Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Page 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Page 28
28 – Sjómannablaðið Víkingur Hér á Vesturlöndum miðum við lok miðalda oft við landafundina miklu, þegar Kólumbus sigldi til Ameríku 1492, Vasco da Gama fór fyrir suðurodda Afríku til Indlands á árunum 1497–8 og floti Magellans sigldi umhverfis jörðina 1519– 22. Eins og mörg dæmi eru um af öðrum sviðum, voru Kínverjar á undan Evrópu- mönnum þegar kom að úthafssiglingum og landkönnun. Kínverski flotinn í lok miðalda Fáir Vesturlandabúar ferðuðust til Kína á miðöldum. Frægastir eru trúlega Marco Polo (1254–1324), kaupmannssonur frá Feneyjum, sem dvaldist í Kína á síðasta fjórðungi þrettándu aldar og komst þar til metorða, og Ibn Battuta (1304–1369), sem fór frá heimalandi sínu, Túnis, í skylduför til Mekka árið 1326, en lét sér það ekki nægja heldur sótti á þremur áratugum heim flestöll lönd í menningarheimi múslíma allt vestan frá veldi Mára á Spáni um Afríku og Asíu austur til Kína. Báðir greina þessir menn frá stórum hafskipum og miklum skipasmiðjum í Kína. Á fyrri hluta fimmtándu aldar var kín- verski flotinn hinn stærsti í heimi. Þegar best lét voru í honum 400 haffær herskip búin skotvopnum, þar með fallbyssum og eldflaug- um, sum til muna stærri en nokkurt evrópskt skip þá á tímum, á annað þúsund minni skip til strandvarna og gæslu á fljótum lands- ins, einnig ein 400 stór farmskip, auk um 3000 kaupskipa, sem hægt var að breyta í herskip með litlum fyrirvara. Heimahöfn flot- ans var Nanjing (eða Nanking), hjá ósum Jangtsefljóts við austur- strönd Kína, sem þá var höfuðborg landsins og stærsta borg heims. Þar voru fimm skurðir eða síki með miklum skipasmiðjum. Tvö þessara síkja hafa verið fyllt undir byggð og stóð til að fara eins með hin þrjú, en árið 2002 fengu fornleifafræðingar þau friðlýst. Þar verður minjasafn um þennan forna flota, og er farið að leita þar merkja um hann. Siglingaleiðir Vesturlandabúa og kínverska flotans skárust aldrei, og margt er óljóst um gerð skipanna. Heimildir herma að flaggskipið hafi verið 400 feta langt, eða um 120 metra. Gríðarmik- ið stýrisspjald, sem fundist hefur í rústum skipasmiðjanna, bendir líka til þess að það hafi átt að fara á 120 metra langt skip. Til sam- anburðar má geta þess að skip Kólumbusar voru um 20 metra löng. Flotaforinginn Foringi þessa mikla flota hét Zheng He, stundum skráður Cheng Ho, og nafnið mun borið fram eitthvað í líkingu við Jung Húh. Á árunum 1405 til 1433 stýrði hann sjö stórleiðöngrum til landa Suðaustur-Asíu, um vestanvert Kyrrahaf og um Indlandshaf allt til austurstrandar Afríku. Með ferðunum átti að sýna „villimönnunum handan hafsins“ dýrð kínverska keisaradæmisins, enda kom Zheng He ávallt fram sem fulltrúi keisara síns og lét hvarvetna verða sitt fyrsta verk að ganga til fundar við þjóðhöfðingjann, sem hann færði gjafir keisara síns og þekktist gjafir á móti. Hann færði til dæmis heim með sér frá Sómalíu sebrahest, oryxantílópu og gíraffa. Frá sumum stöðum sigldi með Kínverjunum sendinefnd heimamanna á fund keisarans, og sneri til síns heima á skipum næsta leiðangurs. Með í för voru kaupmenn með silki og postulín til skipta fyrir Örnólfur Thorlacius Kínverskur landkönnuður Flaggskip Zhengs He er talið hafa verið níu mastra og 120 metra langt. Til samanburðar er sýnt skip Kólumbusar, Santa Maria.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.