Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2014, Side 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2014, Side 8
8 – Sjómannablaðið Víkingur Flök og grútarprammar Jón Marteinn: Leifur var frá Bolungarvík. En ég kynntist hon- um ekkert þar, vestur á Fjörðum. Mér var bent á hann á vor- dögum 1957. Var þá á Fagrakletti frá Hafnarfirði á vertíð. Hafði heyrt minnzt á þennan mann. Þekkt nafn Leifi Zakk og bátur hans Milly RE 39. Í janúar 1958 útskrifaðist ég úr vélstjóranámi á Ísafirði og fór litlu seinna um borð í Sæbjörn ÍS 16 frá Ísafirði, sem nýlega hafði misst tvo menn, báða vélstjórana. Var þar 1. vélstjóri og var út vertíðina fram á vorið. Fór síðan aftur á Fagraklett, 2. vélstjóri, og á síld fyrir Norðurlandi um sumarið, Norðurlands- síldina, og svo á reknetasíld um haustið eða í endaðan ágúst. Já, Jón Ísfirðingur var ég kallaður á þessum árum. Eilífar bölvaðar brælur þetta haust og landlegur. Var þá mik- ið við gömlu höfnina hérna í Reykjavík. Hún var ólík því, sem hún er nú til dags. Verbúðarbryggjurnar voru þar, sem litlu bátarnir eru núna, smábátahöfnin. Þarna voru tvær bryggjur. Sú minni var Loftsbryggjan. Þar heilluðu mig gömlu bátarnir. Einn var Hermóður RE 200, byggður í Danmörku, að mig minnir 1916, 39 tonn. Magnús Guðmundsson keypti þann bát, faðir Guðmundar, sem kallaður var Prins og var þá orðinn skipstjóri og útgerðarmaður á Hermóði. Þeir feðgar voru frá Kálfavík í Skötufirði, mínu æskuheimili við Djúpið. Guðmundur var fæddur og uppalinn í Kálfavík, en fluttist til Bolungarvíkur. Þeir höfðu komið í heimsókn til foreldra minna. Ég mundi eftir þeim. Þórir gamli RE 251 (60 tonn) var annar og enn annar Ottó RE 337 (48 tonn), sem fannst á reki norður í íshafi og var lengi við lýði hérna í höfninni. Þegar ég var að skoða þessa báta, þá sá ég Milly. Hún vakti athygli mína. Stór bátur. Skráður 46 tonn, en var miklu stærri. Margir þessara báta höfðu verið flök eða grútarprammar, sem komið hafði verið í gagnið aftur og gerðir að nýtum atvinnutækjum. Drífa RE 18 Og nú hitti ég Leif Zakaríasson. Haustið 1958. Hann bauð mér um borð í sinn bát. Leifur bjó um borð í bátnum, bjó í káet- unni, sem var óbreytt síðan Milly var tvístefnungur og seglskip. Milly var sérstök. Sér kappi var aftan við stýrishúsið, niður- gangur í káetuna. Sérð ekki kappann á myndinni, en aftast er kamarinn. Leifur fór að segja mér sögur af bátum, sem hann hafði átt. Hann sagði lifandi frá, dró mann með sér. Manni fannst, að maður væri staddur á staðnum. Hann lék þetta svoleiðis, stökk upp í loftið og veifaði vængjunum. Dró mann inn í minn- ingarnar. Kannski ýkti hann. Milly var þriðji stóri bátur Leifa. Sá fyrsti var Drífa, 32 tonn. Fór með hana á síld. Veit ekki, hvar hann fékk bátinn. Ákaflega lélegur bátur að hans sögn. Fyllti Drífu af síld, en þegar komið var til Siglufjarðar, sá Leifi, að byrðingarnir voru farnir að ganga út frá stefninu, gliðna að framan. Fékk því framgengt, að hann fengi að fara fram fyrir aðra báta í röðinni. Voru ekkert að gef- ast upp í þá daga. Fengu sér gríðarlega stórar franskar skrúfur og boruðu í gegnum stefnið og þvinguðu það saman. Boruðu svo í gengum bátinn um vantana, þar sem byrjaði að taka úr og renndu stálteini í gegnum skipið. Settu stórar skinnur á endana og boltuðu. Leifur tók eftir því, þegar hann kom út frá Siglufirði og út á veltinginn, að þegar báturinn valt yfir í bak og svo aftur yfir í stjór, þá var stýrishúsið lengur á leiðinni; kom seinna til baka en báturinn og stoppaði með hnykk. Húsið stóð á fjórum staur- um, og festingarnar höfðu losnað. Veit ekki, hvað varð um Drífu fyrir rest. Kannski gafst hann upp á henni og seldi hana. Töluverðum hluta þessara báta hafði verið bjargað og þeir gerð- ir upp; bjargað úr strandi eða reki eða niðurníðslu líkt og Milly. Drífa hefur líklega verið ein af þeim. Ólafur Grímur Björnsson Vestfirzkur sjómaður Leifur Zakaríasson Viðtal við Jón Martein Guðröðsson og Þorstein Stefánsson, sem reru með honum – Fyrri hluti – Milly RE 39, skráð 45 brúttólestir. Báturinn er hér mikið breyttur, frá því sem hann var upphaflega. En hann var smíðaður í Grimsby á Englandi árið 1883 og þá seglbátur og tvístefnungur.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.