Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2014, Blaðsíða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2014, Blaðsíða 42
42 – Sjómannablaðið Víkingur gera lífverum erfitt um vik að komast í gegn. Til margra ára var hindrun í gamla skurðinum sem var Bitter Lake en þar var mjög salt vatn en á heilli öld tapaðist virkni þess með sífelldum breytingum á skurðinum. Bent var á að Súesskurðurinn væri besta dæmið í heim- inu um þá breytingu sem er að verða um öll heimsins höf og þetta væru mjög erfið og flókin vandamál sem verið væri að etja við. Slæmt vaktakerfi Breska sjóslysanefndin (MAIB) hefur enn eina ferðina hafið herferð gegn tveggja vakta kerfinu sem gjarnan gengur undir heitinu 6/6 vaktakerfi. Fyrir nokkrum árum lagði sjóslysanefndin að breskum stjórnvöldum að leggja til á vettvangi Alþjóðasiglingastofnunarinn- ar (IMO) að skylda skip til að vera með að lágmarki tvo stýrimenn auk skipstjóra. Ekki áttu Bretar erindi sem erfiði því tillaga þeirra var felld. Fram hefur komið í máli MAIB að gífurleg þreyta sé með- al þeirra sem ganga vaktir eftir þessu kerfi og hefur mátt rekja mörg alvarlegustu sjóslys síðari ára til þess að stjórnendur hafa sofnað á vaktinni og siglt í strand eða lent í árekstri. Samtök kaup- skipaútgerða hafa bent á að lausnin sé í sjónmáli með nýju STCW reglunum sem taka að fullu gildi 1. janúar 2017 en þar er komið inn ákvæði um vinnu- og hvíldartíma sem og að skylt sé að skrá vinnutíma hvers skipverja fyrir sig. Hinsvegar hefur verið bent á að í rannsókn sem framkvæmd var af Southampton Solent háskólanum (SSU) um skráningar á vinnutíma kom fram að 80% 177 skipstjórn- armanna og undirmanna sem ganga vaktir viðurkenndu að hafa falsað skráningar á vinnu- og hvíldartíma sínum til að eiga ekki á hættu að skip þeirra yrðu kyrrsett. Einnig kom í ljós að sumir viðurkenndu að ástæða þess að þeir fölsuðu skráningar sínar mætti rekja til þess að þeir hefðu áhyggjur af viðbrögðum félaga sinna. Dæmdur skipstjóri Nýlega dæmdi skoskur dómstóll skipstjóra til fjögurra mánaða fangelsis. Hann var fundinn sekur um að hafa verið undir áhrifum áfengis við stjórn skipsins. Mældist hann fjórfalt yfir leyfilegum mörkum eftir að skipið kom til hafnar í Dundee. Það var hafnsögu- maðurinn sem tók skipið, Frifjord (1.212 BT), inn til hafnarinnar sem lét lögregluna vita. Hafði hann séð á skipstjóranum, Andrejs Borodins, að hann var ófær um að taka við fyrirmælum sem og að hann var mjög óstöðugur. Fyrir dómaranum sagðist Andrejs hafa verið orðinn útkeyrður eftir margra vikna 6/6 vaktir fram og til baka. Hann hafi af þeim ástæðum byrjað að drekka. Hann hefði nú líklegast sloppið við dóm hér á landi miðað við sögu íslenska dómskerfisins. Redding sem kostaði sitt Kínverskur annar stýrimaður og skipstjóri á stórflutningaskipinu Bulk Ingenuity, sem skráð er í Hong Kong, voru sektaðir fyrir að hafa ekki um borð viðeigandi sjókort og leiðsögubækur yfir það svæði sem þeir voru að sigla um Great Barrier rifið og Torres Strait í Ástralíu. Voru þeir dæmdir til sekta sem samanlagt hljóðuðu upp á 13 milljónir króna. Stjórnstöð siglinga þar í landi varð vör við að skipið sigldi utan skipulagðrar siglingaleiðar og vaknaði þá grunur um að eitthvað væri að og voru því þegar sendir um borð skoðunarmenn þegar skipið kom til hafnar. Menn urðu afar undr- andi þegar þeir komust að því að sjókortin um borð fyrir svæðið sem skipið sigldi um voru ljósrit en ekki eiginleg sjókort. Dýr tjón Í nýlegri skýrslu um tryggingar fyrir árin 2009 til 2013 kemur í ljós að tjón af völdum skipsstranda voru dýrustu tjón sem tryggingafélögin urðu að greiða út í sjótjónum. Það mun þó aðeins vera eitt atvik sem ýtir þessum flokki upp í hæstu hæðir og það er strand Costa Concordia. Það bendir allt til þess að það strand geti orðið dýrasta sjótjón allra tíma en á þeim vafasama toppi eru líka Exxon Valdez og Rena. Það sem af er árinu 2014 eru 80% tjóna tryggingafélaganna sem tengjast flugi en þar á eftir koma eldsvoðar sem tengjast orkuöflun. Hulduskip Þann 1. desember sl. urðu vegfarendur á grísku eyjunni Zakynthos varir við flutningaskip sem siglt hafði verið á land við flóa sem heitir Porto Vromi í Anafonitria. Þegar yfirvöld komu á vettvang var farið um borð til að kanna hversu sætti. Kom þá í ljós að enginn var um borð. Við nánari leit reyndist lest skipsins hálffull af kössum sem innihéldu sígarettur. Skipsskjöl fundust um borð sem gáfu til kynna að skipið bæri nafnið Amaranthus en einnig voru skjöl um að það héti Isik 2 og bar skipið fána Moldavíu. Skipið reyndist vera rúmir 55 metrar að lengd og gat lestað um 700 tonn. Um borð fannst einnig áhafnarlisti og gáfu nöfn skipverja til kynna að þeir væru úkraínskir. Ekki hefur fundist tangur né tetur af skip- verjunum. Sjór var tekinn að leka inn í lest skipsins en göt komu á skrokk þess þegar það lamdist utan í grjót. Var slökkvilið fengið til að dæla úr skipinu og þétta göt svo unnt yrði að draga það til hafnar. Telja menn að þarna hafi verið á ferðinni skip smyglara sem komist hafi í óvænt vandræði. Amaranthus yfirgefið hálffullt af sígarettum

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.