Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Side 54

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Side 54
54 – Sjómannablaðið Víkingur Í bókinni Skagfirskar skemmtisögur 3, eftir Björn Jóhann Björnsson blaðamann, er að finna margar bráðsnjallar sögur. Hér á eftir verður gripið niður í bókina: Í gamla daga tíðkaðist að krakkar gengu í hús á Króknum og seldu Sjómannadagsblaðið á sjómannadaginn. Þar á meðal var Hjalti Jósefs. Hjalti bankaði m.a. upp á í Græna húsinu hjá Sveini blinda Ingimundarsyni og bar upp erindið, kurteisin uppmáluð. „Viltu ekki kaupa af mér Sjómannadagsblaðið, Sveinn minn?“ „Ég get nú ekki lesið þetta,“ sagði Sveinn, en Hjalti gaf sig ekkert: „En þú getur þá alltaf skoðað myndirnar!“ * Kynlegir kvistir voru margir á Króknum fyrr á tíð. Einn þeirra var kallaður Stebbi boli. Þótti honum sopinn góður og gat orðið hamslaus af bræði og lent í slagsmálum. Hann var hægur og stirður í hreyfingum, smámæltur með tilheyrandi s- hljóðum og gerði skondnar vísur, sem sjaldnast voru eftir ströngustu bragarháttum. Stebbi réri stundum með öðrum og gerðu þeir grín að hon- um fyrir að geta ekki staðið í bátnum og migið út fyrir borð- stokkinn eins og þeir. Stebbi tók sig ekki hátíðlegar en svo að hann fór með þessa vísu af tilefninu, með sínum hætti: Ég piþþa þegar mér er mál útá þjóinn djúba. Jamm og jamm og jamm og já, þó að ég þuvvi að krjúba. Þeir Hjálmar í Hólkoti og Einar nokkur Hallsson áttu vöruskipti á Hofsósi einn daginn. Hjálmar fékk fisk hjá Einari og gaf hon- um kjöt í staðinn. Seinna hittust þeir á förnum vegi og Hjálmar spurði Einar hvort kjötið hefði ekki bragðast vel. „Jú, jú,“ svaraði Einar, „og beinin líka!“ * Einar Hallsson kom einu sinni gangandi framhjá félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi með grjót í eftirdragi. Nokkrar kven- félagskonur voru að störfum í félagsheimilinu, m.a. Gunna Sveinbjörns á Ljótsstöðum sem þekkti Einar vel. „Hva, ertu nú orðinn endanlega vitlaus, Einar minn?“ sagði Gunna, „hvað ertu að gera með allt þetta grjót?“ „Þetta er milljóna virði,“ svaraði Einar, „ég sá þetta reka að landi.“ * Friðrik hét maður í Fljótum sem bjó í Flókadal forðum daga. Sagði hann gjarnan veiðisögur og það vel kryddaðar. Fór hann oftar sem einu sinni á sjó og krækti í stóra og mikla lúðu, var mestallan daginn að þreyta hana og loksins kom hún upp á yf- irborðið. Hafði hann aldrei á ævi sinni séð slíka skepnu. Er lúð- an kom upp í sjólokin tók hún mikla fjörkippi, sleit sig lausa af önglinum og hvarf í hafið á ný. Síðan sagði Friðrik: „En á önglinum var grandhöglið og það nægði mér og öllu mínu fólki í viku!“ * Í annað skipti setti Friðrik í stóra lúðu, sem honum tókst að koma upp í fjöruna fyrir neðan bæinn Ysta-Mó. Ætlaði hann að bíða næsta dags til að gera að lúðunni. Um kvöldið brast síðan á norðaustan óveður, með svo mikilli og svartri þoku að kýrnar á Ysta-Mói fundust ekki. „Þegar ég kom á Mósfjöru morguninn eftir,“ sagði Friðrik, „þá sá ég hvar Móskýrnar stóðu allar í höm í skjóli undir rafa- belti lúðunnar!“ Sögur af skemmtilegum tilsvörum Bjarna Haraldssonar, kaupmanns á Króknum, eru óþrjótandi. Kona nokkur kom til Bjarna Har og ætlaði að kaupa pott. Bjarni teygði sig upp í hillu og náði í pott sem þar var og rétti konunni. „Þessi pottur er allt of stór fyrir mig,“ sagði hún. Þá svaraði Bjarni að bragði: „Það er engin þörf á því að fylla pottinn.“ * Önnur kona kom til Bjarna til að kaupa stígvél. Skoðaði hún annað stígvélið en fannst verðið of hátt. „Þú færð hitt líka,“ sagði Bjarni og brosti! * Bjarni fær jafnan til sín marga erlendra ferðamenn. Til þess að auðvelda tjáskiptin er hann með orðabækur við höndina í versluninni. Segir hér af ferðamanni sem kom til Bjarna og bað um eitthvað sem Bjarni skildi ekki. Lét hann ferðamanninn fá orðabók en þrátt fyrir það lagaðist skilningurinn ekkert. Kom undrunarsvipur á ferðamanninn sem hristi hausinn, lét Bjarna fá bókina og yfirgaf verslunina. Þá uppgötvaði Bjarni að hann hafði óvart látið manninn fá Nýja testamentið!

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.