Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Blaðsíða 4
4 – Sjómannablaðið Víkingur Í febrúar 1963 er ég skip- stjóri á b/v Þorkatli Mána. Við fórum frá Reykjavík að morgni 14. febrúar og byrjuð- um veiðar á Selvogstánni og fengum strax sæmilegt kropp af blönduðum fiski. Skafrenningur á miðju úthafi Þann 16. fáum við skeyti frá BÚR sem hljóðar svo: Farið til Vestmannaeyja og takið þar síld. Þegar skeytið kom vorum við komnir með um það bil 80 tonn af blönduðum afla. Við fórum til Vestmannaeyja og lestar Mánans voru fylltar af síld. Síðan var haldið áleiðis til Þýskalands en þar átti að landa aflanum. Þegar við vorum komnir um það bil 180 sjómílur SA frá Eyjum var kominn NV- stormur og héldum við áfram undan veðurhamnum með litlu vélarafli. Ég held að ég hafi aldrei verið á sjó í svo miklum veðurofsa. Veðrið var svo mikið að stormurinn kældi niður sjóinn sem rauk svo líktist helst skafrenningi. Þegar við áttum 10 sjómíl- ur í Færeyjabanka sneri ég Mánanum upp í sjó og vind. Ég vissi við hverju mátti bú- ast þegar grynnti upp á Fær- eyjabanka við slíkar aðstæð- ur. Það erum miðnætti sem við byrjum að slóa – það er höldum dallinum upp í sjó og vind. Skipsbreidd á milli, ekki meira Klukkan 6 um morguninn ræsir Haukur, 2. stýrimaður, mig og segir: „Nú munaði mjóu að yrði stórslys. Úranus fór á fullri ferð framhjá okk- ur á bakborða og það var ekki meira en skipsbreidd á milli skipanna.“ Úranus tók síld um svipað leyti og við í Eyjum. Ég spurði Hauk hvort veðrið væri óbreytt. Hann hvað svo vera svo ég lagði mig á hinn vangann. Nær klukkustund seinna kemur Haukur aftur inn til mín og segir: „Úranus var að fá á sig mikinn brotsjó og er mikið laskaður.“ Við snerum nú Mánanum og lónuðum í átt að Úranusi. Ragnar Franzson B/v Úranus RE 343 með lóðsflaggið uppi í reynslusiglingu um mánaðamótin mars- apríl árið 1949. Mynd: Jens Hinriksson Helgoland eru tvær eyjar í Norðursjó. Yfirleitt er þó átt við þá stærri þegar nafnið ber á góma. Frá Helgolandi er ekki nema um það bil þriggja tíma sigling til Cuxhaven sem er í ármynni Elbe. Eilítið ofar við ána er Hamborg. Sigling og mannskaðaveður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.