Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Síða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Síða 36
36 – Sjómannablaðið Víkingur ÓTRÚLEGT EN SATT Íslenskar konur fengu kosningarétt 1882 - fyrsta konan kaus hins vegar 1862 Hinn 31. mars 1863 gengu Akureyringar í fyrsta skiptið til bæjarstjórnarkosninga. Fyrsti kjósandinn, sem var bókaður í kjörbókina, var Madame Wilhelmína Lever. Konur höfðu þá ekki kosningarétt á Íslandi og það var fyrst 1882 að þær fengu takmörkuð réttindi til að kjósa sveitarstjórnarmenn. Wilhelmína varð þannig fyrst kvenna hér á landi til að taka þátt í opinberum kosningum. Þegar hún andaðist 16 árum síðar bar dánardag hennar upp á 19. júní en þann dag löngu seinna fengu konur á Íslandi kosninga- rétt og kjörgengi til Alþingis. Heyrnarlaust tónskáld Hið fræga tónskáld Ludwig van Beethoven var vart komið á fertugsaldur þegar heyrnin byrjaði að gefa sig. Frá um það bil 1800 til 1819 hrakaði heyrn Beethovens jafnt og þétt uns hann mátti heita með öllu heyrnarlaus. Á þessum árum samdi hann meðal annars bæði sjöundu og áttundu sinfóníuna. Árið 1824 var níunda sinfónía Bethoveens frumflutt. Tónskáldið var viðstatt frum- flutninginn en það var ekki fyrr en einn af hljóðfæraleikurunum fékk hann til að líta yfir áheyrendaskarann að það rann upp fyrir tónskáldinu að gestirnir voru yfir sig hrifnir af verkinu. Sjálfur heyrði hann ekki fagnaðarlætin. Reifarakaup Hans Ellefsen reisti hvalveiðistöð á Sól- bakka við Önundarfjörð 1889 og íbúðar- hús sem hann seldi Hannesi Hafstein, fyrsta íslenska ráðherranum, fyrir eina krónu, aðrir segja fimm krónur, og er hæpið að hús hafi selst öllu ódýrara hér- lendis - jafnvel þótt kaupverðið hafi ver- ið fimm krónur. Íbúðarús Ellefsens var síðan tekið í sundur, flutt suður og sett upp aftur við Tjörnina í Reykjavík þar sem það hýsti ráðherra Íslands og síðar forsætisráð- herra til 1942. Mannætur í Kaup- mannahöfn og Dyrhólagatlistinn Björn Jónsson, ritstjóri Ísafoldar og síðar ráðherra, var stundum seinheppinn í fréttamennsku sinni. Vorið 1895 snaraði hann á íslensku frétt úr Politiken um að þrír svertingjar hefðu étið upp til agna frægan danskan leikstjóra (að nafni Scheel-Wandel). Fyrir þetta var hann hæddur en aldrei tók hann fréttina til baka en stóð á því fastar en fótunum að víst hefðu mannæturnar étið aumingja manninn – sem var fjarri öllum sanni. Í annað sinn birti Björn mynd í Sunnanfara sem hann sagði af Dyrhólaey en var í raun af Gatkletti vestur á Arnarstapa. Þegar honum var bent á mis- tökin neitaði hann að viðurkenna þau en fullyrti eftir sem áður að myndin væri af Dyrhólaey og leiddi að því vitni. Loks guggnaði Björn þó á því að halda þessu til streitu en lengi á eftir var hann kall- aður „Dyrhólagatistinn“ og tók hann það nærri sér. Björn Jónsson ráðherra. Ludwig van Beethoven varð snemma heyrnarlaus. Það getur sannarlega komið manni í koll að vanrækja íslenskunám í grunnskóla. Ætti eftirfarandi dæmi þar um að vekja íslenskuáhuga ung- menna þessa lands sem aldrei fyrr. Það voru vaktaskipti á lögreglustöðinni í Þórunnarstræti á Akureyri. Þetta var að sumarlagi. Sumrungurinn, eins og afleysingalögreglur eru kallaðar, sat á tali við félaga sína þegar tveir lögregluþjónar, báðir gamal- reyndir í starfi, gengu inn á stöðina, reiðubúnir að axla ábyrgð dagsins er var að renna upp. Gellur þá í sumrungnum: „Nei, þarna koma kviðmágarnir.“ Það sló þögn á alla viðstadda. Sumrungurinn hafði alveg óvart og gjör- samlega óafvitandi sagt það sem var altalað (og sannleikanum sam- kvæmt). Hann hafði aðeins ætlað að vera kumpánlegur og varpa hlýlegri kveðju á félaga sína. Í hans munni þýddi orðið kviðmágur ekki annað en: „Mikið eru þetta góðir og elskulegir vinir.“ Þess í stað varð hann valdur að hjónaskilnaði en kviðmágar er haft um þá sem deila sömu konu. Bágt er að kunna ekki móðurmálið til hlýtar

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.