Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Síða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Síða 38
38 – Sjómannablaðið Víkingur „Maður verður að treysta guði og lukk- unni, og er það ekki beysið.“ Gömul kona sem hafði verið falin fjár- hirðing á meðan karlarnir voru við sjó- róðra. * „Ég var nú orðinn fulltíða maður áður en steinolían kom hér á bæi og dafnaði vel við grútakolu og fífukveik og ég get látið mér nægja lampana og steinolíuna, hvað ég kann að eiga eftir að tóra. Og hvernig dettur ykkur líka í hug að raf- magnið komist hérna upp snarbratta brekkuna hjá mér?“ Gamall bóndi á Suðurlandi þegar til stóð að koma upp fyrstu rafstöðinni í sveitinni. * „Það er mikið betra að byggja úr stein- steypu því að það er hægt að brúka kvenfólk og krakka í steypuna.“ Ónefndur ræðumaður þegar deilt var um hvaða efnivið ætti að nota í nýju kirkjuna í þorpinu. * „Það er ekki gerandi nema fyrir flug- skýra menn að stela.“ Einar Sæmundsson, faðir Látra- Bjargar. * „Ég fór inn á spítalann á Akureyri fyrir tveimur árum í von um að fá bót meina minna. Þar tóku á móti mér blessaðar hjúkrunarkonurnar og skipuðu mér að fara í bað og vatnið var svo heitt að það ætlaði mig lifandi að drepa. Og svo var ég lagður í ískalt rúm við opinn glugga og mér ætlaði aldrei að hitna svo það var mesta mildi að ég skyldi ekki fá lugna- bólgu af því. Næsta morgun heimtaði ég fötin mín og fékk þau - og svo fór ég heim aftur því ég sá að það var ekki nema fyrir stálhrausta menn að vera á spítala.“ Gamall maður úr Fnjóskadal um spítalavist á Akureyri. * „Þeir eru réttnefndir kristninnar krabba- mein.“ Oddur Hjaltalín læknir þegar Stein- grímur Jónsson biskup vísiteraði að Helgafelli og spurði hversu safnaðarfólki líkaði við presta sína. * „Eg var á ferð á Mýrdalssandi og mætta eg draugi. Það var kvendraugur, og réðumst eg á hann, og svo fellda eg hann. Þá sagði draugurinn: „Neyttu fallsins, karlmaður.“ Og svo gerða eg.“ Vigfús geysir Jónsson er bjó allmörg ár á Hervararstöðum á Holtsdal á Síðu, og þótti ýkinn til muna og nokkuð sér- legur í tali. Þurrgalli með innbyggðu floti, upphífingarlínu, félagalínu, ljósi og flautu Áratuga reynsla og áreiðanleg þjónusta PS5002 Björgunargalli fyrir íslenskar aðstæður VIKING BJÖRGUNARBÚNAÐUR ehf Ishella 7 . IS-221 Hafnarfjörður . Iceland Tel.: +354-544-2270 . Fax: +354-544-2271 e-mail: viking-is@viking-life.com . www.VIKING-life.com „Kristninnar krabbamein“ Lífsviðhorf Íslendinga „Neyttu fallsins, karlmaður“, sagði draugurinn.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.