Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Qupperneq 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Qupperneq 15
Sjómannablaðið Víkingur – 15 unar og þess háttar. Tók það allt langan tíma. Þaðan var haldið áfram um sunnanvert Sviss, ekið gegnum Lausanne og meðfram Genfarvatni. Þar var mikil náttúrufegurð og gaman að horfa út um lestargluggana. Við stefndum inn í Alpana og ókum um bú- sældarlega dali og falleg sveitaþorp í átt að Simplon-skarði, sem liggur milli Sviss og Ítalíu. Það var komið kvöld þegar við ók- um inn í jarðgöngin, sem grafin voru undir skarðið. Lestin fór nú mun hægar. Simplon-göngin eru með lengstu jarðgöngum tæpra sjötíu þúsund feta löng og voru tekin í notkun 1906. Okkur fannst þau vera ógnarlöng, enda orðnir þreyttir og slæptir og óþolinmóðir eftir að komast til þægilegrar hvíldar hinum megin, þar sem Ítalía beið okkar. Þegar við komum loks út úr jarðgöngunum var komin nótt. Þaðan ókum við um 10 mílur um myrka Ítalíu þar til lestin nam staðar við járnbrautarstöð í Domodossola (Domo d‘ Ossola) og fór ekki lengra. Þarna átti ítölsk lest að vera og flytja okkur áfram suður yfir Pósléttuna til Genúa, næstum því beint í suður frá Domodossola, en enginn kom til að leiðbeina okkur. Franska lestin var farin, mannabústaðir voru fjarri og enga hreyfingu að sjá. Við vorum þarna yfirgefnir og vegalausir, 19 manna hópur sjómanna norðan úr Dumbshafi, ráðalausir og mállausir, enda við engan að tala þó að við hefðum kunnað eitt- hvað í Ítölsku. Ég kunni að vísu eina setningu, sem er svona: „Un bicchere di vino bianco“ og þýðir: „eitt glas af hvítvíni“. Nú brestur mig minni um það hvernig við komumst úr þess- um vandræðum. En það muna fleiri en ég, að þarna áttum við illa vist. Þar var hvergi hægindi til að geta hvílst, aðeins járn- brautarteinar og harðir brautarpallar og tómir vagnar. En ein- hvern vegin tók þetta enda. Ég man óljóst eftir því að þegar við vorum að losna úr þess- um óþægindum, var sem snöggvast komið inn í einhverja vín- krá og ég gat notað ítölsku orðin, sem ég kunni og svalað sár- um þorsta með hvítvíni. Mér er nær að halda að við höfum hírst á þessum leiðindastað meiri hluta nætur því að það var ekki fyrr en næsta dag, sem við komumst í lest, sem flutti okkur suður alla Pósléttuna, gegnum Mílanó og til Genúa. Þá vorum við loks komnir á leiðarenda eftir 15 daga viðburðaríkt ferðalag frá Reykjavík. Þetta var síðdegis miðvikudaginn 31. júlí. Simplon göng eru enn þann dag í dag ein lengstu lestargöng í heimi og nánast verkfræðilegt undur. Þau eru um 20 kílómetrar að lengd frá Iselle-brautarstöð- inni, í samnefndum bæ á Ítalíu, til Brig-brautarstöðvarinnar í Sviss. Báðar þessar stöðvar voru byggðar gagngert til að þjóna Simplon göngunum er voru fyrst opnuð fyrir umferð árið 1906. Gerð þeirra lauk þó ekki endanlega fyrr en 1921 – margt tafði fyrir, meðal annars fyrra stríð. Sjómennt – fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga PIPA R\TBW A SÍA 13 0713 SJÓMANNASAMBAND ÍSLANDS LANDSSAMBAND ÍSLENSKRA ÚTVEGSMANNA sjomennt.is sjomennt@sjomennt.is sími: 514 9601 Kynntu þér rétt þinn á sjomennt.is Félagsmenn Sjómenntar sem unnið hafa í að minnsta kosti sex mánuði á síðastliðnum tólf mánuðum geta sótt um styrk til félagsins: Samtök atvinnulífsins (SA), Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Sjómannasamband Íslands (SSÍ) standa að Sjómennt. starfstengt nám eða námskeið tómstundastyrkir meirapróf kaup á hjálpartækjum vegna lestrar- eða ritörðugleika Átt þú rétt á styrk?

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.