Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Page 42
42 – Sjómannablaðið Víkingur
Stórvirki, er orðið sem mér kemur
fyrst í hug þegar opnað er 2. bindi
Skipstjórnarmanna Þorsteins Jónssonar
ættfræðings. Líkt og í fyrsta bindinu er
hér á ferðinni gríðarlegur fróðleikur um
menn og málefni.
Strax í byrjun er á sömu síðu fjallað
um Eið Kristján Benediktsson – fæddur á
Ísafirði 1878, dáinn 1963 á Akureyri –
og ótrúlegt afrek hans að synda í land úr
strönduðu skipi, í stórsjó og veðurofsa.
Kannski er ekki rétt að tala um sund í
þessu samhengi þar sem Eiður kunni
ekki þá kúnst. Sannarlega lygileg frá-
sögn.
Hér taka þó æviskrár mest rýmið, eins
og vera ber. Títtnefndur Eiður er fyrstur
í röðinni – á bls. 646 – en Guðbjörn
Magnús Þórsson, fæddur 1943 í Reykja-
vík, rekur lestina – á bls. 1048. Á milli
er ótölulegur grúi æviþátta og myndirnar
maður – þær nálgast að vera óteljandi –
og eru margar hverjar hrein gersemi.
Skipstjórnarmenn er því ekki neitt
venjulegt stéttartal, því fer fjarri. Bókin
er þríein; ævir manna, frásagnir og
ljósmyndir. Og allt leggst þetta á eitt
um að gera ritið að sannkölluðu stór-
virki sem flestir, jafnvel allir, geta
unað sér við að fletta og skoða.
Hér er hún komin: JÓLAGJÖF
SJÓMANNSINS – og raunar allra
áhugamanna um ættfræði og ljós-
myndir.
Fyndnustu bækur Íslandssögunnar
Í bókinni Húmör í Hafnarfirði segir
Ingvar Viktorsson gamansögur
af Hafnfirðingum og útkoman er
vægast sagt bráðskemmtileg.
wwwholabok.is
holar@holabok.isÁhugamenn um íslenska fyndni láta þessar
bækur ekki framhjá sér fara!
Skagfirskar
skemmtisögur í
samantekt Björns Jóhanns
Björnssonar hafa svo
sannarlega slegið í gegn
á undanförnum árum og
ekki vantar fjörið í þriðju
bókina í þessum met-
sölubókaflokki.
Dansa boðar drynur sær,
dembir froðutárum.
Dátt í voðum vindur hlær,
veltist gnoð á bárum.
Sýna hetjur dug og dáð,
drengir heilla góðir.
Afrek tíðum hafa háð
hafs um úfnar slóðir.
Ágjöf hræðast ei né grand,
ægishetjur djarfar.
Aflaföng færa á land
fræknir landsins arfar.
Brunar skeið um bólgin sjá,
bylgjur freyða stríðar.
Ávalt seiða sjómenn þá
sjávarleiðir víðar.
Höfundurinn, Ingólfur Ómar Ármannsson, er
Skagfirðingur og hefur stundað sjóinn frá
blautu barnsbeini.
Skipstjórnarmenn
Æviskrár og sögulegt efni um íslenska skipstjórnarmenn
Myndatexti VE-47