Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Page 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Page 47
Sjómannablaðið Víkingur – 47 með harðfylgi og stukku þaðan fyrir borð, hann fyrst og náði í kaðal, sem lá úr björgunarbáti við skipshliðina og það- an upp í bátinn, en Tilly skreið út á bómu og gat látið sig detta ofan í björg- unarbátinn. Hannes og nokkrir karlmenn tóku ár og spýtnabrak og reyndu að koma bátnum frá skipinu og tókst það rétt áður en því hvolfdi. Hrundi þá mik- ið brak í sjóinn og fólk í hundraða tali og um leið heyrðist ógurlegur hávaði þegar gufukatlarnir sprungu. Þeim tókst að mjaka sér í áttina að Storstad, er var þar rétt hjá, en Hannes nefnir einnig, að þeir hafi þurft að fara framhjá grúa fólks, sem var á sundi, en ekki var vegur að taka upp í þegar yfirfullan bátinn. Skipverjar á Storstad hlynntu að fólk- inu eftir föngum, allir voru kaldir, blautir og hraktir. Þau voru brátt flutt yfir í annað skip, sem flutti þau til lands. Þar fengu þau inni á hóteli og skipafélag- ið greiddi allan fatakostnað, því allir voru fáklæddir og sumir hálfnaktir. Um kvöldið fóru Hannes og Tilly með lest til Quebeck og gátu þá látið ættingja sína vita af sér, en fram eftir öllum degi voru þau hjón á skrá yfir þá, sem taldir voru af. Storstad Kolaflutningaskipið Storstad var smíðað í Newcastle upon Tyne á Englandi árið 1910. Það var 6.028 brt. að stærð og 134 m. á lengd. Skipið var byggt fyrir norska útgerð, en eftir áreksturinn við Empress of Ireland komst það í eigu CPR, sem síðar sama ár seldi það norsku útgerðarfélagi og undir norskum fána sigldi það, er þýskur kafbátur sökkti því hinn 8. mars 1917, en þá var það statt við Fastnet Rock, um 8 mílur undan suðurströnd Írlands. Þrír sjómenn fórust. Nýverið var hér í Víkingnum sagt frá örlögum „Bresku drottningarinnar“, en nú verður sagt svolítið frá gáma- skipunum. Allt bendir til þess að fleiri gámaskip fari í brotajárn á þessu ári en nokkru sinni fyrr. Að sögn Braemar Seascope, sem er einn stærsti skipamiðlari heims, voru fleiri skip höggvin í brotajárn á fyrri hluta þessa árs en nokkru sinni fyrr, alls um 236.000 teu, þ.e. 20 feta gámaeiningar. Það er 50% aukning frá fyrra ári. Mest var höggvið árið 2009, 380.000 teu. Ástæður þessa eru margvíslegar, s.s. erfiður rekstur, aukin tækni og þar af leiðandi óöruggara rekstrarumhvefi og við- kvæmara en oft áður, að sögn Braemar Seascope. Fyrir vikið eru sífellt yngri skip seld í brotajárn; árið 2012 var meðalaldurinn 24 ár, en það sem af er þessu ári er hann 21,8 ár. Það eru eink- um og sér í lagi minni skip er hljóta þessi örlög, flest eru þau af stærðinni 1-2.000 teu. Hins vegar eru allmörg gámaskip í bygg- ingu, flest af stærðinni 8.500 - 9.500 teu. Bernharð Haraldsson/Aðalheimild, Søfart, 26. júlí 2013 Æ fleiri gámskip í brotajárn Emma Mærsk, skip AP Möller-Mærsk samsteypunnar í Danmörku, ber 11.000 teu, byggt árið 2006 og var þá stærsta gámskip í heimi, 397 m. á lengd. S iðjuvegi 66 • 200 Kópavogi Sími 580 5800 • www.landvelar.is Fjárfesting til framtíðar Forritanleg rafsuðuvél í öll verk (350-500 Amper) Kemppi FastMig

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.