Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Side 22
22 – Sjómannablaðið Víkingur
Fimmtudaginn 28. nóvember síðast-
liðinn setti Árni Bjarnason forseti
46. sambandsþing Farmanna- og fiski-
mannasambands Íslands. Árni kom víða
við í setningarræðu sinni. Hann velti
meðal annars fyrir sér hvað væri „hóf-
legt veiðigjald“ og staðhæfði að hug-
myndir Jóhönnu-stjórnar þar um hefðu
riðið litlum og meðalstórum útgerðar-
fyrirtækjum að fullu. Þá drap Árni á að
ekkert myndi gerast í málefnum sjávar-
útvegsins fyrr en fyrir lægi frumvarp
um framtíðarfyrirkomulag stjórnkerfis
fiskveiða. Einnig kom Árni inn á að
krafa útgerðarinnar á hendur sjómönn-
um, um aukna kostnaðarþátttöku þeirra
í útgerðinni, væri ekki í neinu samræmi
við afburða góða afkomu greinarinnar.
*
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra, ávarpaði
þingið og kallaði eftir samráði og sam-
starfi.
Á eftir ráðherranum gekk Sævar
Gunnarsson, formaður Sjómanna-
sambands Íslands, í pontu. Það er sið-
venja að við ávörpum þing hvors annars,
sagði Sævar, og gerðist síðan þungorður
um það ófremdarástand er hann sagði
ríkja í verðmyndun sjávarafla. Sævar vék
líka að sjómannaafslættinum sem hann
sagði „rosalegt prinsippmál.“
*
Þegar hér var komið sögu hafði þing-
heimur vitaskuld kjörið þingforseta,
engan annan en Guðjón Ármann Einars-
son. Hann sté nú í pontu og kvaðst bein-
línis verða þunglyndur ef ræða ætti verð-
lagsmálin svona í morgunsárið. Kannski
til að forða sér frá þeim örlögum gaf
Guðjón Ármann nafna sínum, Guðjóni
Arnari Kristjánssyni, orðið um nýútkom-
ið skipstjórnartal sem segir meira af á
öðrum stað í blaðinu.
*
Þá var röðin komin að Viðari Magnús-
syni, yfirlækni bráðaþjónustu utan
sjúkrahúsa. Þar með er þyrlusveit Land-
helgisgæslunnar á hans könnu. Viðar
sagði okkur margt og mikið af starfi
sínu, heima og erlendis.
Hann vakti meðal annars athygli á að
læknar þyrlusveitarinnar væru á bak-
vöktum en biðu ekki á vellinum eftir út-
köllum. Auk þess væri þetta ekki aðal-
vinna þeirra, heldur aukastarf. „Mér er í
nöp við hvorutveggja,“ lýsti Viðar yfir.
„Það getur kostað líf að hafa bakvakt en
ekki staðarvakt.“
Annað sem hann sagði – í rúmlega
klukkutíma löngu erindi og festist í Vík-
ingnum – var um lyfjakistu skipanna.
Það kom Viðari mikið á óvart þegar
hann áttaði sig á því nýlega að þar var
ekki að finna aspirín eða magnyl –
barnamagnyl eða það sem kallast nú til
dags, hjartamagnyl. Magnyl er gott en
það virkar hægar en 300 mg af aspiríni.
Aspirínið er lyf sem kostar kannski
krónu eða tvær taflan en getur hreinlega
skipt sköpum og bjargað lífi. Aspirínið er
blóðþynnandi og getur jafnvel leyst upp
kökkinn – læknað kransæðasjúklinginn,
benti Viðar á.
Þá var spurt úr sal: „En getur þetta
ekki reynst hættulegt ef viðkomandi þarf
í uppskurð?“
„Við þessar aðstæður gera 300 milli-
„Aspirín bjargar lífi“
Frá 46. sambandsþingi FFSÍ
„Aspirín bjargar
mannslífum og galið
að það skuli ekki
vera í lyfjakistunni.“
Árni íhugar næstu skref. Viðar Magnússon læknir: Kaupið aspirín strákar
og hafið um borð – ALLTAF.
Ómar Ellertsson, skipstjóri á Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270, og Páll Halldórsson, skipstjóri á Páli Pálssyni ÍS
102. Þess má geta að leiðir Ómars og Júlíusar lágu saman í maí 1968 og hefur ekki skilið á milli síðan.