Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Qupperneq 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Qupperneq 50
una á kasthjólinu og leyfði fiskinum að sigla hægt frá landi án þess að beygja stöngina svo Lalli tæki ekki eftir neinu. „Hvernig ferðu að því að setja í alla þessa fiska?“ „Æ, þetta er bara einhver hundaheppni,“ svaraði ég. „Já, þetta eru líka óttalegir tittir. Þeir eru miklu stærri í Hraunvötn- unum.“ „Já, það er varla að taki því að hirða þetta,“ laug ég til að samsinna manninum. „Þú vilt kannski eiga tvo? Ég hef ekkert með þetta að gera.“ „Nei, ég vil ekki sjá þetta!“ hrópaði vinurinn. „Ég ætla upp í Hraun- vötn þar sem eru þó almennilegir fiskar.“ „En viltu ekki hafa Meppsins með þér?“ „Nei, þetta er smáfiskaspúnn!“ hreytti Lalli út úr sér og svo heyrði ég hann bölva og ragna þar sem hann gekk til baka eftir bakkanum. Gott ef hann var ekki ennþá að þjösnast á orðinu „andskotinn“ þegar hann settist undir stýrið á bíln- um sínum og ók á braut í loftköstum. Nú herti ég á bremsunni og dró síð- asta urriðann í land. Ég þræddi fisk- ana sjö upp á snærisspotta og ákvað að leggja mig á bakkanum í sumar- blíðunni. 3. Svo var það á að giska 25 árum síðar þegar ég var við veiðar í norðlenskri sjó- bleikjuá, að dæmið snerist við: Nú var komið að mér að halda ró minni og nú stóð upp á félagann að sýna háttvísi og hluttekn- ingu yfir gæfuleysi mínu. Segir nú frá því. Ég mætti borubrattur í veiðikofann kvöldið fyrir veiði með allar mínar bestu veiðiflugur, fínustu stangirnar og einbeittan veiðivilja. Gústi vinur minn kom með svipað hugarfar, glotti við tönn og sagði mér í óspurðum fréttum að hann hefði veitt alveg svakalega vel það sem af væri sumri. „En hvernig hefur þér gengið?“ spurði hann síðan sposkur. „Æi svona og svona. Ég fékk nokkrar í Ólafsfjarðará.“ „Nokkrar? Hvað margar?“ „Átta.“ „Átta?! Við fengum 44 á hálfum degi,“ gólaði Gústi, hló hrossahlátri og sló svo hressilega í bakið á mér að ég hellti sjóð- heitu kaffi yfir tærnar á mér. Ég fann það strax morguninn eftir að veiðigyðjan var ekki með mér. Það var eitthvert angur í hausnum á mér, hugsanirnar flæktust hver um aðra um leið og flugulínan fór öll í einn hnút. Ég gat bara ekki einbeitt mér, gat ekki hugsað skýrt. Eina orðið sem rataði fram á varir mér var „andskotinn“. Við veiddum hvor sinn hluta árinnar og að lokinni fyrri vaktinni kom ég að Gústa heima í kofanum að gera að nokkrum nýrunnum sjóbleikj- um. „Hvað fékkstu margar?“ spurði hann án þess að heilsa. „Enga,“ svaraði ég. „Djöfulsins aumingi ertu, maður. Áin er smekkuð af fiski!“ „Þetta eru fallegir fiskar hjá þér,“ sagði ég með súrt bragð í munninum. „Já, maður verður að hafa eitthvað í puttunum sínum til að fá þá til að taka,“ gjammaði Gústi. „Já, þú ert frábær veiðimaður,“ hvísl- aði ég með saman bitnar varir. Að loknum sólríkum degi við ána hafði ég engum fiski landað en Gústi var kominn með heilan helling af feitum og silfruðum sjóbleikjum. „Þú ert glataður veiðimaður,“ sagði hann og bað um að fá lánaðan frauðplastkasssann minn undir aflann sinn því kassinn hans var orðinn stút- fullur. „Kannski þú ættir bara að snúa þér að golfinu,“ hló hann hátt og selbitaði mig í kinnina. „Já, kannski,“ tuðaði ég niðurlútur og rembdist við að brosa. „Heyrðu, þú vilt kannski þiggja af mér tvær bleikjur svo þú komir ekki alveg tómhentur heim?“ spurði Gústi þá og otaði að mér tveimur fiskum svo slorið af þeim lak yfir peysuna mína. „Já, þakka þér fyrir, það er fallega boðið,“ sagði ég þótt mér væri það þvert um geð að þiggja fiska sem annar hafði veitt. „Ekkert mál, gamla fiskifæla,“ hló hann og sló mig létt í magann. „Takk, stórveiðimaður,“ sagði ég og tók við fiskunum. 4. Þannig er þetta með hógværðina og hluttekninguna. Stundum er snúið að samgleðjast öðrum og stundum er erfitt að sýna samhygð og skilning: Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Við Gústi höfum ekki veitt saman síðan í sjóbleikjuánni forðum daga þegar hann veiddi eins og berserkur og gerði það sem hann gat til að gera lítið úr félaga sínum, mér. Auðvitað ber ég engan kala í brjósti mínu til hans – en aftur verður mér hugsað til siðareglna Ármanna þar sem segir: Ármaður virðir: Íþrótt, Bráð, Land og Annan mann Grobb er ekki veiðigleði. 50 – Sjómannablaðið Víkingur Bleikjur úr Ólafsfjarðará.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.