Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2014, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2014, Blaðsíða 32
32 – Sjómannablaðið Víkingur undinni hinn 12. júlí 1917. Þeir vissu af flugvelli í grenndinni og hugðust ræna þar flugvél og fljúga til Þýskalands. En þegar til átti að taka reyndist flugvöllur- inn aflagður og þeir félagarnir urðu að þola mikið harðræði áður en þeir náðust og voru fluttir á milli rammgerðra gjör- gæslufangelsa til að tryggja að þeir gætu ekki strokið. Spindler veiktist alvarlega eftir hremmingar flóttatilraunarinnar en náði sér og var sendur í fangaskiptum til Hollands 22. apríl 1918 og þaðan til heimalands síns. Þar birti Spindler árið 1920 bók um vopnasmyglsleiðangurinn, Das geheimn- isvolle Schiff (Dularfulla skipið), sem seldist vel heimafyrir og hefur komið út á allmörgum tungumálum. Örlög Casements Sir Roger Casement kaus af einhverjum ástæðum að ferðast ekki á „Aud“ til Ír- lands, en var sendur þangað á þýskum kafbáti um sama leyti. Snemma morguns 21. apríl var róið með hann í léttabáti á land við suðvesturströnd Írlands, en kaf- báturinn hélt aftur til Þýskalands. Casement ætlaði að verða á undan vopnaskipinu og koma skilaboðum til uppreisnarmanna um ferðir þess svo hægt yrði að nálgast vopnin. En ráðabruggið hafði þá komist upp, og Casement var víst ekki kominn langt frá fjörunni þegar Bretar handtóku hann. Hann var síðan dreginn fyrir rétt í Lundúnum, sviptur aðalstign sinni og sakaður um landráð, hryðjuverk og njósnir. Vafi lék á réttmæti ákærunnar, því skilja mátti á laganna bókstaf að menn teldust því aðeins sekir um land- ráð að gerningurinn hefði verið unninn á breskri grund, en Casement hafði skipu- lagt vopnaflutninginn í Þýskalandi. En dómarar túlkuðu lögin frjálslega og Casement var dæmdur til dauða fyrir landráð. Ýmsir málsmetandi menn austan- og vestanhafs báðu þess að lífi Casements yrði þyrmt. Þá gerði ákæruvaldið opin- ber skjöl sem áttu að sanna það að hann hefði verið samkynhneigður og haft mök við ýmsa unga menn. Slíkan glæp áttu margir kaþólskir Írar erfitt með að líða. Sumir telja raunar að skjölin um kynlíf Casements hafi verið fölsuð til að sverta hann. Hvað sem því líður var Roger Casement hengdur í fangelsi í Lundún- um 3. ágúst 1917, á 52. aldursári. Þjóðhetja á Írlandi Í augum margra Íra er Roger Casement þjóðhetja. Lík hans var upphaflega huslað í garði fangelsisins þar sem hann var líflátinn en síðar flutt til Dyflinnar og jarðsett þar með viðhöfn. Örnefni víðs vegar á Írlandi, svo sem heiti á strætum og öðrum mannvirkjum, tengj- ast nafni hans. Höfundur þessara lína hefur nokkrum sinnum sótt Írska lýðveldið heim. Hon- um sýnist að það sé einkum tvennt sem verður til þess að stræti og torg þar beri nafn manns: að hann hafi drepið Breta, og helst fleiri en einn, eða að Bretar hafi drepið hann. Það sem hér er skráð er sótt í ýmsar heimildir á Netinu. Stjarna sir Rogers hefur risið mjög. Andlit hans er til dæmis að finna á írskum frímerkjum. Tarfurinn frá Skalpaflóa Bókaútgáfan Hólar · holabok.is / holar@holabok.is Enn eitt meistaraverkið úr smiðju Magnúsar Þórs Hafsteinssonar – nú um þýska kafbátaskipstjórann Günther Prien sem fór mikinn í stríðinu.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.