Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Blaðsíða 6
6 – Sjómannablaðið Víkingur Þegar við komum að honum gat á að líta: Báðir björgunarbátarnir horfnir, davíðurnar (bátsuglurnar) eins og snúið roð í hund og skorsteinninn saman klesstur til hálfs. Við lónuðum hjá Úranusi í klukku- stund eða svo en á meðan snarlygndi. Þegar þeir á Úranusi töldu sig ekki þurfa aðstoð héldum við áfram á fullri ferð í hægum vindi en talsvert miklum sjó og svona gekk það til niður að Helgolandi, mikill sjór en hægur vindur. Neyðarástand Þegar við komum inn fyrir Helgoland fáum við heldur betur fréttir. Hafnsögu- skipið út af Elbu horfið og allar baujur slitnar upp og engan hafnsögumann að hafa. Þegar ég kom nær sá ég að það braut á grynningunum báðum megin við álinn svo það var enginn vanti að þræða álinn upp til Cuxhaven. Þegar til Cuxhaven kom fengum við eftirtaldar fréttir: Fjöldi skipa lenti í erfiðleikum, sjór gekk víða hátt á land og braut flóðgarða bæði í Hollandi og á Jótlandi. Neyðarástand var í Hamborg og Cuxhaven þar sem sjór hækkaði um 3,5 metra. Talið var að 600 manns hefði verið bjargað úr Sikenwerdergötu í Ham- borg. Meðal margra skipa sem þurftu aðstoð var Júní frá Hafnarfirði með bilað stýri. Víða urðu mannskaðar. Þar á meðal fórust fimm manns í Bretlandi. Mér er minnisstætt að við fengum íslensku bannvöruna (bjórinn) í pokum því allir kassar fóru í mauk í flóðinu. Greinarhöfundur í Þýskalandi 1963. Vagnhöfða 10 · 110 Reykjavík · Símar: 567 3175 & 897 5745 · Fax: 587 1226 · frysti@islandia.is Sendum sjómönnum og fjölskyldum þeirra bestu jóla- og nýárskveðjur Hetjan „Misjöfn verða morgunverkin. Ég hef spunnið tólf álna garn, en þú hefur vegið Kjartan.“ Guðrún Ósvífursdóttir við Bolla Þorleiks- son þegar hann sagði henni víg Kjartans Ólafsson. * „Smásaxast á limina hans Björns míns.“ Þórdís Ólafsdóttir, eiginkona Axlar-Björns, þegar hún fylgdist með aftöku eiginmanns síns árið 1596 og sá hann brotinn á útlimum, afhöfðaðan og líkið hlutað í sundur og stykk- in sett á stangir. * „Ég er nefnilega veik fyrir ekta karlmönnum. En það er eins og þeir séu bara til í bíómynd- um. Sennilega er það þess vegna sem ég er ógift.“ Kolbrún Bergþórsdóttir Menningarvaktin í Degi 29. desember 1998 * „Væri hann vettlingur og hefði ég prjónað hann rekti ég hann upp.“ Guðrún Gísladóttir á Hæli í Hreppum um unnusta stúlku nokkurrar sem hún þekkti og var ekki sama um. Hvað um hjónabandið? „Karlmenn sem hafa látið setja göt í eyrun á sér eru frekar reiðubúnir undir hjónaband; þeir þekkja sársauka og hafa keypt skartgrip.“ Rita Rudner * Ég á ennþá eftir að heyra karlmann biðja um ráð til að aðlaga hjónaband og starfs- frama. Gloria Steinem * „Því eldri sem maður verður, því betur sér maður hvílík list það er að búa í hjónabandi. Maður verður að gefa, fórna, aðlagast, taka tillit til, lesa hugsanir, sætta sig við að skilja reiprennandi nótt og dag að maður á að sætta sig við meira, aðlagast betur og fyrirgefa oftar en karlmaðurinn.“ Auður Haralds í Hvunndagshetjunni. * „Það er kunnara en frá þurfi að segja, að pip- arsvein í góðum efnum hlýtur að vanta eigin- konu.“ Jane Austin, 1775-1817, enskur rithöfund- ur. Úr bókinni Hroki og hleypidómar. * „Það er ekki óttinn við að verða bund- inn einni konu sem skelfir karlmanninn þegar hann hugsar til hjónabands, heldur aðskilnað- urinn við allar hin- ar.“ Helen Rowland, 1875-1950, banda- rísk blaðakona. Beckham er greinilega gott eiginmannsefni, myndi Rita Rudner segja. Konur um karla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.