Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2014, Side 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2014, Side 4
4 – Sjómannablaðið Víkingur Á árum áður var það mikið kapps- mál hjá togaraútgerðarmönnum að togararnir væru ekki í höfn um stórhátíðar, svo sem jól, áramót og páska. Smjör í staðinn fyrir margarín Fyrstu jólin mín um borð í togara voru 1945 en þá var ég háseti á b/v Skutli sem gerður var út frá Reykjavík. Við fórum út á Þorláksmessukvöld. Um borð var kaupmaður frá Ólafsvík, vinur útgerðar- mannsins, og áttum við að skila honum heim fyrir jólahátíðina en það fór á ann- an veg. Aðfararnótt aðfangadags gerði norðan storm svo það var ekki farið lengra en að Stapa og legið þar fyrir ankeri til annars í jólum en þá var kaupmanninum komið í land í Ólafs- vík. Ekki man ég eftir miklu tilstandi vegna jólanna, nema það var einhver til- breyting í mat. Til dæmis voru þá ávextir og Sæmundur í sparifötunum með kaff- inu og smjör ofan á brauðið. Annars urð- um við að gera okkur margarín að góðu. Næstu jól sem ég man eftir voru 1948 en þá var ég orðinn háseti á Ingólfi Arn- arsyni. Við sigldum til Þýskalands og komum til Hamborgar á jóladag. Þar var ljót aðkoma, allt í rúst og almennur skortur á öllu matarkyns. Ekki man ég eftir neinu sérstöku um jólahaldið hjá okkur nema á meðan við stoppuðum í Hamborg voru um borð hjá okkur tveir strákar, um það bil 10 ára gamlir. Þegar þeir komu voru þeir skítugir og illa til reika. Þeir voru því drifnir í bað og síðan lét kokkurinn þá hjálpa sér við uppvask og fleira og það sem þessi litlu grey gátu étið. Það má segja að megnið af kostin- um hafi farið í svanga þýska maga því margir komu um borð á meðan við stoppuðum í Hamborg. Á heimleiðinni var lítið til að éta nema fiskur sem hafði orðið eftir í lestinni en við þrifum hana á leiðinni heim. Benni á fylliríi Eitt er mér minnisstætt úr þessum túr. Þegar við komum í Pentilinn var kominn norðvestan stormur og þegar við fórum úr Pentlinum var bullandi meðstraumur. Ég hefi aldrei á mínum langa sjómanns- ferli orðið vitni að öðrum eins átökum. Hver einasta bára var brotsjór og þegar skipið fór fram af öldunni var það á lofti aftur fyrir miðju og þegar það datt niður nötraði allt og skalf. Það var eins gott að Ingólfur var nýr og sterkur, eldra skip hefði ekki þolað slík átök. Í þessari siglingu var Loftur Júlíusson skipstjóri. Reyndum skipstjóra hefði ekki dottið í hug að fara í gegnum Pentilinn við slíkar aðstæður sem voru í þetta skipti. Við komum heim úr túrnum stuttu eftir miðnætti á nýársnótt 1949. Eftir að ég var orðinn skipstjóri var erfitt að fá frí um jólin. Ein jólin sem ég var með Þorkel Mána fékk ég reyndan og góðan skipstjóra, Benedikt Ögmundsson, til þess að leysa mig af. Þeir fóru út rétt fyrir jólin og hófu veiðar út af Vestfjörð- um en stuttu eftir að þeir byrjuðu veiðar gerði norðaustan storm og fóru þá flest skipin í var undir Grænuhlíð en Benni fór inn á Ísafjörð. Svo gerist það að það lægir og skipin sem lágu undir Grænu- hlíðinni fara út en Máninn lá við bryggju á Ísafirði. Þegar hann hafði legið þar í sólarhring eftir að lægði hringdi Jón Axel forstjóri í mig og sagði: „Gerðu þig klár- an, þú verður að taka fyrsta flug vestur á Ísafjörð. Benni er á fylliríi og liggur við bryggju á Ísafirði. Það vildi mér til happs að það var ekki flogið og daginn eftir fréttum við að Máninn væri farinn út. Já, hann var far- inn út, karlinn í myljandi stuði og mok- fiskaði. Sigldi svo til Englands og gerði ágætis túr og voru þá fyrirgefnir dagarnir á Ísafirði. Benedikt Ögmundsson var mikill gæða maður en Bakkus átti stund- um greiða leið inn til hans. Á reki Mér eru minnisstæð ein jól en þá vorum við á Mánanum við Nýfundnaland. Ég hafði það fyrir sið að stoppa veiðar frá kl 17 til 19 á aðfangadagskvöld, meðan það helgasta var og þá var étinn jóla- maturinn. Þegar þetta skeði vorum við í útkant- inum rétt norðan við Flæmska hattinn, í góðu kroppi að fá um það bil þrjár híf- ingar í holi eftir klukkutíma tog. Ég ætl- aði að stoppa á milli 17 og 19 en þegar ég hífi kl 16.30 erum við með stórt hol svo ekkert varð af venjulegri jólahvíld. Það var verið að baksa við að afgreiða þetta meðan jólamáltíðin stóð yfir. Á jóladag stoppaði aðalvélin. Olíu- Ragnar Franzson Minnisstæð jól Hamborg 1948. Þetta var sjónin sem blasti víða við Ragnari þegar hann kom til Hamborgar þremur árum eftir að stríðinu lauk.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.