Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Side 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Side 8
8 – Sjómannablaðið Víkingur Í framhaldi af grein minni í 3. tbl. Vík- ingsins 2011 um tilurð línurennunn- ar og vangaveltna um skýran uppruna hennar aflaði ég mér upplýsinga bæði frá Noregi og Færeyjum um þetta mál. Í öðru bindi bókarinnar ,,Folk ved havet“ eftir Bjarne Rabben er fjallað um upphaf línurennunnar í Noregi. Þar kem- ur meðal annars fram að upp úr 1920 hafi Karl S. Ristesund frá Kvamsøy hann- að og framleitt eina rennu sem hann reyndi án þess að framhald yrði á. Renn- an virðist því ekki hafa náð til sjómanna né útgerðarmanna. Það sem næst gerist er að Johan Remmen, skipstjóri á d/s ,,Svalbard“ er á þorskveiðum við Íslands 1923 en með honum um borð var meðal annarra Andreas P. Fjøtoft sem stundað hafði fiskveiðar við Ameríku á skipi þar sem notuð var línurenna. Á grundvelli þekk- ingar Andreas var sett saman línurenna um borð sem notuð var við veiðarnar en það er skoðun Johann Remmen að hér hafi verið um að ræða fyrstu línu- rennuna í Noregi. Sverre Farstad skipstjóri sem gerði út frá Løvsøya hefur látið eftir sér hafa að Andreas K. Kerstad er verið hafði á fiski- skipi með línurennu sem gert var út í Ameríku hafi verið heima í Noregi á ár- inu 1925 og þá voru smíðaðar að hans undirlagi líklega 3 línurennur sem voru notaðar um borð í báti sem gerður var út frá Løvsøya. Þær slógu ekki í gegn og lágu ónotaðar allt fram á árið 1929 en þá var ein þeirra tekin um borð í línu- veiðarann Eljen og reyndist þokkalega á veiðum skipsins við Bjarnarey. Það var samt ekki fyrr en um vorið 1930 þegar skipið veiddi við Ísland og farið var að beita í bala að rennan sló í gegn segir í nefndri bók. Frá Færeyjum fékk ég þær upplýs- ingar að í bókinni ,,Havið og vit“ sé haft eftir Símun Hansen að færeyskir línu- veiðarar hafi tekið línurennuna í notkun á árinu 1940. Eftirfarandi eru helstu tímasetningar varðandi þróun íslensku rennunnar: • Hugmyndin að lagningsrennunni kviknar hjá Kristni Kristjánssyni í Leirhöfn á Melrakkasléttu haustið 1920. • Árið eftir hefur Kristinn komið hug- mynd sinni á blað og kannar hvort hann geti fengið einkaleyfi á þessu tæki en fær höfnun. • Fyrsta lagningsrennan ásamt kransa- setti er tilbúin á árinu 1923. • Forseti Fiskifélags Íslands, Kristján Bergsson skoðar rennu Kristins, vorið 1924. • Forseti Fiskifélagi Íslands, Kristján Bergsson pantar tvær rennur ásamt til- heyrandi haustið 1925. Séu tímasetningarnar bornar saman er mjög langsótt að gera því skóna að hug- mynd Kristins í Leirhöfn að rennunni hafi komið frá Noregi þar sem hug- myndin að rennunni kemur þar seinna fram en hér á landi hjá honum. Greinilegt er að hugmyndin að norsku rennunni kemur frá Ameríku og berst til Noregs með norskum sjómönnum sem þaðan stunduðu sjó á þessum tíma. Ekk- ert liggur fyrir um upphaf línurennur í Ameríku það er hver átti hugmyndina að henni og hvenær og hvar notkun hennar hófst. Fróðlegt væri að grafast fyrir um það og fá botn í málið sem að auðsæjum ástæðum verður að bíða betri tíma. Umræðan um upphaf íslensku renn- unnar hefur snúist um hvort hugmyndin sé íslensk eða norsk. Af framan skráðu er nokkuð ljóst, að minnsta kosti í mín- um huga, að hugmyndin kemur hvorki frá Færeyjum eða Noregi. Þá er eini möguleikinn ef hún er ekki íslensk að hún komi frá Ameríku sem auðvitað er engin leið að útiloka þó líkurnar séu vægast sagt afar litlar. Af hverju? Vegna þess að í þeim gögnum sem áðurnefnd grein grundvallaðist á er hvergi minnst á þann möguleika en líklegt má teljast að ef sá möguleiki hefði verið til staðar á ár- inu 1920 þá hefði hans verið getið þar. Í mínum huga er því enginn efi um að hugmyndin að íslensku rennunni kemur frá Kristni Kristjánssyni, vélsmið Leir- höfn á Melrakkasléttu. Helgi Laxdal Uppruni línurennunnar Línurenna Kristins jók ekki aðeins afla bátaflotans heldur var einnig mikið öryggi af henni frá því sem verið hafði þegar línan varð að fara um hendur manna á leið í sjóinn. Myndin er frá Húsavíkurhöfn um eða upp úr 1970. Trillur og stærri dekkbátar liggja við bryggju. Moskóvitsbíll frá Sovétríkjunum bíður eiganda síns. Línurenna Kristins í Nýhöfn. Kransasettið er beint undir rennunni.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.