erum miðnætti sem við byrjum að slóa – það er höldum dallinum upp í sjó og vind. Skipsbreidd á milli, ekki meira Klukkan 6 um morguninn ræsir Haukur, 2. stýrimaður, mig og segir: „Nú munaði mjóu að yrði stórslys. Úranus fór á fullri ferð framhjá okk- ur á bakborða og það var ekki meira en skipsbreidd á milli skipanna.“ Úranus tók síld um svipað leyti og við í Eyjum. Ég spurði Hauk hvort veðrið væri óbreytt. Hann hvað svo vera svo ég lagði mig á hinn vangann. Nær klukkustund seinna kemur Haukur aftur inn til mín og segir: „Úranus var að fá á sig mikinn brotsjó og er mikið laskaður.“ Við snerum nú Mánanum og lónuðum í átt að Úranusi. Ragnar Franzson B/v Úranus RE 343 með lóðsflaggið uppi í reynslusiglingu um mánaðamótin mars- apríl árið 1949. Mynd: Jens Hinriksson Helgoland eru tvær eyjar í Norðursjó. Yfirleitt er þó átt við þá stærri þegar nafnið ber á góma. Frá Helgolandi er ekki nema um það bil þriggja tíma sigling til Cuxhaven sem er í ármynni Elbe. Eilítið ofar við ána er Hamborg. Sigling og mannskaðaveður

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.